Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.4.2009 | 12:06
Ógeðsleg auglýsing!
Þarf ekki SI að finna sér betri spunakarl?
Ég er reyndar oft ósammála femínistum, en hjartanlega sammála þeim í þetta skipti og fegin að þær gera athugasemd við þennan subbuskap.
![]() |
Auglýsing SI vekur hörð viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 12:01
Tillaga talsmanns vekur von...
Hvað um það - hafðu þökk fyrir framtakið Gísli og heimilin.is.
![]() |
Vill neyðarlög um íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 01:18
Til hamingju lesendur!
Fólk sem boðar aukinn trúverðugleika, áræðnari siðareglur og vinnubrögð, baráttu gegn árásum á tjáningarfrelsið og skilvirkari upplýsingalöggjöf!
Ekki skiptir minnstu máli að þetta fólk er þar að auki líklegt til þess að standa við kosningaloforðin, svona miðað við fyrri störf...
Ef Alþingiskosningar færu nú viðlíka vel... má leyfa sér að dreyma?
![]() |
Þóra Kristín kjörin formaður Blaðamannafélags Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 09:22
Mórall í algerum mínus
Búið er að reikna út að ekkert verði hægt að gera fyrir heimilin, ekki einu sinni að leiðrétta skuldastöðu sem tvöfaldaðist í krónum eftir stöðutökur óáreittra glæframanna gegn krónunni í fyrra.
Nú langar mig að sjá útreikninga, sem segir mér hvað hver flóttamaður kostar.
Inni í þeim útreikningum þarf að vera öll neysla, allar skattgreiðslur og öll gjöld sem hverfa út úr þjóðarbúinu með hverjum og einum.
Rétt væri að reikna líka 2.2 börn í alla á barneignaraldri.
Þeir sem ég þekki, sem eru að pakka í þessum skrifuðum orðum, ætla nefnilega ekki að koma aftur. Þeir sem eiga auðveldast með að fara eru þeir sem þjóðfélagið hefur fjárfest mest í, þ.e. iðn- og háskólamenntaðir.
Með hverjum sem fer, fer sú milljónafjárfesting í súginn, fyrir utan það sem tapast vegna neyslu þeirra ófæddu barnanna þeirra, svo og skattgreiðslna ef þeir væru á landinu.
Ef hægt væri að reikna út kostnað við það að skerða frelsi borgaranna með því að lýsa þá gjaldþrota eða setja í ævilangt skuldafangelsi - kostnað vegna streitutengdra veikinda, kostnað vegna fjarvista frá vinnu og lyfjakostnað vegna þunglyndis- og kvíðalyfja, væri líka fróðlegt að sjá þær tölur.
Því þótt lífshamingjan verði ekki látin í askana nema í óeiginlegri merkingu,
þá megum við vera viss um að óhamingja tugþúsunda manna kostar - kostar jafnvel meira en Icesaveklafinn.
Þegar Jóhanna er komin með þessa umbeðnu útreikninga í hendur, vil ég að hún segi þjóðinni hvort við höfum efni á því að missa bara einn úr landi! Af því vitanlega fer fólk, þegar því er ekki boðið upp á neitt nema afarkosti, óréttlæti, síaukna skattheimtu og stórfelldar skerðingar.
![]() |
Stjórnvöld leiðrétti erlend lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 18:23
Glæsilegur!
Hann er einn (fárra) nýju ráðherranna, sem hægt er að segja að sé að koma fram eins og honum sé umhugað um fólkið sem hann vinnur fyrir - og hjá.
Sömuleiðis einn fárra ráðamanna sem praktíserar það sem hann prédikar.
Fimm stjörnur!
![]() |
Ögmundur fær ekki ráðherralaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 10:58
Hvað kosta 30 þúsund "flóttamenn"?
Þetta er gjarnan unga og vel menntaða fólkið, fólkið sem eitt sinn var kallað framtíðin. Þeir sem eru svo heppnir að eiga ekki óseljanlegt húsnæði, þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um og eru þegar búnir að kaupa farmiða - aðra leiðina. Nú langar mig til þess að sjá útreikninga, sem segja mér hvað hverjir 10 þúsund flóttamenn kosta. Inni í þeim "útreikningum" þarf að vera öll neysla, allar skattgreiðslur og öll gjöld sem hverfa út úr þjóðarbúinu með hverjum og einum.
Án réttlætis verður engin sátt hérna. Þetta vita þeir sem ráða hérna.
Halda þeir virkilega að fólk sé svo háð því að vera hérna, að það láti ítrekaðar nauðganir yfir sig ganga án þess að grípa til sinna ráða?
Að skattpíning, samdráttur og stórfelld lífsgæðarýrnun, auk lélegustu menntakjara Vestur-Evrópu sé svo spennandi, að fólk gangist glatt undir slíkt af einskærri ættjarðarást?
Það eina "góða" við þessa frétt, er að nú er það opinbert. Það stendur ekki til að gera neitt fyrir heimilin, vegna þess að tvöföldun húsnæðisskulda eru einu "öruggu" lánin sem svikamyllurnar segjast eiga. Gjörið þið svo vel. Atgervisflótti - í boði Baugs, Björgólfsfeðga og, ekki síst, stjórnvalda.
![]() |
Hafnar flatri niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 21:30
Refsiengillinn Lisbeth Salander alin upp á Íslandi
Noomi Rapace, sem hét áður Noomi Norén, kveðst reyndar vera alin upp á Íslandi og eiga íslenskan stjúpföður! Það er Noomi sem leikur refsiengilinn Lisbeth Salander, eina litríkustu andhetju sem ég hef kynnst.
Eins og segir í fyrstu bókinni: ,,Hún leit út eins og hún væri nýstigin upp úr vikulangri orgíu með suddalegustu tegund af rokkurum."
En Lisbeth Salander stendur ekkert í því að vera fórnarlamb, þótt atvik og menn hafi leikið hana grátt. Hún er full af ískaldri reiði og vílar ekki fyrir sér að hefna sín, þegar og þar sem því verður við komið.
Verst að þurfa að bíða í heilt ár eftir að sjá Noomi í Stúlkan sem lék sér að eldinum.
![]() |
Norðurlandabúar flykkjast á norræna sakamálamynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 14:23
Icesave-þjófnaður lendir á þjóðinni
Er nú ekki dálítið vandséð hvernig þjóðarbúið eigi að ráða við slíka blóðtöku? Þeir sem eru að fara eru langt frá því allir atvinnulausir, þeir eru einfaldlega fólk sem er ekki tilbúið til þess að taka stórfelldum skerðingum á grunnþjónustu, í viðbót við síhækkandi álögur hins opinbera, í viðbót við Iceslave-skuldirnar (hvað varð eiginlega um allar þær hundruðir milljóna sem ryksugaðar voru út af þessum innlánsreikningum?), í viðbót við fréttir um að bankarnir afskrifi sex þúsund milljarða, nema "traustu" skuldirnar, sem eru húsnæðislánin okkar!
Steingrímur og Jóhanna, spáið í eitt: Ef þið gerið ekkert fyrir þá sem nú skulda tvöfalda þá upphæð sem þeir tóku að láni (gengislán) og þá sem sjá lánið hækka mánaðarlega í verðbólgunni (verðtryggð lán) - þá horfið þið fram á að lítill hluti þessara lána fáist innheimt. Þeir sem ekki verða farnir munu einfaldlega hætta að borga, þótt þeir nái að skrimta eins og er.
Því "þjóðarbúið" - það erum við. Og við höfum valið milli pestar og kóleru: Skuldafangelsi - eða landflótti.
![]() |
20% niðurfærsla 1.200 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2009 | 13:28
To Sir, with love!
![]() |
Málþing til heiðurs Jóni Baldvin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 17:03
Sniðugt að læsa hlöðunni núna...
Þetta yfirklór verður birt - á síðu 37, undir skipafréttum.
Glæsileg frammistaða misskilins manns.
Hver verður næstur til að misskilja hann?
Við bíðum í ofvæni.
![]() |
Forseti Íslands sendir yfirlýsingu til þýskra fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |