Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.7.2012 | 10:07
Mikilvægara að vernda nauðgara...
Stelpan á sér þó greinilega marga stuðningsmenn, sem benda m.a. á fyrstu viðbót við stjórnarskrána, hvað varðar málfrelsi.
Þegar er kominn fram undirskriftalisti þar sem farið er fram á að henni verði gefnar upp sakir.
Skráið ykkur endilega, karlaveldið hefur gott af því að vita að svona dílar í portinu verða ekki þaggaðir niður. Og Kentucky-dómarinn hefur gott af því að vita að Evrópa er líka að fylgjast með:
http://www.change.org/petitions/kentucky-district-court-drop-charges-against-savannah-dietrich
Birti nöfn árásarmanna á Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2012 | 21:50
Hræsnileikarnir
Seint verður borið á mig að ég sé höll undir Samfylkinguna. Og ég þekki ekki Þóru Arnórsdóttur, þótt ég hafi einu sinni hitt hana í tvær mínútur. Ég er heldur enginn mannþekkjari, samt ætla ég að gefa mér að Þóra sé heiðarleg manneskja. Hún hefur tærleika, sem einmitt sást þegar hún var ekki með handrit eins og í Kastljósi eða Útsvari.
Ég sá það sem kost. Að hún væri óspunnið þel sem hægt væri að búa til drauma með.
Ég heyrði hana segja að verðmætin í samfélaginu væru fjölskyldan og heilsan, ekki Lexus.
Og trúði því að hún lifði ekki Lexus eða einkaþotu-lífi.
Ég heyrði hana tala um gengisfellingu á gildum; gildum á við hófsemi og heiðarleika. Sem væru t.d. nauðsynleg gildi í allri þjóðamálaumræðunni. Og að okkur sem erum hér núna, sé falið að varðveita land, tungu og menningu – þá heilögu þrenningu.
Ég sá aldrei hrakið að hún tryði á þessi gildi og lifði eftir þeim.
Ég sá hins vegar greiningar á henni hér á moggablogginu í dag, greiningar á við: Tapsár, ímyndunarveik Þóra Arnórsdóttir, eftir Jón Val Jensson, Þóra EKKI hætt eftir Óðinn Þórisson og Þórudagurinn í viðtali eftir Pál Vilhjálmsson (ekki Baugsmiðill). Sum kommentin við þessar færslur eru algerlega ótrúleg, ekki síst þau sem bara eru skráð undir fornafni og: (IP-tala skráð).
Fólk getur leyft sér að gefa sér að Þóra sé Tapsár og ímyndunarveik og EKKI hætt.
Svo ég gef mér, að það eigi ekki við Þóru að taka þátt í svona kosningabaráttu, ekki baráttu sem snýst upp í leðjuslag.
Baráttu sem snýst um að ljúga því að allt sé í lagi, hafi alltaf verið í lagi og muni alltaf vera í lagi.
Baráttu sem snýst upp í hræsnis- og mykjudreifingarherferð svo útspekúleraða, að hún ætti skilið vera keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Vitanlega kæmu aðeins þjóðhöfðingjar með yfir áratugs-setu á stóli til greina sem keppendur.
Ef við setjum 12 ára lágmark og 24 ára hámark til að koma til greina í undanúrslit á slíkum leikum, þá koma neðstir upp á lista yfir ,,þjóðhöfðingja sem eru ekki ríkisarfar" forsetar Sýrlands, Rúanda og Rússlands. Okkar maður er nr. 21, sirka á miðjum lista mögulegra keppenda. Fyrir ofan hann eru Súdan, Chad og Erítrea, Gambía og Belarus.
Þetta eru einmitt þau átta lönd sem ég hef alltaf talið að við ættum að bera okkur saman við. (!)
12. Omar al-Bashir Sudan President 30 June 1989:
23 years, 21 days
13. Idriss Déby Chad President 2 December 1990:
21 years, 202 days
16. Isaias Afewerki Eritrea President 24 May 1993:
19 years, 28 days
17. Alexander Lukashenko Belarus President 20 July 1994:
18 years, 1 days
18. Yahya Jammeh Gambia President 22 July 1994:
18 years, 0 days
21. Ólafur Ragnar Grimsson Iceland President 1 August 1996: 15 years, 356 days
24. Hugo Chávez Venezuela President 2 February 1999:
13 years, 170 days
25. Abdelaziz Bouteflika Algeria President 27 April 1999:
13 years, 140 days
27. Vladimir Putin Russia President 9 August 1999:
12 years, 346 days
30. Paul Kagame Rwanda President 24 March 2000:
12 years, 210 days
31. Bashar al-Assad Syria President 17 July 2000: 12 years, 4 days
Er ósanngjarnt að leika sér með þessa mynd? Að stilla upp löndum sem við ,,berum okkur saman við" eins og sagt er á pólitíkusamáli og svo benda á lönd sem við erum í raun og veru á lista með?
Og er það þá ósanngjarnt af því þetta er ekkert nema ímyndarvandi hvort sem er?
Af því það ER ekkert rotið á fyrrum nýlendu Danmerkur?
Og er það þá meira ósanngjarnt en að spúa út galli og hatri á fólk sem maður hefur líkast til aldrei hitt í eigin persónu, bara af því maður hefur aðstöðu til þess á kommentakerfinu? Undir nafni eða, ef vill, sem X (IP-tala skráð).
Ég vann einu sinni fyrir Framsóknarflokkinn við einhverjar kosningar og uppskar heimsókn frá móðurbróður mínum, þar sem hann tilkynnti mér prúðmannlega að ég væri gerð arflaus og friðlaus manneskja innan fjölskyldunnar.
Þetta var engin stefnumótun hjá mér. Vinkona mín hafði beðið mig að gera þetta því mamma hennar var í flokknum. Mér var nákvæmlega sama um þennan flokk. Reyndi samt ekki að fela þetta, því mér datt aldrei í hug að neinn myndi frétta af þessu. Það var rétt byrjað að sjónvarpa fimm árum áður og Séð og heyrt var blessunarlega ekki til.
Hefði heldur aldrei dottið í hug að fólki væri ekki sama, ef það frétti af þessu!
Samkvæmt kommentunum hérna, hefði ég þó verið innsti koppur í búri F.flokksins og með Ólaf Jóhannesson á speed-dial. Gott ef hann hefði ekki verið afi minn.
Ég get ekki tekið undir með neinu ykkar nema Láka: ,,Ótrúlega margir eru tilbúnir að hrauna yfir fólk sem þeim er ekki þóknanlegt og skiptir þá engu máli hvort sagt er satt eða logið..." Láki (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 15:44
Ég þekki ekki Þóru Arnórsdóttur, en ég kaus hana. Kaus hana, af því ég sá í henni von þjóðar minnar. Við áttum þennan möguleika; hann gekk okkur úr greipum.
Það væri vel hægt að verða hrikalega tapsár yfir því, en við erum mannleg og alltaf að gera mistök, sérstaklega þegar um val er að ræða. Og við verðum bara að lifa með því, að vera breysk.
Ef okkur langaði að vera sjálfum okkur samkvæm að minnsta leyti, myndum við því leyfa breyskleika annarra. Þá er ég ekki að tala um að leyfa lögbrot á við að gera heila þjóð gjaldþrota, heldur um breyskleika á við að hafa ekki vélræn svör við öllu. Að eiga rangan afa og ættingja almennt. Og að hafa einhvern tímann tengst einhverju því fólki í landinu sem hefur byggt það undanfarin 1100 ár.
Eins og við öll.
Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2012 | 16:46
Ögrandi...
meinhæðið og rætið.
Myndin sem er birt af Jóni Gnarr borgarstjóra við sömu frétt á dv.is, vekur líka áhyggjur.
Hann er þar eins og grátandi trúðurinn Pagliacci.
En vitanlega veldur allt innra og ytra byrði borgarinnar ekki síður áhyggjum.
Kann ekki að setja þetta inn, en það er þess virði að smella á hlekkinn ;)
Luciano Pavarotti I Pagliacci, Vesti la giubba.
http://www.youtube.com/watch?v=bbTWJTK2oCs&feature=related
Heimdellingar leita Jóns Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2012 | 18:33
Gunnar Eyjólfsson
Fyrir utan leikstörf og almenn reffilegheit, er Gunnar nefnilega þekktur fyrir að beina fólki að því innra ljósi sem við búum öll yfir. Það er vegna þessarar samkenndar sem leikari getur skapað nýjan veruleika þegar hann leikur hlutverk sem á erindi við áhorfandann og hreyfir við honum.
Viva, Gunnar!
Viva skátar!
Skátar á Íslandi í 100 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2012 | 21:32
Miklu flottari...
Var á Malaga þegar þau giftu sig, með enskum hommum um 25 ára.
Við vorum öll jafn spennt fyrir brúðkaupinu en ég sá minnst af því. Upptekin af öðru á mínu bleika bikini.
Rétt fyrir brúðkaupið var þó óhugnanlegt að það var ALLTAF verið að líkja henni við Díönu; þegar hún fékk hringinn hennar, sígildur fatastíll, nefndu það. Þótt Díana hafi náttlega gengið í Chanel en Kate meira í minni spámönnum.
En það liggur við að ég segi að þær eiga ekkert sameiginlegt, nema tegundina.
Díana var þessi Candle in the wind, eins og Marilyn.
Kate er aftur ekki Jackie - meira Hillary Clinton.
Klínt á forsíðu Marie Claire | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2012 | 18:51
Straujárn og steikarpönnur...
Magnaður er Shawn Bayliss, verjandi Tékkans Lizon.
Sá segir þetta falskar minningar (fabrication) og annað hvort fjörugt ímyndunarafl eða sprottið úr treggáfuðum huga.
Hann líkir einnig frásögn Stephanie við "fjöðrina sem varð að fimm hænum".
Ætli ör á úlnliðum og ökklum; fótbrot og brunasár út um allan líkamann hafi eitthvað að segja gegn svona "stjörnulögmanni"?
Misþyrmdi konu sinni skelfilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2012 | 12:35
,,Gef mér hér á fati höfuð..."
Í Jóhannesarguðspjall 8:7 er greint frá konu sem hafði enga afsökun. Hún hafði verið ,,staðin að verki".
Rétt eins og Davíð Þór er uppvís orðinn að gífuryrðum í garð sjálfs forseta lýðræðisríkis í Vesturheimi. Fáheyrð ósvífni.
Og við erum jú samfélag sem ekki líður væga dóma fyrir grófa glæpi.
Svo fólk kallar eðlilega eftir því að Davíð verði stjaksettur; ekkert minna dugi, því ekkert réttlæti ástundun hans á sannleikanum.
Af því að sannleikur Davíðs er miskunnarlaus og harður, eigum við rétt á því að kalla eftir höfði hans.
Guðni Ágústsson er að kalla eftir Íslandi ársins 1995. Eða bara 1660, þegar Brynjólfur biskup átti við Mala Domestica að stríða, sökum óhlýðni dóttur sinnar.
Man einhver þegar þöggun starfsfólks kirkjunnar var algjör, hvaða viðbjóður sem á gekk undanfarna áratugi?
Valdamenn í íslensku þjóðfélagi komust upp með það þá að vinna á þann hátt og sumir vilja kannski halda í þau forréttindi?
Veraldleg kirkja?
Ef biskup ætlar að fara að beiðni núverandi eða fyrrverandi pólitíkusa, nú eða bara einkaaðila úti í bæ, þá er kirkjan aldeilis orðin veraldleg og farin að taka að sér dómsuppkvaðningar í meiðyrðamálum vegna bloggskrifa.
Ha, sagði einhver Aratún?
Óskaplega væri skynsamlegt af nýjum biskup að ljá ekki máls á því að hægt sé að koma til hans með móðgunarklögur og fá þannig fólk sett út af sakramentinu.
En hvað varðar aðild Guðna að "nasistahreyfingu" er forsaga þess máls svona: Á forsíðu Alþýðublaðsins 29.9.1995, segir formaður "Norræns mannkyns" Guðna Ágústsson vera í félaginu.
,,Einar sagði að skoðanir Norræns mannkyns nytu stuðnings mikils fjölda fólks, meðal annars í áhrifastöðum. Hann staðfesti að Guðni Ágústsson, alþingismaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi, sé meðal félaga. Einar sagði að ,,einhverra hluta vegna" hefði Guðni hinsvegar ekki alltaf viljað kannast við það opinberlega."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=246558&lang=0.
Guðni Ágútsson kærði Hrafn Jökulsson fyrir þessa forsíðufrétt, en fyrirsögnin var "Vill reka nýbúa og flóttamenn úr landi".
Siðanefnd BÍ taldi fulla ástæðu hafa verið til að ná tali af Guðna og bera undir hann ummæli Einars S. Jónssonar um aðild Guðna, í ljósi ummæla Einars að Guðni hafi ekki alltaf viljað kannast við félagsaðild sína.
,,Við umfjöllun siðanefndar lagði Hrafn Jökulsson fram skriflegar yfirlýsingar tveggja formanna Norræns mannkyns um aðild Guðna Ágústssonar að félaginu, líklega allt frá árinu 1985 og þar til hann sagði sig úr því í október 1995. Guðni hefur margítrekað neitað þessu í fjölmiðlum."
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/238606/
Skilur ekki afstöðu Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2012 | 22:14
Má gera kröfur til forseta?
Ég vil helzt vera laus við að vera skyldug til meðvirkni með mönnum, þótt þeir séu valdsmenn.
Ég er á þeirri skoðun, að meðvirkni, sem birtist m.a. í því að kjósa og endurkjósa menn sem einungis vinna að eigin hag og skeyta engu um hag kjósenda sinna, sé stór þáttur í því að við fórum fram af brúninni og erum nú "failed state".
Davíð Þór kom fram undir nafni, á eigin bloggsíðu og tjáði þar sínar skoðanir. Þær hefðu komist til skila þótt hann hefði notað orð sem væru minna gildishlaðin - en Davíð þorir greinilega þar sem aðrir þegja.
Barnið í sögunni um Nýju fötin, vissi ekki að það mætti ekki benda á augljósar staðreyndir sem blöstu við öllum. Munurinn á Davíð og blessuðu barninu er sá, að Davíð veit að það er bannað.
En rétt eins og í sögunni, voru blekkingameistararnir á bak og burt, þegar þjóðin sá landsföðurinn koma berrassaðan eftir götunni. Síðan eru fjögur ár - og ekkert uppgjör hefur orðið. En vitanlega er algerlega tilvalið að laga nú allt þetta vesen kirkjunnar síðan 1996 og þjóðarinnar síðan 2008 með því að víkja Davíð Þór úr starfi.
Þá eru bæði kirkjan og þjóðin komin með prýðilegan prügelknabe og slíkt hlyti líka að virka fyrirbyggjandi á þá fáu fávísu sem ella færu kannski að tala tæpitungulaust um ástandið.
Davíð svarar Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2012 | 09:52
"Mín innri gyðja..."
Hún mun nefnilega aldrei vinna til verðlauna fyrir texta sinn, sem er vægast sagt flatur.
Í svo að segja hvert skipti sem grey Grey er nefndur, dúkkar upp orðið "Adonis" (guð fegurðar), sem ævinlega "hvessir grá augun" á Anastasíu, sem sjálf talar í sífellu um "sína innri gyðju". (!)
Það sem Grey vill í rúminu er til skiptis sjokkerandi og afkáralegt og kynlífskaflarnir valda stöðugum kjánahrolli.
Þar með er ekki sagt að konur (og menn) eigi ekki að lesa bókina. Erótískar bækur eru (aftur) komnar í tísku.
Og kannski allt í lagi að viðurkenna, að konur eru líka kynverur, eða hvað finnst ykkur?
Kallað mömmuklám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2012 | 09:21