Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Blóðrautt sólarlag fjölmiðlafrelsis

Fáfræði er máttur!

Hvítþvottaráðuneytið


mbl.is Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Everybody knows

Everybody knows the boat is leaking,

everybody knows the captain lied.

Dallurinn rakst á ísjakann fyrir þremur vikum og "the captain" segist þurfa svigrúm!

Auk þess sem hann segir óbeinum orðum að okkur (les: almúganum) komi þetta bara ekki við. Nú væri fróðlegt að sjá RÚV-ara taka á Birgi Ármannssyni formanni allsherjarnefndar, sem telur ekki að setja eigi neyðarlög um að kyrrsetja eignir auðmanna sem áttu þátt í falli bankanna. (!)


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki búið að gera íslenskan almenning ábyrgan?

Misskildi ég það að Hollendingar hefðu stillt Mr Mathiesen upp við vegg og látið hann skrifa upp á samkomulag um innistæður Hollendinga á IceSave reikningum Landsbankans í Holllandi?

,,Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Wouter J Bos fjármálaráðherra Hollands áttu fund um málið í Washington þann 11. október sl. og eftir þann fund kvaðst Wouter ánægður með að staða hollenskra innistæðueigenda væri nú tryggð."

Ekki það að ég gæti ekki hafa misskilið þessa frétt, því mér er til dæmis fyrirmunað að skilja hvernig ríkið gat sett mig og aðra Íslendinga í ábyrgð fyrir útrás bankanna.

Eitt veit ég þó - fólkið (les: ráðamenn) sem ber ábyrgð á örlögum þjóðarinnar og er búið að ljúga upp í opið geðið á okkur vikum og mánuðum saman, er enn við völd. Og engin siðvæðing í sjónmáli, fremur en von um nokkuð annað en óðaverðbólgu, flokkaspillingu og einangrun.


mbl.is Hollendingar hóta málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Joker

Joker.jack
mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Ótímabært!"

Heyrðuð þið mannfýluna segja að aðgerðir vegna gengisfalls og hruns væru ,,ótímabærar!"

Er ekki allt í lagi heima hjá honum?


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar eitt stykki mannslíf?

Í frumvarpi okkar glæsta forsætisráðherra um bætur til Breiðavíkurdrengjanna, er lagt til að hið opinbera greiði fórnarlömbum miskabætur eftir tilteknu punktakerfi. Takið þó vel eftir því, að fórnarlömbin eiga að lyfta sönnunarbyrðinni, um að þau hafi í raun verið skemmd fyrir lífstíð. (!)
Halló! Það eru til tölulegar staðreyndir um hverjar afleiðingarnar urðu af hryllingsdvölinni í Breiðuvík.
Tæp níutíu prósent þeirra drengja sem þar voru í geymslu urðu afbrotamenn. Er það ekki nokkuð augljós sönnun?
Það skiptir engu máli hversu baldnir eða ofvirkir þessir drengir voru. Meðferðin á þeim, sem viðgekkst með blessun þeirra tíma barnaverndarnefnda, verður aldrei réttlætt.
Nú er komið á daginn, að samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi bráðlega, stendur til að bætur til þeirra sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu verði á bilinu 375 þúsund til tveggja milljóna. Líklega eru þessir handaurar hvorki verðtryggðir né með dráttarvöxtum, en verða væntanlega hæstir til þeirra sem fá sig til þess að útskýra fyrir nefndinni, að skortur á skólagöngu og samskiptum við foreldra og systkini, ofan á frelsissviptingu, þrælkun og kynferðislegri misnotkun frá sjö ára aldri; slík harðneskja á unga aldri, geri reyndar að verkum að menn falla saman af sársauka vegna myrkurs æsku sinnar og bíða þess ALDREI bætur. Ef af verður, hafa fórnarlömbin verið svívirt tvisvar; það er hvergi tíðkað nema meðal þeirra sem lifa við miðaldasiðgæði að fórnarlömbum sé gert að lyfta sönnunarbyrði um fyrirfram sannað, stórfellt andlegt og líkamlegt, ÓBÆTANLEGT tjón.
Ja, svei!


mbl.is Telja bætur of lágar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er ráð, nema...

Mæltu manna heilastur, Björn. En heldurðu að þú getir látið reyna á evruleiðina núna? Eða þurfum við að bíða eftir því að Flokkurinn samþykki nauðugur viljugur að gera þetta eftir næsta landsfund að ári; eftir að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja eru farin á hliðina? Dýfurnar á gengi krónunnar og okurvextirnir gera atvinnulífinu ómögulegt að halda áfram og einstaklingar ráða ekki við verðlagshækkanir á allri neysluvöru, ofurvexti og verðtryggingu lána.
Ef hratt er unnið, má fá faglega niðurstöðu um það hvort evruleiðin þín er fær og niðurstaða gæti jafnvel legið fyrir áður en skólarnir hefjast! Þá er vitanlega verið að ganga út frá því, að vilji og áhugi sé til að kanna þetta í alvöru.
mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof...

...að Oliver litla var bjargað heilum á húfi. Fátt getur verið skelfilegri upplifun en þetta, hvort sem er fyrir börn eða foreldra. Húrra fyrir ykkur Rejsehold og danska lögga, takk fyrir að finna drenginn strax.
mbl.is „Afi, löggan gaf mér kók"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir AFL!

Loksins eru menn að láta heyra í sér á landi ísa! Nokkrum vikum eftir að gengið var frá kjarasamningi finnur fólk sig knúið til að efna til mótmæla á götum úti og vörubílstjórar hafa verið ,,strákarnir okkar" undanfarna daga. Tæp 80% landsmanna fordæma fádæma bruðl hins hrokafulla (og sambandslausa við umheiminn) Geirs H Haarde og lagsmær hans, Marie Antionette. GHH hefur ítrekað lýst því yfir að hann ætli ekkert að gera til þess að slökkva eldinn í götunum og nú er AFL að bætast í hóp þeirra þegna Geirs konungs sem telja nýgerðum kjarasamningum stefnt í hættu með þeim verðhækkunum sem dynja á landsmönnum þessa dagana. AFL krefst þess að tafalaust verði gripið til aðgerða til verndar kaupmætti launafólks, auk þess að lýsa yfir stuðningi við ,,strákana okkar". Kannski er búið að treysta of lengi á þrælslund almennings?


mbl.is Vilja að Starfsgreinasambandið fari í aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Follow the money!

Þegar glæpur er framinn, er oft gott að hefja rannsókn á því að athuga hver hafði af honum hagnað. Hverjir græddu á falli krónunnar? Jú, ,,óprúttnir spákaupmenn" og svo fullyrðir breska Times að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða íslenskra króna á gengisfalli íslenskru krónunnar á undanförnum vikum.
Times segir að stóru íslensku bankarnir gert ráð fyrir því í tvö ár að gengi krónunnar myndi lækka og þeir hafi því tekið stöðu gegn krónunni. Þá hafi bankarnir einnig átt mikil viðskipti við evrópska fjárfesta, sem hafi keypt íslenskar krónur til að hagnast á háum vöxtum á Íslandi. Þetta hafi skilað bönkunum 155 milljarða króna tekjum frá ársbyrjun. Í öllum bænum, ekki fara að fresta öllum nauðsynlegum aðgerðum til þess að egna gildru fyrir ,,kónana".

Maður, líttu þér nær!


mbl.is Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband