14.5.2009 | 09:38
Hvaða "kynslóð"?
Er þetta enn eitt spinnið?
Það voru 30 menn og 3 konur, engin "kynslóð".
Og með réttu á enginn að borga nema sá sem olli.
Hér er nógu harðbýlt án þess að þurfa að halda uppi ítrekuðum ránum -
fyrst bankaránum - svo jöklabréfaránum.
Almenningur - sem mennn halda að muni borga þessar skuldir - tók þær ekki og skrifaði hvergi undir þær.
Almenningur tók ekki stöðu gegn krónunni.
Almenningur gaf ekki út jöklabréf.
Almenningur heldur ekki úti okurvöxtum - og stendur raunar ekki undir þeim heldur.
Viljið þið ekki hætta að tala niður til okkar - það er hætt að hafa tilætluð áhrif. Við erum ekki til í að bíða hrædd og hnípin lengur.
Nú er bara að segja satt og rétt frá og tala við okkur sem jafningja - því sá sem er að borga fyrir þig, er jafningi þinn.
![]() |
Hrunið eins og Eyjagosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 09:20
Hverjir eru "eigendur þessara eigna"?
Hver ræddi við "eigendur þessara eigna"?
Hvað heita "eigendur þessara eigna"?
Á hvaða tungumáli var rætt við "eigendur þessara eigna"?
Hverjir eru "eigendur þessara eigna"?
Svar óskast frá Seðlabanka Íslands.
![]() |
Milljarðar í vexti í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 18:57
Furðulegt hátterni Dana
Er að fylgjast með dönsku fréttunum - þar sem kemur fram að nýi forsætis, Lars Lökke, sætir nú ákúrum fyrir eyðslu sína á stól heilbrigðisráðherra.
Það er verið að tala um ráðherraábyrgð - hugtak sem ég hef aldrei heyrt fyrr.
Og að ráðherra beri (líka í þátíð) að haga verkum þannig að þau kosti sem minnst fyrir skattborgarana! Hafa þeir ekki heyrt um íslenska módelið, þessir menn?
Að æðsta skylda ráðherra sé að moka undir sjálfan sig og devil take the hindmost!
Má ég þá biðja um alvöru menn, sem sitja fastir í stólunum, langt langt framyfir síðasta söludag.
3.5.2009 | 16:14
Gylfaginning
Þakka þér fyrir þennan hrokafulla boðskap, Gylfi - þú varst að herða fólk í þeim ásetningi að hætta nú að borga - hætta að bera í botnlausa hítina.
Og staðfesta það sem gengur fjöllum hærra: Að stjórnvöld reikni með að heimilin í landinu láti þetta lánamisrétti yfir sig ganga, þar sem það óttast að missa heimili sín.
Hér er fréttaskot: Stjórnvöld verða að reiða sig á eitthvað meira en að þessi ótti verði til þess að heimilin láti vaða yfir sig - til dæmis alvöru aðgerðir - og ekki byrja með bútasaumsteppið með bútunum 18.
Þú talar um að fólk "komi sér í vandræði" hætti það að greiða af lánum.
FYI - þessu sama fólki var KOMIÐ Í vandræði af óábyrgum stjórnmálamönnum sem dönsuðu Hrunadans við auðvaldið, þar til landið sökk. Þú bætir um betur og segir að þetta sé ,,svo fráleit hugmynd, að ekki þurfi að velta því fyrir sér að hún gerist í stórum stíl!"Þú talar niður til fólks "í stórum stíl" - er það dæmi um að tilgangur auðvaldsins sem rændi þjóðina helgi meðalið?
Eða ert þú lénsherra, sem veit að undirsátarnir hafa ekki og munu aldrei hafa sjálfstæðan vilja, hvað þá sjálfstæða hugsun?Orð þín og ótrúleg ósvífni benda til annars hvors - þú segist vera ráðherra viðskipta og ert að hóta lántakendum. Hvaðan er sá hugsunarháttur? Hulan er fallin frá augum okkar núna.Ég er nefnilega vinnuveitandi þinn og þess vegna áttu að sýna mér virðingu.
Fyrir 10 dögum sagðirðu það ,,fullkominn misskilning" að þjóðarbúið rambaði á barmi gjaldþrots og ennfremur að tjónið við hrunið væru fyrst og fremst peningalegar eignir, en eftir stæðu raunverulegar eignir og var þar fyrstur talinn mannauðurinn. Gylfi, mannauðurinn er á leiðinni úr landi. Og auðvitað blasir allsherjar kerfishrun við á næstu mánuðum og misserum með atvinnuleysi upp á marga tugi prósenta - og það alveg án þess að nokkur hætt að borga húsnæðislán.
Hrokafullt svar þitt við kröfu Sigmundar Davíðs um að fá birta niðurstöðu mats Oliver Wyman á eignum gömlu bankanna var líka fáránlegt og þú vílaðir ekki fyrir þér að fara í ráðamannalygaferð til New York, þar sem þú sagðir ,,miklu máli skipta að uppgjörið vegna bankahrunsins verði sanngjarnt og gagnsætt til að endurvekja trú alþjóðasamfélagsins á íslensku viðskiptalífi."
Gylfi, skítt með trú alþjóðasamfélagsins, það mun hvort eð er ENGINN lána Íslandi næsta áratug nema AGS. Það erum við hérna, skattborgarar og skuldarar, sem þarf að sýna sanngirni. Þú þarft að endurvekja trú mína og minna þjáningasystkina, sem voru rænd, rænd af sínu eigin fólki. Svo ert þú og þínir líkar að koma og ýmist að bera á borð fyrir okkur frasa eða hroka! Finnst þér hrokinn vera það sem best dugar á pöbulinn? Heldurðu að hroki þinn verði til þess að almenningur borgi skuldir óreiðumanna þegjandi? Og, náttúrulega, kaupið þitt.
Merkilegt, í janúar virtistu vera manneskja, en daginn eftir að þú settist í stólinn varstu orðinn maðurinn sem sagði: ,,Ef eitthvað verður gert fyrir heimilin, ÞÁ fer efnahagslífið hérna á hliðina." (!)Loks vil ég taka undir orð Axels Péturs í Gylfi 180°: ,,Mín skilaboð til Gylfa eru: Vanhæfur ráðherra, taktu pokann þinn og farðu heim!
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 12:06
Ógeðsleg auglýsing!
Þarf ekki SI að finna sér betri spunakarl?
Ég er reyndar oft ósammála femínistum, en hjartanlega sammála þeim í þetta skipti og fegin að þær gera athugasemd við þennan subbuskap.
![]() |
Auglýsing SI vekur hörð viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 12:01
Tillaga talsmanns vekur von...
Hvað um það - hafðu þökk fyrir framtakið Gísli og heimilin.is.
![]() |
Vill neyðarlög um íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 01:18
Til hamingju lesendur!
Fólk sem boðar aukinn trúverðugleika, áræðnari siðareglur og vinnubrögð, baráttu gegn árásum á tjáningarfrelsið og skilvirkari upplýsingalöggjöf!
Ekki skiptir minnstu máli að þetta fólk er þar að auki líklegt til þess að standa við kosningaloforðin, svona miðað við fyrri störf...
Ef Alþingiskosningar færu nú viðlíka vel... má leyfa sér að dreyma?
![]() |
Þóra Kristín kjörin formaður Blaðamannafélags Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 09:22
Mórall í algerum mínus
Búið er að reikna út að ekkert verði hægt að gera fyrir heimilin, ekki einu sinni að leiðrétta skuldastöðu sem tvöfaldaðist í krónum eftir stöðutökur óáreittra glæframanna gegn krónunni í fyrra.
Nú langar mig að sjá útreikninga, sem segir mér hvað hver flóttamaður kostar.
Inni í þeim útreikningum þarf að vera öll neysla, allar skattgreiðslur og öll gjöld sem hverfa út úr þjóðarbúinu með hverjum og einum.
Rétt væri að reikna líka 2.2 börn í alla á barneignaraldri.
Þeir sem ég þekki, sem eru að pakka í þessum skrifuðum orðum, ætla nefnilega ekki að koma aftur. Þeir sem eiga auðveldast með að fara eru þeir sem þjóðfélagið hefur fjárfest mest í, þ.e. iðn- og háskólamenntaðir.
Með hverjum sem fer, fer sú milljónafjárfesting í súginn, fyrir utan það sem tapast vegna neyslu þeirra ófæddu barnanna þeirra, svo og skattgreiðslna ef þeir væru á landinu.
Ef hægt væri að reikna út kostnað við það að skerða frelsi borgaranna með því að lýsa þá gjaldþrota eða setja í ævilangt skuldafangelsi - kostnað vegna streitutengdra veikinda, kostnað vegna fjarvista frá vinnu og lyfjakostnað vegna þunglyndis- og kvíðalyfja, væri líka fróðlegt að sjá þær tölur.
Því þótt lífshamingjan verði ekki látin í askana nema í óeiginlegri merkingu,
þá megum við vera viss um að óhamingja tugþúsunda manna kostar - kostar jafnvel meira en Icesaveklafinn.
Þegar Jóhanna er komin með þessa umbeðnu útreikninga í hendur, vil ég að hún segi þjóðinni hvort við höfum efni á því að missa bara einn úr landi! Af því vitanlega fer fólk, þegar því er ekki boðið upp á neitt nema afarkosti, óréttlæti, síaukna skattheimtu og stórfelldar skerðingar.
![]() |
Stjórnvöld leiðrétti erlend lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 18:23
Glæsilegur!
Hann er einn (fárra) nýju ráðherranna, sem hægt er að segja að sé að koma fram eins og honum sé umhugað um fólkið sem hann vinnur fyrir - og hjá.
Sömuleiðis einn fárra ráðamanna sem praktíserar það sem hann prédikar.
Fimm stjörnur!
![]() |
Ögmundur fær ekki ráðherralaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 10:58
Hvað kosta 30 þúsund "flóttamenn"?
Þetta er gjarnan unga og vel menntaða fólkið, fólkið sem eitt sinn var kallað framtíðin. Þeir sem eru svo heppnir að eiga ekki óseljanlegt húsnæði, þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um og eru þegar búnir að kaupa farmiða - aðra leiðina. Nú langar mig til þess að sjá útreikninga, sem segja mér hvað hverjir 10 þúsund flóttamenn kosta. Inni í þeim "útreikningum" þarf að vera öll neysla, allar skattgreiðslur og öll gjöld sem hverfa út úr þjóðarbúinu með hverjum og einum.
Án réttlætis verður engin sátt hérna. Þetta vita þeir sem ráða hérna.
Halda þeir virkilega að fólk sé svo háð því að vera hérna, að það láti ítrekaðar nauðganir yfir sig ganga án þess að grípa til sinna ráða?
Að skattpíning, samdráttur og stórfelld lífsgæðarýrnun, auk lélegustu menntakjara Vestur-Evrópu sé svo spennandi, að fólk gangist glatt undir slíkt af einskærri ættjarðarást?
Það eina "góða" við þessa frétt, er að nú er það opinbert. Það stendur ekki til að gera neitt fyrir heimilin, vegna þess að tvöföldun húsnæðisskulda eru einu "öruggu" lánin sem svikamyllurnar segjast eiga. Gjörið þið svo vel. Atgervisflótti - í boði Baugs, Björgólfsfeðga og, ekki síst, stjórnvalda.
![]() |
Hafnar flatri niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |