Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ísafold og Ræningjarnir 40

Samkvæmt OECD skýrslu fyrir síðustu þrjá mánuði 2009, hafði einkaneysla á Íslandi dregist saman um 16,5% - en "government consumption" um heil 1,9%.
Þá eru 98,1% eftir í pottinum. Síðan hefur ekkert breyst.
Við erum að tala um batterí sem virðist á stundum bara hrein dýrafita. Semsé ekki fjölómettuð, heldur þessi sérdeilis óholla fita sem endar bara með kransæðastíflu eða þaðan af verra.
Hinum megin við þau stjórnvöld sem gætu skorið niður fituna - verum bara pen - um 38,1% - ef einhver vilji væri til þess - erum við. Við sem bloggum og borgum og þjáumst af kvíða - mest í hljóði af því það er ellefu mánað bið hjá geðlækninum og það er ekki hægt að leggja þessar hugsanir á vinina - sem hafa sitt að kljást við. Fyrir utan að blogga og borga og vera með kvíðahnút í maganum í eitt og hálft ár - erum við ábyrg fyrir partýinu sem ræningjarnir 40 buðu í. Nei, ég veit, þeir buðu ekki okkur - heldur sjálfum sér og spúsunum. En við eigum samt að borga.
Við erum ábyrg fyrir þeirra gróða af því við vorum svo barnaleg að trúa því - trúa því jafnvel heitt og innilega, að það væri einstakt að vera Íslendingur.
Spretta á fætur á sunnudagskvöldum þegar þjóðsöngurinn kom í sjónvarpinu, leggja hönd á brjóst og finna ástina og stoltið sem fylgdi því einu sinni að vera Íslendingur.
Og af því að okkur fannst varið í að vera Íslendingar - þá kusum við yfir okkur stjórnvöld - sem síðan klúðruðu okkar málum big time - og þess vegna erum við ábyrg fyrir sparifé fólks úti í löndum og þess vegna hefur fólk sem við kusum yfir okkur verið í öðru (mikilvægara) en að sinna okkur - sem eigum samt að borga gillið. Okkur er sagt: "Enginn mannlegur máttur getur lagað þjófnaðinn frá þeim sem tóku  húsnæðislán í erlendri mynt."

Ég tók t.d. lán upp á kr 13,6 milljónir árið 2007. Á síðustu skattskýrlu (sem er forprentuð) þurfti ég að skrifa upp á að lánið stæði nú í kr 31 milljón. Það var ekki hægt að breyta þessari upphæð - það var annað hvort að láta upphæðina standa eða ekki geta sent skýrsluna inn. Þetta lít ég á sem blackmail.

En stóra málið okkar tugþúsunda sem erum í þessari stöðu að lán hafa nær þrefaldast á þreumr árum, er að ég eða þú eða einhverjar aðrir landar kusu eitthvert fólk sem svo kom í ljós að var ekki traustsins vert. Þess vegna þurfum við að borga þetta eða láta lífið ella á flótta undan skattyfirvöldum. Því þeir elta litla kellingu eins og mig og litla kalla eins og þig. Við erum ekki með neinn her sem stekkur til að verja okkur í ræðu og riti. Ég er ekki með þennan her og við þessir 30 þúsund einstaklingar hér á landi sem lifum undir svokölluðum lágtekjumörkum erum ekki með þennan her.
Þessi her er til, en hann berst einungis fyrir Ræningjana 40.
Og fólkið sem við kusum yfir okkur síðast er heldur ekki okkar megin í tilverunni.
Það versta er samt, að við megnum ekki að vera vinir okkar sjálfra.

Þess í stað bloggum við, í stað þess að taka okkur saman í andlitinu - fyrir hádegi á morgun - og koma því til skila til allra viðkomandi aðila - allra sem málið er skylt - að þetta gengur ekki lengur.

 


mbl.is Breytingar ræddar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifaminnsta fólk í heimi

Time Magazine var að birta listann yfir áhrifamesta fólk í heimi.

Ekkert sem kemur á óvart; það eru Barack og Oprah.

Svo eru þeir líka með áhrifaminnsta fólk í heimi og þar birtast nokkrir góðkunningjar neðst á listanum, á eftir Lindsay Lohan. Verð bara að deila þessu með ykkur, góðir hálsar:

Lindsay Lohan, Actress
Things are not good when you're suing babies.
Michael Lohan, Lindsay Lohan's dad
He's engaged to Jon Gosselin's ex-girlfriend.
Mark Sanford, Governor of South Carolina
Before he "hiked the Appalachian Trail" with an Argentine journalist, the still sitting governor of South Carolina was a top contender for the 2012 Republican presidential nomination. Now he's going to enter the private sector. A sector so private, a man can go on a fake hiking trip alone and no one will care.
Björgólfur Gudmundsson
Former owner and chairman of the Icelandic bank Landsbanki
Iceland's second billionaire ever — the first was his son, Thor Björgólfsson (in Iceland, your last name is just your dad's first name plus either -sson or -dottir) — he went from being worth $1.1 billion to $0. And he's being investigated. And he destroyed his country's economy. And Gordon Brown used antiterrorist laws to freeze Landsbanki's U.K. holdings. And he named his bank Landsbanki. The British hate him more than they hate his country's volcanoes.
Jón Ásgeir Jóhannesson, Icelandic businessman
When you're a good-looking dude who sells clothing, you have to really screw up to have people protest in the streets against you. And for your ex-mistress to talk about your sex life during an accounting trial. Anyway, no one is lending him money now. Not even in kronur.
Hreidar Már Sigurdsson
Former head of the failed Icelandic band Kaupthing
I kind of went down a Wikipedia hole with the Icelandic financial crisis.
Bernie Madoff
Wall Street fraudster, prisoner No. 61727-054
Prisoners won't even invest their cigarettes with him.

Greece
European country
Hairy-chested, aggressive with women, charmingly backward — you briefly charmed us with that big, fat wedding. Then you spent so much more money than you made, you forced the E.U. to bail you out. It will be a long time before we watch a movie about you again.

Jack Abramoff
Lobbyist
He is in prison only until December, so it's got to be hard organizing long-term sports gambling there.
Nicollette Sheridan, Actress
The other, nonfired Desperate Housewives don't have her back in her lawsuits against the show's creator.
Dick Fuld, The last CEO of Lehman Brothers ever
That has to be hard to explain on a résumé.


Aska fellur á sjötugsafmæli Margrétar Þórhildar

Öskufallið truflar nú einnig sjötugsafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar á morgun, en norska og sænska kóngafólkið neyðist til þess að koma með lest til Kaupmannahafnar, þar eð flugi hefur verið aflýst.

Kastrupflugvelli er lokað og Søren Hedegaard Nielsen, blaðafulltrúi Kastrupflugvallar, segir að lokunin gildi bæði fyrir þá með blátt og rautt blóð. Hann veit ekki hvernig fer með gesti drottningar frá öðrum löndum en Norðurlöndum og segir: Þetta hefur aldrei gerst hjá okkur fyrr og það er ekki eins og við höfum verið búnir að reikna þetta inn í flugferðaáætlunina.

Hinn almenni Dani er okkur reiður vegna þess að askan er að eyðileggja afmælið fyrir drottningunni!
Það þýðir ekkert að benda fólki á að við ráðum ekki beinlínis veðrum og vindum, hvað þá eldfjöllum og  hvenær þau gjósi!


mbl.is Flugumferð bönnuð um Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljósi hæjakkað

Í Kastljós áðan var ömurlegt að sjá þættinum væri hæjakkað yfir í að vera framboðsræða eins aðilans þarna. Þarf ekki líka að setja reglur um það? Þetta er í þriðja sinn sem ég sé þetta síðan á mánudag; Jónas Fr. gat lifað með því að tala um sinn "árangur"; Ólafur Ragnar í útvarpinu taldi árangur að vera hvergi í fyrstu 7 bindunum og fátt annað komst að og svo Bjarni núna, að hæjakka þátt þar sem er verið að reyna að tala um vandamál landsins í alvöru.
Það á strax að byrja að afneita skýrslunni og þeim áfellsidómi sem þar kemur fram.
Ég er ekki að meika svona Ísland. Það var ekki bara haft af mér heimilið mitt.
Það var haft af mér móðurlandið.


Haugalygi Sigurjóns digra

Ég tók húsnæðislán í Landsbankanum vorið 2007.

Var eindregið ráðlagt af þjónustufulltrúa bankans að taka þessar rúmu 13 milljónir í erlendri mynt, til þess að losna við háa innlenda vexti og hvað þá við verðtrygginguna.

Þegar ég var að senda inn skattskýrslu í síðustu viku, sá ég að NBI (gamli bankinn með nýrri kennitölu), skráir upphaflega lánsfjárhæð sem kr. 27.4 milljónir. Og heildarskuld sem 31 milljón.

Bankinn hefur semsé einhliða breytt (ó)láninu í íslenskt lán og sett það á gömlu verðtryggingarskilmálana. Ég var ekki spurð og ekki beðin um að kvitta undir þessa sögufölsun.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna, voru um 28 þúsund heimili í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði.

Nú er ég að vona að bara helmingur þessara heimila taki höndum saman og krefjist skilyrðislausrar leiðréttingar á þessum stökkbreyttu lánum okkar. Við verðum að standa saman og mótmæla því óréttlæti sem að við erum beitt, því lþað er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn geri það ekki.


mbl.is Húsnæðislánin voru „tómt rugl"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsigyðjan Lisbeth Salander

Þeir sem ekki geta fengið nóg af Lisbeth Salander, ættu endilega að fara inn á vef sænska sjónvarpsins. Þar má líta allan fyrsta þáttinn af sjónvarpsútgáfunni, sem fór í loftið í gær.

http://svtplay.se/t/128376/millennium_-_hela_historien

Þetta er lengri útgáfa en myndin, en endilega ekki fara að telja saman: þetta var með í myndinni og þetta var ekki með - það skiptir engu máli.

Það sem skiptir máli er að njóta þess, sérstaklega fyrstu tveggja þáttanna eftir Menn sem hata konur, því það verður að viðurkennast að Nils Arden Oplev hafði töluvert betri tök á málum en sá leikstjóri sem gerði myndirnar eftir seinni bókunum.

Njótið!


Dorrit og Streisand-áhrifin

Dorrit virðist ekki óttast Streisand-áhrifin sem þessi krafa um afsökunarbeiðni og að fréttin verði dregin til baka mun óhjákvæmilega valda:

The Streisand effect is a primarily online phenomenon in which an attempt to censor or remove a piece of information has the unintended consequence of causing the information to be publicized widely and to a greater extent than would have occurred if no censorship had been attempted.

Ef ég væri ráðgjafi hennar eða bara vinkona sem vildi henni vel, hefði ég sagt henni að láta þessa neðanmálsgrein Jonathans Russel algerlega eiga sig - ekki að byrja að blása í glæðurnar!


mbl.is Dorrit krefur breskt blað um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáanlegur samdráttur í DK

Í Danmörku er nýbuið að segja upp allt að 10% hjúkrunarfólks hvers spítala.

Í þeim sveitarfélögum sem verst standa er verið að segja upp grunnskólakennurum.

Í Danmörku er líka nýkomin út spá sem segir að kreppubotni verði ekki náð fyrr en 2012.

Var ekki Steingrímur að segja að við kæmumst upp úr okkar forarpytt í lok þessa árs?

Annað hvort er Steingrímur að fegra ástandið eða Danir að sverta það all verulega. 


mbl.is Meiri samdráttur í Finnlandi og Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúkur í dollu

Fyrir viku var verið að deila um í Danmörku hvort menningarráðherrann mætti hafa skoðanir.
Margir kollegar hans sögðu nei takk, ómögulega, ekki ráðherra með skoðanir hér.
Sem ráðherra á maður að viðhafa "armslængde".
Er það nú ekki mögnuð stefna, svona út af fyrir sig?
Á okkar landi viðhafa ráðherrar 10 foot pole-lengdina - eins og í: I wouldn´t touch it with a 10 foot pole.
Það væri anzi langur armur, rúmlega 3 metrar.
Þeir hafa allir alltaf verið að æfa lögreglukórinn það árið.

Per Stig Möller, fv. utanríkisráðherra, núv. menningarráðherra Danmerkur,
leyfði sér að lýsa opinberlega þeirri skoðun sinni, að kúkur í dollu
(listaverkið: Merde d´artiste, eftir Piero Manzoni frá 1961) væri ekki list.
Og síst af öllu list sem hann myndi vilji styðja fjárhagslega.
Samkvæmt dönskum miðlum setti þessi tjáningarútrás ráðherrans ,,sindene i kog“.
Menn sjá við hvers lags vanda verið er að glíma, þegar ráðherrar hafa tíma í svona.
Hvort kúkur í dollu sé list eða ekki?

Fyrir viku var verið að deila um á Íslandi hvort þjóðin, (sem heldur uppi gillinu),
mætti kjósa um hag sinn.
Þann rétt var reynt að hafa af fólki með öllum brögðum og engum vönduðum.
Rembst við að svíkja það loforð.
Eins og öll hin, án þess að blikna.

Hressandi tilbreyting samt, að nú er þetta daylight robbery og búið að vera í hálft annað ár.
Ræningjarnir eru ekki einu sinni með grímur.
Við vitum hverjir þeir eru og við vitum að þeir sitja ekki dag af sér, enginn þeirra.

Svo vandi okkar gengur eiginlega út á:

3. Þorum við að hanga með þessa framkvæmdastjórn öllu lengur?
Sem styður skjaldborg um auðrónana? Er ekki fullreynt?

2. Hvað tekur við ef við látum þau fara?
Þorum við að skrifa nýja stjórnarskrá - eftir fólkið og fyrir fólkið?

1. Þorum við að segja: Hingað og ekki lengra?

Því ef við þorum því ekki, er þetta tilgangslaust.
Ísland læknast ekki af sjálfu sér.
Það er enginn til þess að koma því til bjargar nema við.

Hvernig líf viljum við?
Nægir okkur kannski bara kúkur í dollu?

 


Nýr þjóðsöngur?

Það er verið að leggja til þetta lag sem nýjan þjóðsöng:

http://www.youtube.com/watch?v=4PYIbUaBnag

Kann ekki að setja myndbandið sjálft inn - afsakið það.

Hins vegar tek ég næstum heilshugar undir uppástunguna, finnst textinn viðeigandi og miklu meiri rythmi í laginu en gamla þjóðsöngnum, sem er nánast ómgerningur að syngja.

Geta flottu söngvararnir okkar ekki æft þetta og mætt á Austurvöll með atriðið næst þegar erlendir blaðamenn eiga leið hjá? *

* Þetta er ekki kaldhæni, ég meina það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband