Icesave-þjófnaður lendir á þjóðinni

Horfum á málið frá þessu sjónarhorni: Vorið 1995 fóru 5000 manns úr landi, uppgefnir á svokallaðri "þjóðarsátt" þar sem allt hækkaði árum saman, nema launin. Vorið 2009 eru 30 þúsund manns að flytja úr landi, ef ekkert verður gert fyrir heimilin í landinu FYRIR kosningar.
Er nú ekki dálítið vandséð hvernig þjóðarbúið eigi að ráða við slíka blóðtöku? Þeir sem eru að fara eru langt frá því allir atvinnulausir, þeir eru einfaldlega fólk sem er ekki tilbúið til þess að taka stórfelldum skerðingum á grunnþjónustu, í viðbót við síhækkandi álögur hins opinbera, í viðbót við Iceslave-skuldirnar (hvað varð eiginlega um allar þær hundruðir milljóna sem ryksugaðar voru út af þessum innlánsreikningum?), í viðbót við fréttir um að bankarnir afskrifi sex þúsund milljarða, nema "traustu" skuldirnar, sem eru húsnæðislánin okkar!
Steingrímur og Jóhanna, spáið í eitt: Ef þið gerið ekkert fyrir þá sem nú skulda tvöfalda þá upphæð sem þeir tóku að láni (gengislán) og þá sem sjá lánið hækka mánaðarlega í verðbólgunni (verðtryggð lán) - þá horfið þið fram á að lítill hluti þessara lána fáist innheimt. Þeir sem ekki verða farnir munu einfaldlega hætta að borga, þótt þeir nái að skrimta eins og er.
Því "þjóðarbúið" - það erum við. Og við höfum valið milli pestar og kóleru: Skuldafangelsi - eða landflótti.
mbl.is 20% niðurfærsla 1.200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband