Færsluflokkur: Mannréttindi

Þegar ég verð gömul

 Ég á afmæli í dag. Langar að deila með öllum afmælisbörnum dagsins, sem m.a. eru Anna Benkovic og Reynir Traustason, svo og vinum og vandamönnum, öllum Sporðdrekum, skattborgurum, kjósendum, neytendum, börnum og öllum öðrum landsmönnum, þessum hugsanlega tímabæru hugleiðingum:

 

,,Ég ætla að ganga í vínrauðu þegar ég verð gömul

 Með rauðan hatt sem misklæðir mig og er kolvitlaus litur Eyða lífeyrinum í koníak og gjálífi silkikjóla og glerskó  og segja við eigum ekki fyrir mjólk. Setjast á gangstéttina þegar ég verð þreytt Standa sem fastast við borðin á smakkdögum í búðunum Fara í bófahasar á Óðinsgötunni Og bæta upp bælda æsku þar sem ég fékk ekki nema svona tvisvar á ári að vera úti á peysunni. Ég ætla út á ballkjól í rigningu Og tína blóm úr annara manna görðum Læra að blístra í fingurna – hrikalega hvellt! Var samt að spá í hvort ég ætti ekki að byrja á þessu fljótlega? Svo fólk hrökkvi ekki í kút 

Þegar ég fer að ganga í vínrauðu."

Guð blessi ykkur öll,

  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband