Mikilvægara að vernda nauðgara...

en að ná fram réttlæti fyrir fórnarlambið, segir Savannah.
Stelpan á sér þó greinilega marga stuðningsmenn, sem benda m.a. á fyrstu viðbót við stjórnarskrána, hvað varðar málfrelsi.
Þegar er kominn fram undirskriftalisti þar sem farið er fram á að henni verði gefnar upp sakir.
Skráið ykkur endilega, karlaveldið hefur gott af því að vita að svona dílar í portinu verða ekki þaggaðir niður. Og Kentucky-dómarinn hefur gott af því að vita að Evrópa er líka að fylgjast með:
http://www.change.org/petitions/kentucky-district-court-drop-charges-against-savannah-dietrich

mbl.is Birti nöfn árásarmanna á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg ótrúlegt að lesa Þórdís, takk fyrir að vekja athygli mína á þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 10:31

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Voru komnar 30 þúsund undirskriftir áðan.

Ekkert mál að skrá sig, en þarf að gefa upp heimilisfang og póstnúmer.

En þessi fyrsta viðbót (First amendment) við stjórnarskrána, er ansi sterk.

Og hvað ætli það séu mörg þúsund fórnarlömb um allan heim sem hafa orðið fyrir "réttlæti" svona baktjaldamakks?

Get svo ekki varist þeirri hugsun:

Eru þessir drengstaular betur tengdir en Savannah?

Þórdís Bachmann, 23.7.2012 kl. 11:20

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ó, þú dásamlega Ameríka !

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.7.2012 kl. 12:24

4 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Takk, Þórdís...!

Fyrir að benda á þessa undirskriftasöfnun... Ég skrifa undir þetta...!

Sævar Óli Helgason, 23.7.2012 kl. 15:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að skrifa undir og fá þakklætis svar frá John

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 15:09

6 Smámynd: Þórdís Bachmann

Takk Sævar og Ásthildur - fékk líka svar frá John.

Finnst meiriháttar að taka þátt í svona; þetta er svo augljóslega á röngunni.

Verður spennandi að sjá hvað þeir segja í Kentucky.

Eitt af aðeins átta fylkjum sem ég hef EKKI komið í ;)

Þórdís Bachmann, 23.7.2012 kl. 16:36

7 Smámynd: Þórdís Bachmann

Anna Dóra - ég elska Ameríku.

Alveg eins og ég elska Ísland.

Vil samt gagnrýna og geta gagnrýnt það sem slær mann sem svona ofboðslegt óréttlæti.

Þar sem fórnarlambinu er refsað en gerendur sleppa á svokölluðu "tækniatriði".

Það "sætter mit pis i kog" eins og Danir segja.

Þórdís Bachmann, 23.7.2012 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband