25.7.2009 | 00:00
Niðurstaðan komin!
Nú ætla ég að segja ykkur hvernig niðurstaðan verður - þeir sem nenna ekki að bíða til 2010 - eða var það 2020?
Hún verður svona:
,,Mikilvægt er að tryggja að Ísland verði áfram best í heimi
land sem býður þjóð sinni mestu lífsgæði sem völ er á. (!)
Svo er þessi klausa, sem nýja nefndin ætti kannski að athuga, aðallega
síðustu setninguna:
,,Þeir þættir, sem byggja upp einkenni þjóðar, eru meðal annars aðgerðir
ríkisstjórnar, menningin, vörur og þjónusta ásamt tungumálinu. Þetta eru
þau einkenni sem þjóðin telur rétt að sýna umheiminum og þau loforð sem
þau fela í sér. Um slík einkenni eða loforð verður að vera góð samstaða
og framtíðarsýnin þarf að vera skýr.
Þurfa þau að grundvallast á því sem þjóðin og landið stendur í raun og
veru fyrir því annars verður fljótt holur hljómur í skilaboðunum.
Holur hljómur?
,,Það er verðugt og mikilvægt verkefni að reyna að hafa áhrif á, bæta og
viðhalda ímynd þjóðar. Ekki má beygja snögglega af leið né fara of seint
af stað í slíka vinnu því ef neikvæð mynd hefur byggst upp af landi og
þjóð er erfitt að bæta hana."
,,Undirstaða samfélagsins er að allir búi við frelsi, mannréttindi og efni
til að njóta hæfileika sinna og ráða eigin lífi."
Semsagt: "allir".
,,Veik ímynd Íslands, innanlands sem utan, felur í sér vanþekkingu
hagsmunaaðila á einkennum og eiginleikum þjóðarinnar og hún er hættuleg
atvinnu- og efnahagslífi, hagþróun og samfélagsgerð sem Íslendingar
kjósa að búa við."
Takið eftir: hagsmunaaðila!
Svo kemur rúsínan:
,,Ímynd landsins er lítil og veik og ljóst er að gera þarf bragarbót á.
Nauðynlegt er að bæta skipulag og samræmingu aðgerða, skilgreina ábyrgð
og verja meiri fjármunum til málaflokksins. Þetta þarf að gera með þeim
aðilum sem nú þegar sinna kynningarstarfi fyrir hönd stjórnvalda og helstu
útflutningsgreina. Sjá einnig t.d. viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson á
forsíðu Viðskiptablaðsins 19. febrúar 2008 í grein sem ber yfirskriftina
Við Íslendingar eigum við meiriháttar ímyndarvandmál að stríða, en þar
segir Jón Ásgeir m.a.: Þegar kemur að ímynd Íslands er það engin spurning
að stjórnmálamenn verða að eyða tíma í að kynna land og þjóð erlendis og
koma kannski fram meira sjálfir í stað þess að senda aðra fyrir sig.
Það þarf að virkja alla til þess, hvort sem það eru sendiráð Íslands eða
annað. Þetta er greinilegt vandamál fyrir okkur.
Ísland skipi sér á ný í fremstu röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er meira bullið í þessu hjá þér.
Það sem skiptir máli að láta ekki heilaþvo sig.
Við vitum flest að okkar sjálfsímynd er í góðu lagi. En það eru margir stjórnmálamenn (undirmálsmenn) hér á landi, sem eru að reyna gera okkur að aumingjum í augum alþjóðasamfélagsins. Því fyrr sem fólkið áttar sig á þeim athöfnum og gjörðum þessara stjórnmálamanna, því fyrr kemur batinn í Íslenska samfélagið.
Það voru Viðskiptamenn á svipuðu "kaliberi" og Jón Ásgeir, sem komu okkur á þetta stig"flóttans" en það eru sem betur fer menn sem sjá til lands í þessari niðurbylgju, sem ég vil kalla, menn sem bera höfuðið hátt og eru tilbúnir til að bera Ísland aftur til þess lífsstandarðs sem það á skilið.
Það verður ekki gert með því að gefa laun til nefndarmanna til eins árs, eða 2,5 milljónir á kjaft, eins og boðað hefur verið.
Það verður gert launalaus.
Launalaust vegna einlægrar trúar þeirra einstaklinga Íslands, á land sitt og þá gjöfulu afurðir sem þeirra ættjörð býr yfir.
Þetta eru íslendingar sem hafa hafa góða ímynd.
Eggert Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.