Hvílík sjálfstæðisyfirlýsing!

Táknrænn gjörningur á táknrænum degi. Þessi maður taldi sig ekki hafa neinu að tapa - og slíkur maður er hættulegasti maður í heimi.

Sama dag kemur svo frétt sem í segir: ,,Leysa skal úr hugsanlegum ágreiningi vegna Icesave samnings Íslendinga og Hollendinga fyrir breskum dómstólum."Og til þess að kóróna þetta, er þetta dagurinn sem þjóðin fagnar sjálfstæði sínu í 65. sinn. Hvaða sjálfstæði? Fjárhagslegu? Þjóðréttarlegu?Nei, eitthvað er rotið á landi ísa.

Landráðastjórnin er búin að afsala fullveldi Íslands til Bretlands - í skjóli nætur, talandi um myrkraverk. Nú er ljóst hvers vegna hvorki þjóð né þing má sjá samninginn.

Í ræðu sinni í dag sagði forsætisráðherra: ,,Við verðum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð sem í okkur sjálfum býr og afkomendum okkar." Kæra frú, þú og þín ríkisstjórn sýnið okkur borgurunum ekki á neinn hátt að þið viljið ekki "missa" okkur. Þvert á móti - þið sparkið í hnésbætur þeirra sem standa á bjargbrúninni. Því munuð þið "missa" okkur - og það fyrr en þið haldið.

Og fyrst ég er nú að ávarpa þig beint: Í öllum bænum hlífðu fólki við því að tala við það sem "okkur" - við erum ekki í þínu liði. Hafðu skömm fyrir aðgerðarleysi, getuleysi og úrræðaleysi þinnar stjórnar.

Skömm sem nær langt út yfir enn einn örlagaríkan dag fyrir íslenska þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband