Ekki-frétt Jóhönnu

Jóhanna sagði í "munnlegri" skýrslu um stöðu efnahagsmála að AGS réði EKKI ferðinni í efnahagsmálunum.
Hún sagði ríkisstjórnina EKKI vera að takast á við halla ríkissjóðs til þess að þóknast AGS heldur til þess að leggja EKKI óbærilegar byrðar á komandi kynslóðir.

Bjarni Benediktsson sagði að sú yfirlýsing forsætisráðherra að AGS réði EKKI ferðinni vera til marks um að ríkisstjórnin væri EKKI að ná tökum á stöðunni og að samstarfið við AGS gengi EKKI sem skyldi.

Svo er þetta líka Ef og Þá-frétt:
170 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs þyrfti að brúa fram til ársins 2013, en Jóhanna sagði að EF áætlanir um aukinn hagvöxt frá lokum næsta árs gengju eftir, ÞÁ myndi sá hagvöxtur skila nærri 70 milljörðum króna upp í þann halla.

Þá er búið að tilkynna öll þessi ekki-tíðindi.
Þarf eitthvað að ræða það meir?


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband