Má gera kröfur til forseta?

Ég vil geta gert meiri kröfur til manna sem hafa velgt stól forseta í á 17. ár.
Ég vil helzt vera laus við að vera skyldug til meðvirkni með mönnum, þótt þeir séu valdsmenn.
Ég er á þeirri skoðun, að meðvirkni, sem birtist m.a. í því að kjósa og endurkjósa menn sem einungis vinna að eigin hag og skeyta engu um hag kjósenda sinna, sé stór þáttur í því að við fórum fram af brúninni og erum nú "failed state".
Davíð Þór kom fram undir nafni, á eigin bloggsíðu og tjáði þar sínar skoðanir. Þær hefðu komist til skila þótt hann hefði notað orð sem væru minna gildishlaðin - en Davíð þorir greinilega þar sem aðrir þegja.
Barnið í sögunni um Nýju fötin, vissi ekki að það mætti ekki benda á augljósar staðreyndir sem blöstu við öllum. Munurinn á Davíð og blessuðu barninu er sá, að Davíð veit að það er bannað.
En rétt eins og í sögunni, voru blekkingameistararnir á bak og burt, þegar þjóðin sá landsföðurinn koma berrassaðan eftir götunni. Síðan eru fjögur ár - og ekkert uppgjör hefur orðið. En vitanlega er algerlega tilvalið að laga nú allt þetta vesen kirkjunnar síðan 1996 og þjóðarinnar síðan 2008 með því að víkja Davíð Þór úr starfi.
Þá eru bæði kirkjan og þjóðin komin með prýðilegan prügelknabe og slíkt hlyti líka að virka fyrirbyggjandi á þá fáu fávísu sem ella færu kannski að tala tæpitungulaust um ástandið.

mbl.is Davíð svarar Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Davíð Þór er í raun í vinnu hjá verndara þjóðkirkjunnar sem er forseti Íslands samkvæmt stjórnarskrá.Að segja að æðsti maður landsins og þjóðkirkjunnar, sé rógtunga og lygari er meira en nóg tilefni til að reka þann strax sem lætur sér slíkt um munn fara um vinnuveitanda sinn.Burt með Davíð Þór strax, svo þjóðkirkjan fari ekki neðar en nú er.

Sigurgeir Jónsson, 6.7.2012 kl. 22:42

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Tja, Sigurgeir, er það virkilega Davíð Þór sem er vandamálið hérna? Eða hans munnsöfnuður eða skoðanir? Þá erum við náttúrlega bara í toppmálum - Davíð burt og öll mál leyst.

Íslenska leiðin lifi, húrra!

Þórdís Bachmann, 6.7.2012 kl. 22:44

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl Þórdís, á lokadögum forsetakosninga varð ég var við að vinir Þóru voru farnir að sparka fyrir neðan belti bar mikið á því í heitum pottum sundstaða.

Þetta var öðruvísi hjá Frú. Vigdísi 1980 hún snéri mér á lokadögum kosningabaráttunnar,

Davíð Þór og fl. drógu Þóru niður og eiginmaður hennar, ég vona að Guðni Ágústson láti staðar numið og eltist ekki við vindhana, Davíð Þór er komin í neðstu tröppu þjóðfélagsins.

Bernharð Hjaltalín, 7.7.2012 kl. 01:51

4 Smámynd: Þórdís Bachmann

Sæll Bernharð, tek undir með þér í von um að Guðni láti staðar numið.

Kosningar eru nú afstaðnar, sumra maður vann.

En er eiginlega að segja, að ég vil að við getum gert kröfur til viðkomandi, um aðra og meiri þjónustu við fólkið en bara fasta liði eins og vanalega.

Líka um siðferði, í samskiptum við þjóðina og í viðskiptum fyrir okkar hönd.

Þórdís Bachmann, 7.7.2012 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband