Var ekki búið að gera íslenskan almenning ábyrgan?

Misskildi ég það að Hollendingar hefðu stillt Mr Mathiesen upp við vegg og látið hann skrifa upp á samkomulag um innistæður Hollendinga á IceSave reikningum Landsbankans í Holllandi?

,,Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Wouter J Bos fjármálaráðherra Hollands áttu fund um málið í Washington þann 11. október sl. og eftir þann fund kvaðst Wouter ánægður með að staða hollenskra innistæðueigenda væri nú tryggð."

Ekki það að ég gæti ekki hafa misskilið þessa frétt, því mér er til dæmis fyrirmunað að skilja hvernig ríkið gat sett mig og aðra Íslendinga í ábyrgð fyrir útrás bankanna.

Eitt veit ég þó - fólkið (les: ráðamenn) sem ber ábyrgð á örlögum þjóðarinnar og er búið að ljúga upp í opið geðið á okkur vikum og mánuðum saman, er enn við völd. Og engin siðvæðing í sjónmáli, fremur en von um nokkuð annað en óðaverðbólgu, flokkaspillingu og einangrun.


mbl.is Hollendingar hóta málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband