Mórall í algerum mínus

Búið er að reikna út að ekkert verði hægt að gera fyrir heimilin, ekki einu sinni að leiðrétta skuldastöðu sem tvöfaldaðist í krónum eftir stöðutökur óáreittra glæframanna gegn krónunni í fyrra.
Nú langar mig að sjá útreikninga, sem segir mér hvað hver flóttamaður kostar.
Inni í þeim útreikningum þarf að vera öll neysla, allar skattgreiðslur og öll gjöld sem hverfa út úr þjóðarbúinu með hverjum og einum.
Rétt væri að reikna líka 2.2 börn í alla á barneignaraldri.
Þeir sem ég þekki, sem eru að pakka í þessum skrifuðum orðum, ætla nefnilega ekki að koma aftur. Þeir sem eiga auðveldast með að fara eru þeir sem þjóðfélagið hefur fjárfest mest í, þ.e. iðn- og háskólamenntaðir.
Með hverjum sem fer, fer sú milljónafjárfesting í súginn, fyrir utan það sem tapast vegna neyslu þeirra ófæddu barnanna þeirra, svo og skattgreiðslna ef þeir væru á landinu.
Ef hægt væri að reikna út kostnað við það að skerða frelsi borgaranna með því að lýsa þá gjaldþrota eða setja í ævilangt skuldafangelsi - kostnað vegna streitutengdra veikinda, kostnað vegna fjarvista frá vinnu og lyfjakostnað vegna þunglyndis- og kvíðalyfja, væri líka fróðlegt að sjá þær tölur.
Því þótt lífshamingjan verði ekki látin í askana nema í óeiginlegri merkingu,
þá megum við vera viss um að óhamingja tugþúsunda manna kostar - kostar jafnvel meira en Icesaveklafinn.
Þegar Jóhanna er komin með þessa umbeðnu útreikninga í hendur, vil ég að hún segi þjóðinni hvort við höfum efni á því að missa bara einn úr landi! Af því vitanlega fer fólk, þegar því er ekki boðið upp á neitt nema afarkosti, óréttlæti, síaukna skattheimtu og stórfelldar skerðingar.


mbl.is Stjórnvöld leiðrétti erlend lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband