"Mín innri gyðja..."

Gott mál að E.L. James er svona söluhá og getur þá kannski keypt sér nýjan fatnað - klæðilegan í þetta sinn, plís.
Hún mun nefnilega aldrei vinna til verðlauna fyrir texta sinn, sem er vægast sagt flatur.
Í svo að segja hvert skipti sem grey Grey er nefndur, dúkkar upp orðið "Adonis" (guð fegurðar), sem ævinlega "hvessir grá augun" á Anastasíu, sem sjálf talar í sífellu um "sína innri gyðju". (!)
Það sem Grey vill í rúminu er til skiptis sjokkerandi og afkáralegt og kynlífskaflarnir valda stöðugum kjánahrolli.
Þar með er ekki sagt að konur (og menn) eigi ekki að lesa bókina. Erótískar bækur eru (aftur) komnar í tísku.
Og kannski allt í lagi að viðurkenna, að konur eru líka kynverur, eða hvað finnst ykkur?

mbl.is Kallað mömmuklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Konur... kynverur? Hmmm...

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband