Haugalygi Sigurjóns digra

Ég tók húsnæðislán í Landsbankanum vorið 2007.

Var eindregið ráðlagt af þjónustufulltrúa bankans að taka þessar rúmu 13 milljónir í erlendri mynt, til þess að losna við háa innlenda vexti og hvað þá við verðtrygginguna.

Þegar ég var að senda inn skattskýrslu í síðustu viku, sá ég að NBI (gamli bankinn með nýrri kennitölu), skráir upphaflega lánsfjárhæð sem kr. 27.4 milljónir. Og heildarskuld sem 31 milljón.

Bankinn hefur semsé einhliða breytt (ó)láninu í íslenskt lán og sett það á gömlu verðtryggingarskilmálana. Ég var ekki spurð og ekki beðin um að kvitta undir þessa sögufölsun.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna, voru um 28 þúsund heimili í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði.

Nú er ég að vona að bara helmingur þessara heimila taki höndum saman og krefjist skilyrðislausrar leiðréttingar á þessum stökkbreyttu lánum okkar. Við verðum að standa saman og mótmæla því óréttlæti sem að við erum beitt, því lþað er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn geri það ekki.


mbl.is Húsnæðislánin voru „tómt rugl"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála þér.Gét ég kallað mig heppna að neita erlent lán og tók það í Islenskum krónum en lánið sem var í águst 2005 upp á 9,100.000 og eftir öll þessi ár sem ég er búinn að borga er lánið mitt uppreiknuð, upp á 13.378.162 krónur Hallo er búinn að borga lánið í 5 ár og það hefur hækkað frá 9 miljónum upp í 13 miljónir.Hvernig getur svona lagað gerst??Lesandi skírsluna renna á mann tvær grímur.Þeir eru að stela af okkur.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.4.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Takk Sigurbjörg, við tvær og þúsundir annarra vita í dag að þeir eru að stela af okkur.

Eina spurningin er: hvað ætlum við að gera við þá vitneskju?

Ég segi sameinast gegn ræningjunum hvað varð um þessar hópmálsóknir sem til stóðu - eða er samstaða borgaranna ennþá bönnuð með lögum á Íslandi?

Þórdís Bachmann, 13.4.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband