Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.5.2009 | 20:17
Heimilin fá skellinn - what else is new?
Hver heldur Steingrímur að haldi uppi "ríkinu" þegar búið er að setja millistéttina út úr jöfnunni? AGS?
Hann og Jóhanna og hinir álfarnir á Alþingi?
Þetta verður fyrsta - og síðasta - tilraun í veröldinni, til þess að reka hagkerfi án millistéttar.
Hlunkist nú til að taka þessa verðbólguvísitölu úr sambandi, þó ekki sé nema tímabundið, á meðan heimilin berjast í bökkum við að eiga fyrir mat, hvað þá bensíni og búsi.
Það gengur einfaldlega ekki upp að ætla að hækka skuldir fólks núna og það á þennan líka lúalega hátt, að sjálfvirk hækkun lána fylgi þessari nýjustu hækkun neysluverðs.
Hvert er ykkar markmið, gott fólk? Að ganga af heimilunum dauðum?
![]() |
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 21:37
HÆTTULEGASTA KONA Í HEIMI
Ég tók 13.7 milljónir að íbúðarláni fyrir 2 árum í myntkörfu.
Átti yfir 30% eigið fé, sem var minn lífeyrir.
Gat mjög vel staðið við afborganir og hafði verið vöruð við því að gengið gæti lækkað um 20%. Gat líka staðið undir þeirri hækkun.
Síðast þegar ég meikaði að reikna út stöðuna, voru þetta um 34 millur og gengið hefur lækkað síðan, það lækkar daglega, eins og allir vita.
Gengið hefur sem sé lækkað um tæp 160% síðan ég tók lánið!
Og íbúðarverð lækkað! Fyrir utan að fasteignamarkaður er botnfrosinn.
Íbúðin selst vitanlega ekki næsta áratuginn, en í dag myndi hún seljast á 22 milljónir.
Þá skulda ég ekki nema 12 milljónir og svo er tapið á eigið fé - sem ég hef bara ekki möguleika á að endurheimta á neinn hátt.
Og eftir að vera íbúðareigandi í Reykjavík í 30 ár, er ég að lenda í eignaupptöku í þriðja sinn.
Ég endurtek: í þriðja sinn.
Var svo að tala við tvo aðila í dag:
Ráðgjafa í fjármálaráðuneyti, sem er áreiðanlega indælis manneskja og viðkunnanlegan mann í Landsbanka með titilinn: Umboðsmaður viðskiptavina.
Ég er með eitt lán og er ennþá í skilum, en er að koma úr frystingu eftir mánuð.
Miðað við eitt úrræðanna um jafngreiðslu af láninu í eitt ár, plús fasteignagjöld og hússjóð, væri ég að greiða 85% af ráðstöfunartekjum í húsnæði.
Ráðgjafinn í ráðuneytinu sagði að verið væri að skoða vandamál fólks og fyrirtækja með erlend lán og vonandi myndi þeirri skoðun ljúka fyrir haustið. Henni leist illa á tillögu mína um helfrystingu í tvö ár.
Ég vissi jú ekkert um hvernig mér gengi eftir tvö ár.
En eftir tvö ár verður ríkisstjórnin kannski búin að skoða vandamál fólks og fyrirtækja. Við verðum alla vega að vona það.
Umboðsmaður viðskiptavina var sem betur fer ekki með neinar tuggur. Hann sagði bara að ríkið ætti bankana og setti þeim fastar skorður og ekkert væri í boði nema úrræðin.
Hann gaf líka í skyn að verið væri að ýta fólki fram af bjargbrúninni í nokkuð stórum stíl að verið væri að afskrifa fólk, ekki skuldir þess.
Fórnarkostnaður, er það víst kallað. Þetta er fórnarkostnaðurinn: Ég!
Ég tel þá leið helfararleiðina ofboðslega skammsýna. Úr tengslum við raunveruleikann. Ég tel ennfremur að þessi stjórn sitji ekki hérna næstu jól. Þá verða 15 mánuðir frá hruni núna eru þeir bara átta og þá verður öllum orðið ljóst að afarkostirnir sem millistéttinni eru settir eru drápsklyfjar. En þegar þriðja stjórn í hruni tekur við, er það bara orðið of seint fyrir tugþúsundir.
Sumir munu fara héðan og láta skeika að sköpuðu.
Einhverjir munu velja að binda endi á líf sitt.
Þeir sem fara, munu lifa við söknuð í hjarta, biturleika og rótleysi.
Þeir sem velja að fara yfir móðuna munu skilja eftir bitra og niðurbrotna ástvini.
Þeir sem velja að vera hér prúðir og þjakaðir og borga borga borga fyrir þjófnað óáreittra glæpamanna í boði stjórnvalda, munu von bráðar verða kalnir á hjarta og búnir að missa bæði sakleysi sitt og alla von.
Munu ekki sjá neinn tilgang.
Í átta mánuði hefur mér liðið eins og það hefði verið sparkað í magann á mér. Ég hef upplifað mikinn kvíða og var þó ekki kvíðinn einstaklingur fyrir.
Nú er ég að verða reið. Rosalega reið.
Það er ekkert betri tilfinning en kvíðinn og síst hollari þó fylgir henni aðeins meiri kraftur.
Því nú er ég orðin hættulegasta kona í heimi konan sem hefur engu að tapa.
26.5.2009 | 21:31
Gylfaginning enn
,,Gylfi segir að Seðlabankinn sé að hrinda í framkvæmd hugmyndum sem eigi að auðvelda mönnum að ,,fara skipulega með fé" sem þeir eigi í íslenskum íbúðabréfum og ríkisskuldabréfum úr landi. Til að mynda með því að skipta á gjaldeyri og skuldabréfum við fyrirtæki sem séu með tekjur í erlendri mynt."
Enn ein Gylfaginningin?
Fara skipulega með fé? Á við þetta?
,,Leikjaframleiðandinn CCP, sem á og rekur fjölnotendatölvuleikinn EVE Online, hefur ákveðið að nýta heimild SEÐLABANKANS til að gefa út skuldabréf í Bandaríkjadölum gegn láni í íslenskum krónum. Hefur CCP fengið heimild til skuldabréfaúgáfu fyrir 2,5 milljarða króna, en til að byrja með verða bréf að fjárhæð 1,5 milljarðar seld. MP banki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna."
Og hver er eigandi CCP? Nema Björgólfur Thor og þetta er nýjasta þvottavélin hans. Og þegar hann keyrir þetta í þrot, sem hann mun gera, hver haldið þið að standi eftir með reikninginn?
Þið megið geta þrisvar.
![]() |
Krónan veldur vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 17:52
Ekki-frétt Jóhönnu
Jóhanna sagði í "munnlegri" skýrslu um stöðu efnahagsmála að AGS réði EKKI ferðinni í efnahagsmálunum.
Hún sagði ríkisstjórnina EKKI vera að takast á við halla ríkissjóðs til þess að þóknast AGS heldur til þess að leggja EKKI óbærilegar byrðar á komandi kynslóðir.
Bjarni Benediktsson sagði að sú yfirlýsing forsætisráðherra að AGS réði EKKI ferðinni vera til marks um að ríkisstjórnin væri EKKI að ná tökum á stöðunni og að samstarfið við AGS gengi EKKI sem skyldi.
Svo er þetta líka Ef og Þá-frétt:
170 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs þyrfti að brúa fram til ársins 2013, en Jóhanna sagði að EF áætlanir um aukinn hagvöxt frá lokum næsta árs gengju eftir, ÞÁ myndi sá hagvöxtur skila nærri 70 milljörðum króna upp í þann halla.
Þá er búið að tilkynna öll þessi ekki-tíðindi.
Þarf eitthvað að ræða það meir?
![]() |
Róttækar og erfiðar ákvarðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 14:19
Hættum að borga?
Hvað segið þið? Er greiðsluviljinn jafn einbeittur?
Þeir sem "stjórna" segja að við eigum að borga, en ég heyri fleiri og fleiri raddir um að flýja frá þessu gjörspillta skuldum hlaðna landi.
Og verð að viðurkenna að ég skil - ef ekki styð - alla sem þannig hugsa núna.
Fólk er búið að missa tiltrú. Á kerfið. Á "stjórnvöld". Á yfirlýsingar.
Eða hafið þið tiltrú á að réttlætinu verði fullnægt á Íslandi?
Að einhver verði settur í handjárn?
Að einhver fái fangelsisdóm?
Að eitthvað komi út úr málum hjá opinberum rannsóknaraðilum?
Þetta er úr grein Michael Hudson, The Financial War Against Iceland:
Iceland is facing a bold con job. Should it feel obliged to pay countries that have no intention of ever paying their own debts? To get paid, creditors must convince their prey to accept the falsehood that debts can and indeed should be paid.
The lie is that they can be paid without dismantling social democracy, selling off the public domain and polarizing society between creditors and debtors.
Creditors everywhere else in the world are writing down their claims for payment to reflect plunging property values. Iceland has an opportunity to make itself a model test case for economic justice. What better time to post the basic principle of what is to be saved an unsupportable debt burden that must collapse in the end, or a societys survival? Will the government defend its citizens from financial predators, or turn the economy over to them? That is the question.
Málið er: Við erum ekki bara fórnarlömb vondra kalla í útlöndum. Við erum fórnarlömb okkar eigin fólks, sem semur af sér (af mér!), sem stelur og svíkur og ullar svo framan í okkur og segir að okkur komi það ekki við - eða hafið þið heyrt frasann "bankaleynd"?!
Við erum fórnarlömb fólks sem svífst einskis og sem fyrirlítur okkur - þótt við séum nógu góð til að borga undir það líf í lystisemdum.
Okkar eigið fólk hefur engan áhuga á því að þjóðfélagið - millistéttin - lifi af. Sem má sjá af því, að hér á að gera tilraun til að reka hagkerfi án millistéttar. Nú myndi ég hlæja ef ég væri ekki dauð!
Þessu verður að breyta - núna - annars verður hér ekkert hagkerfi til að rústa - engin líf til að skerða.
![]() |
Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 10:05
Haltu kjafti og borgaðu!
Ég skal mæta persónulega til þess að vera við aftökuna.
FYRST vil ég þó sjá okkur hólpin - okkur sem er sagt að halda kjafti og borga. Hvernig má það verða?
1. Með því að bíða eftir að stjórnvöld bjargi okkur?
2. Með því að bjarga okkur sjálf?
Ef svarið er 1, þá er bara að bíða rólegur og ekki síst þægur.
Ef svarið er 2, erum við þá menn til að fara að gera kröfur?
Kröfur um jafnrétti, frelsi, gegnsæi, trúverðugleika?
Heiðarleika í viðskiptum. Og almenn mannréttindi.
Getum við það - eða erum við of kúguð og aum?
Við höfum vald - þorum við að beita því?
Eða erum við (sauð)fé í leit að hirði?
![]() |
Áætlun ef bankar færu í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 09:38
Hvaða "kynslóð"?
Er þetta enn eitt spinnið?
Það voru 30 menn og 3 konur, engin "kynslóð".
Og með réttu á enginn að borga nema sá sem olli.
Hér er nógu harðbýlt án þess að þurfa að halda uppi ítrekuðum ránum -
fyrst bankaránum - svo jöklabréfaránum.
Almenningur - sem mennn halda að muni borga þessar skuldir - tók þær ekki og skrifaði hvergi undir þær.
Almenningur tók ekki stöðu gegn krónunni.
Almenningur gaf ekki út jöklabréf.
Almenningur heldur ekki úti okurvöxtum - og stendur raunar ekki undir þeim heldur.
Viljið þið ekki hætta að tala niður til okkar - það er hætt að hafa tilætluð áhrif. Við erum ekki til í að bíða hrædd og hnípin lengur.
Nú er bara að segja satt og rétt frá og tala við okkur sem jafningja - því sá sem er að borga fyrir þig, er jafningi þinn.
![]() |
Hrunið eins og Eyjagosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 09:20
Hverjir eru "eigendur þessara eigna"?
Hver ræddi við "eigendur þessara eigna"?
Hvað heita "eigendur þessara eigna"?
Á hvaða tungumáli var rætt við "eigendur þessara eigna"?
Hverjir eru "eigendur þessara eigna"?
Svar óskast frá Seðlabanka Íslands.
![]() |
Milljarðar í vexti í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 18:57
Furðulegt hátterni Dana
Er að fylgjast með dönsku fréttunum - þar sem kemur fram að nýi forsætis, Lars Lökke, sætir nú ákúrum fyrir eyðslu sína á stól heilbrigðisráðherra.
Það er verið að tala um ráðherraábyrgð - hugtak sem ég hef aldrei heyrt fyrr.
Og að ráðherra beri (líka í þátíð) að haga verkum þannig að þau kosti sem minnst fyrir skattborgarana! Hafa þeir ekki heyrt um íslenska módelið, þessir menn?
Að æðsta skylda ráðherra sé að moka undir sjálfan sig og devil take the hindmost!
Má ég þá biðja um alvöru menn, sem sitja fastir í stólunum, langt langt framyfir síðasta söludag.
3.5.2009 | 16:14
Gylfaginning
Þakka þér fyrir þennan hrokafulla boðskap, Gylfi - þú varst að herða fólk í þeim ásetningi að hætta nú að borga - hætta að bera í botnlausa hítina.
Og staðfesta það sem gengur fjöllum hærra: Að stjórnvöld reikni með að heimilin í landinu láti þetta lánamisrétti yfir sig ganga, þar sem það óttast að missa heimili sín.
Hér er fréttaskot: Stjórnvöld verða að reiða sig á eitthvað meira en að þessi ótti verði til þess að heimilin láti vaða yfir sig - til dæmis alvöru aðgerðir - og ekki byrja með bútasaumsteppið með bútunum 18.
Þú talar um að fólk "komi sér í vandræði" hætti það að greiða af lánum.
FYI - þessu sama fólki var KOMIÐ Í vandræði af óábyrgum stjórnmálamönnum sem dönsuðu Hrunadans við auðvaldið, þar til landið sökk. Þú bætir um betur og segir að þetta sé ,,svo fráleit hugmynd, að ekki þurfi að velta því fyrir sér að hún gerist í stórum stíl!"Þú talar niður til fólks "í stórum stíl" - er það dæmi um að tilgangur auðvaldsins sem rændi þjóðina helgi meðalið?
Eða ert þú lénsherra, sem veit að undirsátarnir hafa ekki og munu aldrei hafa sjálfstæðan vilja, hvað þá sjálfstæða hugsun?Orð þín og ótrúleg ósvífni benda til annars hvors - þú segist vera ráðherra viðskipta og ert að hóta lántakendum. Hvaðan er sá hugsunarháttur? Hulan er fallin frá augum okkar núna.Ég er nefnilega vinnuveitandi þinn og þess vegna áttu að sýna mér virðingu.
Fyrir 10 dögum sagðirðu það ,,fullkominn misskilning" að þjóðarbúið rambaði á barmi gjaldþrots og ennfremur að tjónið við hrunið væru fyrst og fremst peningalegar eignir, en eftir stæðu raunverulegar eignir og var þar fyrstur talinn mannauðurinn. Gylfi, mannauðurinn er á leiðinni úr landi. Og auðvitað blasir allsherjar kerfishrun við á næstu mánuðum og misserum með atvinnuleysi upp á marga tugi prósenta - og það alveg án þess að nokkur hætt að borga húsnæðislán.
Hrokafullt svar þitt við kröfu Sigmundar Davíðs um að fá birta niðurstöðu mats Oliver Wyman á eignum gömlu bankanna var líka fáránlegt og þú vílaðir ekki fyrir þér að fara í ráðamannalygaferð til New York, þar sem þú sagðir ,,miklu máli skipta að uppgjörið vegna bankahrunsins verði sanngjarnt og gagnsætt til að endurvekja trú alþjóðasamfélagsins á íslensku viðskiptalífi."
Gylfi, skítt með trú alþjóðasamfélagsins, það mun hvort eð er ENGINN lána Íslandi næsta áratug nema AGS. Það erum við hérna, skattborgarar og skuldarar, sem þarf að sýna sanngirni. Þú þarft að endurvekja trú mína og minna þjáningasystkina, sem voru rænd, rænd af sínu eigin fólki. Svo ert þú og þínir líkar að koma og ýmist að bera á borð fyrir okkur frasa eða hroka! Finnst þér hrokinn vera það sem best dugar á pöbulinn? Heldurðu að hroki þinn verði til þess að almenningur borgi skuldir óreiðumanna þegjandi? Og, náttúrulega, kaupið þitt.
Merkilegt, í janúar virtistu vera manneskja, en daginn eftir að þú settist í stólinn varstu orðinn maðurinn sem sagði: ,,Ef eitthvað verður gert fyrir heimilin, ÞÁ fer efnahagslífið hérna á hliðina." (!)Loks vil ég taka undir orð Axels Péturs í Gylfi 180°: ,,Mín skilaboð til Gylfa eru: Vanhæfur ráðherra, taktu pokann þinn og farðu heim!
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |