Burt eða botnlaus hít?

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, spáði því um daginn að ef fram færi sem horfir myndu átta til tíu þúsund manns flytjast af landi brott - þrjú prósent af allri þjóðinni. Stefán sagði ennfremur, að miðað við reynslu fyrri tíma væri viðbúið að meirihluti þeirra sneri ekki aftur til Íslands, sérstaklega ef endurreisnin hér á landi gengi hægt.Ég held að þetta sé bjartsýni hjá prófessornum. Ég held að 30 þúsund manns yfirgefi það sem með Iceslave-”samningnum” verður sannkölluð þrælaeyja, þegar beiskjan, reiðin, tortryggnin, vonbrigðin og vantraustið verða til þess að sífellt fleiri verða afhuga því að búa áfram hér á landi. Þegar fólk fer að flýja land í stórum stíl vegna þess að ekki er búandi í botnlausri hít bankaræningjanna. Þegar ALLIR fatta að ekkert er verið að gera, annað en að halda áfram að ausa fé í vonlausa banka (Askar, BYR), klúðra milliríkjasamningum og ráðstafa fyrirtækjum sem ríkið tók yfir aftur til svikamillanna (365, Exista), en ekkert er gert fyrir almenning og heimilin í landinu.Hvað þá þegar allir fatta að enginn sjóðræningjanna verður nokkru sinni dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa rústað landinu. Það verður nefnilega engin "endurreisn" - hvað þá nokkur reisn - fyrr en að loknu uppgjöri. Þannig að bjartsýnisspá Indriða Þorlákssonar í Mogganum í dag, um að ef bara Icesave-málið nái lendingu verðum við komin í jafn góða stöðu og var fyrir hrunið eftir fimm til átta ár, mun heldur ekki rætast. Því fólk er ekki bara að fara vegna atvinnuleysis heldur vegna vonleysis yfir þeirri glötuðu framtíðarsýn sem núverandi ríkisstjórn hefur sett upp.Hér er einskis að vænta annars en síversnandi efnahags næstu tvo til þrjá áratugina. Skólakerfi, heilbrigðiskerfi og félagsleg þjónusta mun (enn) hnigna. Tillagan um að að rústa velferðarkerfinu og nota allar útflutningstekjur landsins í að greiða vexti næstu áratugi er í raun bara tillaga um að leggja niður byggð í landinu, því fólk mun ekki sætta sig við slík lífskjör. Endurreisnin verður ekki byggð á þessum fúnu stoðum. Við vorum tiltölulega ríkt land sem bauð upp á tækifæri, en sá tími er liðinn.Nei, komið ykkur frá borði, börnin góð. Það eru að verða tíu mánuðir síðan þessi hripleki prammi rakst á ísjakann. Og enn glittir ekki í neitt nema löngutöng frá stjórnvöldum.
mbl.is Hundruð flytjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hjá þér

Óskar Þorkelsson, 25.7.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Þórdís og til hamingu með sólskinið og fallegan dag.

Ég er sammála þér um allt hitt las kaldhæðinn pistil um ástandið há Svani bloggvini þínum. Það vantar hugsjónafólk á þing.

Sigurður Þórðarson, 25.7.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband