Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gætum við sýnt mannúð?

Nú þegar tugþúsundir innfæddra eru á leið úr landi - spyrjið bara Samskip - gætu stjórnvöld þá sýnt mannúð því fólki sem tæki því fegins hendi að fá að þræla hérna?

Vitanlega gætu þau það - vilji er allt sem þarf.

Viljinn er þó ekki fyrir hendi - hvorki í málum innfæddra né eiginmanns Giovönnu Spano, né Borghildar og sona hennar. Verða það eftirmælin um okkur:

Hrakningaeyjan? Eyjan sem hrakti alla á brott?

 


mbl.is Gafst upp á lífi flóttamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem Mogginn þaggar...

...úr viðtalinu við Valgreen er:

Að hann telur Ísland veigra sér við að standa við grundvallarsamninga við útlönd.

Að hann telur stofnanir hér afar veikar og FME getulaust.

Að hann telur Íslendinga skorta siðferðisþroska til þess að taka á málum hérna.

Og að hann segist skilja önnur lönd, sem ekki séu alveg veik að hjálpa þeim sem geta ekki kraflað sig út úr því að hjálpa sér sjálfir.

Einkunn CV: 4,9.


mbl.is Kunningjasamfélagið Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærulausir þjófar

,,Vér íslenskir erum sannarlega ekki ofgóðir að deyja. Og lífið er oss löngu einskisvert. Aðeins eitt getum vér ekki misst meðan einn maður, hvort heldur ríkur eða fátækur stendur uppi af þessu fólki og jafnvel dauðir getum vér ekki verið þess án; og þetta er það sem um er talað í því gamla kvæði, það sem vér köllum orðstír: að minn faðir og mín móðir séu ekki í þeirra dufti kölluð ærulausir þjófar."
HKL, Íslandsklukkan 1946

Orðstír er það sem Bjöggabófarnir rændu okkur - jafnvel foreldra okkar, afa og ömmur.
Hvernig líður honum og fjölskyldu hans, vegna þeirra tugþúsunda saklausra sem dragast
niður í kjölsoginu?

Sofa þau vel núna, þegar "gjaldþrotið" er komið í höfn? Eða telja þau sig laus allra mála?

Er allt í fína þeirra vegna að foreldrar mínir séu "í þeirra dufti kölluð ærulausir þjófar?"

Svo maður minnist nú ekki á okkur og börnin okkar og barnabörn. Og þeirra börn.

Björgólfur er orðinn skuldlaus en ekki eignalaus - við hin erum orðin eignalaus en hlaðin hans skuldum.


mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þykir honum eðlilegt að svara fyrir gjörðir sínar?

He will show you a good time, but you will always get the bill. (!)

He will smile and deceive you, and he will scare you with his eyes.

And when he is through with you, and he will be through with you, he will desert you and take
with him your innocence and your pride.

You will be left much sadder but not a lot wiser, and for a long time you will wonder what happened and what you did wrong.

And if another of his kind comes knocking at your door, will you open it?"

Úr bókinni: Without Conscience - The Disturbing World of The Psychopaths Among Us
by Robert Hare, PhD


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Safna auð með augun rauð

Það er dauði og djöfulsnauð

er dygðasnauðir fantar

safna auð með augun rauð

en aðra brauðið vantar

Segið mér svo: Á Björgólfur Thor CCP?

Og ef svo er: Hvernig má það vera að Seðlabanki Íslands gefi fyrirtæki í eigu þessa manns leyfi til hlutabréfaútgáfu upp á milljarða dollara?

Björgólfur Thor á ekki að eiga svo mikið sem hverfissjoppu hér á landi.


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt eða botnlaus hít?

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, spáði því um daginn að ef fram færi sem horfir myndu átta til tíu þúsund manns flytjast af landi brott - þrjú prósent af allri þjóðinni. Stefán sagði ennfremur, að miðað við reynslu fyrri tíma væri viðbúið að meirihluti þeirra sneri ekki aftur til Íslands, sérstaklega ef endurreisnin hér á landi gengi hægt.Ég held að þetta sé bjartsýni hjá prófessornum. Ég held að 30 þúsund manns yfirgefi það sem með Iceslave-”samningnum” verður sannkölluð þrælaeyja, þegar beiskjan, reiðin, tortryggnin, vonbrigðin og vantraustið verða til þess að sífellt fleiri verða afhuga því að búa áfram hér á landi. Þegar fólk fer að flýja land í stórum stíl vegna þess að ekki er búandi í botnlausri hít bankaræningjanna. Þegar ALLIR fatta að ekkert er verið að gera, annað en að halda áfram að ausa fé í vonlausa banka (Askar, BYR), klúðra milliríkjasamningum og ráðstafa fyrirtækjum sem ríkið tók yfir aftur til svikamillanna (365, Exista), en ekkert er gert fyrir almenning og heimilin í landinu.Hvað þá þegar allir fatta að enginn sjóðræningjanna verður nokkru sinni dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa rústað landinu. Það verður nefnilega engin "endurreisn" - hvað þá nokkur reisn - fyrr en að loknu uppgjöri. Þannig að bjartsýnisspá Indriða Þorlákssonar í Mogganum í dag, um að ef bara Icesave-málið nái lendingu verðum við komin í jafn góða stöðu og var fyrir hrunið eftir fimm til átta ár, mun heldur ekki rætast. Því fólk er ekki bara að fara vegna atvinnuleysis heldur vegna vonleysis yfir þeirri glötuðu framtíðarsýn sem núverandi ríkisstjórn hefur sett upp.Hér er einskis að vænta annars en síversnandi efnahags næstu tvo til þrjá áratugina. Skólakerfi, heilbrigðiskerfi og félagsleg þjónusta mun (enn) hnigna. Tillagan um að að rústa velferðarkerfinu og nota allar útflutningstekjur landsins í að greiða vexti næstu áratugi er í raun bara tillaga um að leggja niður byggð í landinu, því fólk mun ekki sætta sig við slík lífskjör. Endurreisnin verður ekki byggð á þessum fúnu stoðum. Við vorum tiltölulega ríkt land sem bauð upp á tækifæri, en sá tími er liðinn.Nei, komið ykkur frá borði, börnin góð. Það eru að verða tíu mánuðir síðan þessi hripleki prammi rakst á ísjakann. Og enn glittir ekki í neitt nema löngutöng frá stjórnvöldum.
mbl.is Hundruð flytjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaðan komin!

Nú ætla ég að segja ykkur hvernig niðurstaðan verður - þeir sem nenna ekki að bíða til 2010 - eða var það 2020?

Hún verður svona:
,,Mikilvægt er að tryggja að Ísland verði áfram „best í heimi“ –
land sem býður þjóð sinni mestu lífsgæði sem völ er á.” (!)
Svo er þessi klausa, sem “nýja” nefndin ætti kannski að athuga, aðallega
síðustu setninguna:
,,Þeir þættir, sem byggja upp einkenni þjóðar, eru meðal annars aðgerðir
ríkisstjórnar, menningin, vörur og þjónusta ásamt tungumálinu. Þetta eru
þau einkenni sem þjóðin telur rétt að sýna umheiminum og þau loforð sem
þau fela í sér. Um slík einkenni eða loforð verður að vera góð samstaða
og framtíðarsýnin þarf að vera skýr.
Þurfa þau að grundvallast á því sem þjóðin og landið stendur í raun og
veru fyrir því annars verður fljótt holur hljómur í skilaboðunum.”
Holur hljómur?
,,Það er verðugt og mikilvægt verkefni að reyna að hafa áhrif á, bæta og
viðhalda ímynd þjóðar. Ekki má beygja snögglega af leið né fara of seint
af stað í slíka vinnu því ef neikvæð mynd hefur byggst upp af landi og
þjóð er erfitt að bæta hana."

,,Undirstaða samfélagsins er að allir búi við frelsi, mannréttindi og efni
til að njóta hæfileika sinna og ráða eigin lífi."

Semsagt: "allir".

,,Veik ímynd Íslands, innanlands sem utan, felur í sér vanþekkingu
hagsmunaaðila á einkennum og eiginleikum þjóðarinnar og hún er hættuleg
atvinnu- og efnahagslífi, hagþróun og samfélagsgerð sem Íslendingar
kjósa að búa við."

Takið eftir: hagsmunaaðila!

Svo kemur rúsínan:

,,Ímynd landsins er lítil og veik og ljóst er að gera þarf bragarbót á.
Nauðynlegt er að bæta skipulag og samræmingu aðgerða, skilgreina ábyrgð
og verja meiri fjármunum til málaflokksins. Þetta þarf að gera með þeim
aðilum sem nú þegar sinna kynningarstarfi fyrir hönd stjórnvalda og helstu
útflutningsgreina. Sjá einnig t.d. viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson á
forsíðu Viðskiptablaðsins 19. febrúar 2008 í grein sem ber yfirskriftina
„Við Íslendingar eigum við meiriháttar ímyndarvandmál að stríða“, en þar
segir Jón Ásgeir m.a.: „Þegar kemur að ímynd Íslands er það engin spurning
að stjórnmálamenn verða að eyða tíma í að kynna land og þjóð erlendis og
koma kannski fram meira sjálfir í stað þess að senda aðra fyrir sig.
Það þarf að virkja alla til þess, hvort sem það eru sendiráð Íslands eða
annað. Þetta er greinilegt vandamál fyrir okkur.“


mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gæti falist í orðinu „bindandi"?

Æ, ræfillinn! Svo urðu bara engar umræður um það hvað fælist í orðinu „bindandi", segir í skýrslunni.
Hvað gerir maður þá?
Alveg: Hvað gæti falist í orðinu „bindandi"?
Gæti það þýtt: Ekki bindandi?
Tæplega þýðir það: Bindandi - eða?
Kannski er þetta bara hollenska fyrir: Þetta reddast.
Ég vil fara heim núna. Það er svo vont að eiga í vök að verjast.
Mér langar að vera doktor do little í friði fyrir ljótum fjármálaráðherrum.
mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílík sjálfstæðisyfirlýsing!

Táknrænn gjörningur á táknrænum degi. Þessi maður taldi sig ekki hafa neinu að tapa - og slíkur maður er hættulegasti maður í heimi.

Sama dag kemur svo frétt sem í segir: ,,Leysa skal úr hugsanlegum ágreiningi vegna Icesave samnings Íslendinga og Hollendinga fyrir breskum dómstólum."Og til þess að kóróna þetta, er þetta dagurinn sem þjóðin fagnar sjálfstæði sínu í 65. sinn. Hvaða sjálfstæði? Fjárhagslegu? Þjóðréttarlegu?Nei, eitthvað er rotið á landi ísa.

Landráðastjórnin er búin að afsala fullveldi Íslands til Bretlands - í skjóli nætur, talandi um myrkraverk. Nú er ljóst hvers vegna hvorki þjóð né þing má sjá samninginn.

Í ræðu sinni í dag sagði forsætisráðherra: ,,Við verðum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð sem í okkur sjálfum býr og afkomendum okkar." Kæra frú, þú og þín ríkisstjórn sýnið okkur borgurunum ekki á neinn hátt að þið viljið ekki "missa" okkur. Þvert á móti - þið sparkið í hnésbætur þeirra sem standa á bjargbrúninni. Því munuð þið "missa" okkur - og það fyrr en þið haldið.

Og fyrst ég er nú að ávarpa þig beint: Í öllum bænum hlífðu fólki við því að tala við það sem "okkur" - við erum ekki í þínu liði. Hafðu skömm fyrir aðgerðarleysi, getuleysi og úrræðaleysi þinnar stjórnar.

Skömm sem nær langt út yfir enn einn örlagaríkan dag fyrir íslenska þjóð.


Hagkerfi án millistéttar

Ég skal bara segja það eins oft og þurfa þykir:
Hver heldur Steingrímur að haldi uppi "ríkinu" þegar búið er að setja millistéttina út úr jöfnunni? AGS?
Hann og Jóhanna og hinir álfarnir á Alþingi?
Þetta verður fyrsta - og síðasta - tilraun í veröldinni, til þess að reka hagkerfi án millistéttar.
Hlunkist nú til að taka þessa verðbólguvísitölu úr sambandi, þó ekki sé nema tímabundið, á meðan heimilin berjast í bökkum við að eiga fyrir mat, hvað þá bensíni og búsi.
Það gengur einfaldlega ekki upp að ætla að hækka skuldir fólks núna og það á þennan líka lúalega hátt, að sjálfvirk hækkun lána fylgi þessari nýjustu hækkun neysluverðs.
Hvert er ykkar markmið, gott fólk? Að ganga af heimilunum dauðum?


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband