8.6.2010 | 18:45
Fréttaskot, frú Jóhanna!
Sæl, Jóhanna.
Þú segir að stjórnvöldin þín hafi gert 50 mismunandi úrræði skuldugra heimila að veruleika fyrir fólkið sem greiðir launin
þín og fleiri á Alþingi, til 30 ára.
Ég heiti Þórdís og ég er (því miður) þegn í ríkinu þínu.
Einn þeirra þegna sem fæ ekki skuldaleiðréttingu af því ég á ekki nógan pening til þess að borga hærri upphæðina, sem er tæplega þreföld sú upphæð sem ég tók að láni 2007. (!)
Ég er búin að þrauka þetta í tæp tvö ár, alveg eins og 90% af öllum hinum þegnunum.
Og ekkert sérstaklega mikið þrauk eftir hjá mér þegar hér er komið sögu.
Því þú hefur svo sannarlega ekki komið til móts við skuldavanda "minn".
Þvert á móti hefurðu leyft the ususal suspects að halda áfram að ræna mig.
Blygðunarlaust, á hverjum einasta degi síðan þú tókst við.
Það eru eitthvað um 500 dagar.
Nú er ég viss um að þú dæsir, hallar þér svo á hina hliðina og hugsar:
Það er ekki hægt að bjarga öllum.
Því á einhvern hátt býrðu í fílabeinsturni.
Það heyrir maður á flestu sem þú segir og gerir.
Þegar þú segir eitthvað og gerir.
Svo er haft eftir þér, sem tekur algerlega kökuna:
,,Útgjöld ríkisins vegna lækkun dráttarvaxta og greiðslu séreignasparnaðar (auk hækkun vaxtabóta) nemi allt að 50 milljörðum króna úr ríkiskassanum.
Hérna er fréttaskot, frú Jóhanna:
Greiðsla séreignasparnaðar var LÁNUÐ til ríkisins. Þetta er EKKI gjöf frá ríkinu.
Og lækkun dráttarvaxta er sjálfsögð leiðrétting, heldur ekki gjöf frá ríkinu.
Því ríkið það erum við. Við sem drögum vagninn.
Mig langar að sjá, að þeir sem ráða örlögum mínum hafi grundvallaratriði á hreinu.
Að þeir sýni mér þá sjálfsögðu kurteisi að tala ekki til mín eins og fæðingarhálfvita.
Þeir ætlast jú til þess að ég borgi launin þeirra og skuldirnar þeirra gott ef ég á ekki bara að taka syndir þeirra á mig.
Og ef ég á að nenna því áfram, þá vil ég t.d. ekki að þeir vogi sér að telja mér né öðrum trú um að þeir séu að gefa 50 milljarða úr ríkiskassanum. Því svo er ekki.
Því svo er ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 20:15
"Úrræði" einungis fyrir auðuga.
,,Stjórnvöld í samstarfi við fjármálafyrirtæki hafa kynnt ýmis úrræði til að lækka greiðslubyrði heimila, t.d. greiðslujöfnun og höfuðstólslækkun lána.
,,Nauðsynleg aðlögun og endurskipulagning skulda á sér nú stað eftir tímabil skuldasöfnunar heimila við aðstæður útlánaþenslu, eignaverðsbólu og ofgnóttar lausafjár á árunum fyrir bankahrunið.
Hver vogar sér að koma öðru eins kjaftæði á framfæri?
Hemilin voru ekkert að safna skuldum, allavega ekki mitt; það var búin til skuld með árás á gjaldmiðilinn. Síðan eru tvö ár og nú er komið að skuldadögum okkar sem höfðum ekkert um þetta að segja.
Í gær fékk ég höfnun á umsókn um "úrræði" sem heitir 25% höfuðstólslækkun, vegna þess að ég er ekki nógu vel stæð fjárhagslega til þess að skuldin verði lagfærð. (!)
Þetta er annað "úrræðið" sem ég sæki um bara á þessu ári.
Hið fyrra var 110% "úrræðið".
Lánið var tekið 2007, upp á 13,6 mil.
Stendur núna í 32 milljónum.
En ég er sem sé of illa stödd fjárhagslega til þess að fá að vera með í "úrræðapakkanum".
Nú myndi ég hlæja, ef ég væri ekki dauð!
Ég þarf að greiða 32 millur til baka af láni upp á 13,6 millur.
Nú, eða verða tölfræði, sem eitt ,,fjölda heimila sem fari í þrot og tilheyrandi hörmungar.
Því ég sver, það er búið að velja okkur úr nú þegar, sem eigum að fara í þrot.
Hér er svarið frá bankanum:
Sæl Þórdís!
Svarið núna er mjög svipað og svarið var í janúar s.l. að ef tekjur nægja ekki til greiðslu á láninu eftir breytingu þá verður breytingin ekki samþykkt.
Það sem kæmi betur út fyrir þig væri að fara í 110% aðlögun fasteignalána en þá verður þú einnig að hafa greiðslugetu.
Ég sendi þér í janúar s.l. útreikninga um það og þá voru launin þín það lág að það gekk ekki upp.
Hafa tekjumöguleikar þínir eitthvað vænkast síðan þá?
Kær kveðja,
Á maður að hlæja, gráta eða skjóta sig?
![]() |
Staða heimilanna afar slæm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2010 | 19:00
Skiljanlega niðurlútur SJS
Það örlar á samvisku hjá niðurlútum SJS í þessari ömurlegu frétt, en burtséð frá því er þessi "Samþykkt ríkisstjórnarinnar" svo lame að nú hlýtur fólk fyrst að fara að öskra!
,,Í sérstakri samþykkt ríkisstjórnarinnar kemur fram, að hún muni leggja áherslu á
endurskoðun stjórnarskrárinnar til að tryggja enn frekar eign þjóðarinnar á auðlindum landsins." Hvað þýðir þetta? Og það svona eftirá? Eitthvað sem þarf að "tryggja enn frekar" er greinilega ekkert sérstaklega öruggt, eða?
Núna - semsé degi eftir að það er of seint, stendur til að ,,taka upp viðræður við forsvarsmenn kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy um að nýtingarréttur HS Orku á orkuauðlindum á Reykjanesi verði takmarkaður í 40-45 ár í heild í stað 65 ára eins og samningar HS Orku og Reykjanesbæjar kveða á um en þar er einnig vilyrði um að framlengja nýtingarréttinn í 65 ár til viðbótar."
Gott fólk - I´ve got news for you: Eftir 130 ár verðum við öll dauð!
Og löngu, löngu fyrir það, eftir að þessum sölu"samningi" var hleypt í gegn.
Hvílík svívirða! Ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni árið 1996. Ef þjóðin mín ætlar að láta þetta gott heita, neyðist ég því miður til þess að heita héðan í frá Þórdís landlausa.
![]() |
Vilja viðræður við Magma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2010 | 00:32
Ísafold og Ræningjarnir 40
Samkvæmt OECD skýrslu fyrir síðustu þrjá mánuði 2009, hafði einkaneysla á Íslandi dregist saman um 16,5% - en "government consumption" um heil 1,9%.
Þá eru 98,1% eftir í pottinum. Síðan hefur ekkert breyst.
Við erum að tala um batterí sem virðist á stundum bara hrein dýrafita. Semsé ekki fjölómettuð, heldur þessi sérdeilis óholla fita sem endar bara með kransæðastíflu eða þaðan af verra.
Hinum megin við þau stjórnvöld sem gætu skorið niður fituna - verum bara pen - um 38,1% - ef einhver vilji væri til þess - erum við. Við sem bloggum og borgum og þjáumst af kvíða - mest í hljóði af því það er ellefu mánað bið hjá geðlækninum og það er ekki hægt að leggja þessar hugsanir á vinina - sem hafa sitt að kljást við. Fyrir utan að blogga og borga og vera með kvíðahnút í maganum í eitt og hálft ár - erum við ábyrg fyrir partýinu sem ræningjarnir 40 buðu í. Nei, ég veit, þeir buðu ekki okkur - heldur sjálfum sér og spúsunum. En við eigum samt að borga.
Við erum ábyrg fyrir þeirra gróða af því við vorum svo barnaleg að trúa því - trúa því jafnvel heitt og innilega, að það væri einstakt að vera Íslendingur.
Spretta á fætur á sunnudagskvöldum þegar þjóðsöngurinn kom í sjónvarpinu, leggja hönd á brjóst og finna ástina og stoltið sem fylgdi því einu sinni að vera Íslendingur.
Og af því að okkur fannst varið í að vera Íslendingar - þá kusum við yfir okkur stjórnvöld - sem síðan klúðruðu okkar málum big time - og þess vegna erum við ábyrg fyrir sparifé fólks úti í löndum og þess vegna hefur fólk sem við kusum yfir okkur verið í öðru (mikilvægara) en að sinna okkur - sem eigum samt að borga gillið. Okkur er sagt: "Enginn mannlegur máttur getur lagað þjófnaðinn frá þeim sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt."
Ég tók t.d. lán upp á kr 13,6 milljónir árið 2007. Á síðustu skattskýrlu (sem er forprentuð) þurfti ég að skrifa upp á að lánið stæði nú í kr 31 milljón. Það var ekki hægt að breyta þessari upphæð - það var annað hvort að láta upphæðina standa eða ekki geta sent skýrsluna inn. Þetta lít ég á sem blackmail.
En stóra málið okkar tugþúsunda sem erum í þessari stöðu að lán hafa nær þrefaldast á þreumr árum, er að ég eða þú eða einhverjar aðrir landar kusu eitthvert fólk sem svo kom í ljós að var ekki traustsins vert. Þess vegna þurfum við að borga þetta eða láta lífið ella á flótta undan skattyfirvöldum. Því þeir elta litla kellingu eins og mig og litla kalla eins og þig. Við erum ekki með neinn her sem stekkur til að verja okkur í ræðu og riti. Ég er ekki með þennan her og við þessir 30 þúsund einstaklingar hér á landi sem lifum undir svokölluðum lágtekjumörkum erum ekki með þennan her.
Þessi her er til, en hann berst einungis fyrir Ræningjana 40.
Og fólkið sem við kusum yfir okkur síðast er heldur ekki okkar megin í tilverunni.
Það versta er samt, að við megnum ekki að vera vinir okkar sjálfra.
Þess í stað bloggum við, í stað þess að taka okkur saman í andlitinu - fyrir hádegi á morgun - og koma því til skila til allra viðkomandi aðila - allra sem málið er skylt - að þetta gengur ekki lengur.
![]() |
Breytingar ræddar áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2010 | 00:42
Áhrifaminnsta fólk í heimi
Time Magazine var að birta listann yfir áhrifamesta fólk í heimi.
Ekkert sem kemur á óvart; það eru Barack og Oprah.
Svo eru þeir líka með áhrifaminnsta fólk í heimi og þar birtast nokkrir góðkunningjar neðst á listanum, á eftir Lindsay Lohan. Verð bara að deila þessu með ykkur, góðir hálsar:
Lindsay Lohan, Actress
Things are not good when you're suing babies.
Michael Lohan, Lindsay Lohan's dad
He's engaged to Jon Gosselin's ex-girlfriend.
Mark Sanford, Governor of South Carolina
Before he "hiked the Appalachian Trail" with an Argentine journalist, the still sitting governor of South Carolina was a top contender for the 2012 Republican presidential nomination. Now he's going to enter the private sector. A sector so private, a man can go on a fake hiking trip alone and no one will care.
Björgólfur Gudmundsson
Former owner and chairman of the Icelandic bank Landsbanki
Iceland's second billionaire ever the first was his son, Thor Björgólfsson (in Iceland, your last name is just your dad's first name plus either -sson or -dottir) he went from being worth $1.1 billion to $0. And he's being investigated. And he destroyed his country's economy. And Gordon Brown used antiterrorist laws to freeze Landsbanki's U.K. holdings. And he named his bank Landsbanki. The British hate him more than they hate his country's volcanoes.
Jón Ásgeir Jóhannesson, Icelandic businessman
When you're a good-looking dude who sells clothing, you have to really screw up to have people protest in the streets against you. And for your ex-mistress to talk about your sex life during an accounting trial. Anyway, no one is lending him money now. Not even in kronur.
Hreidar Már Sigurdsson
Former head of the failed Icelandic band Kaupthing
I kind of went down a Wikipedia hole with the Icelandic financial crisis.
Bernie Madoff
Wall Street fraudster, prisoner No. 61727-054
Prisoners won't even invest their cigarettes with him.
Greece
European country
Hairy-chested, aggressive with women, charmingly backward you briefly charmed us with that big, fat wedding. Then you spent so much more money than you made, you forced the E.U. to bail you out. It will be a long time before we watch a movie about you again.
Jack Abramoff
Lobbyist
He is in prison only until December, so it's got to be hard organizing long-term sports gambling there.
Nicollette Sheridan, Actress
The other, nonfired Desperate Housewives don't have her back in her lawsuits against the show's creator.
Dick Fuld, The last CEO of Lehman Brothers ever
That has to be hard to explain on a résumé.
15.4.2010 | 11:28
Aska fellur á sjötugsafmæli Margrétar Þórhildar
Öskufallið truflar nú einnig sjötugsafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar á morgun, en norska og sænska kóngafólkið neyðist til þess að koma með lest til Kaupmannahafnar, þar eð flugi hefur verið aflýst.
Kastrupflugvelli er lokað og Søren Hedegaard Nielsen, blaðafulltrúi Kastrupflugvallar, segir að lokunin gildi bæði fyrir þá með blátt og rautt blóð. Hann veit ekki hvernig fer með gesti drottningar frá öðrum löndum en Norðurlöndum og segir: Þetta hefur aldrei gerst hjá okkur fyrr og það er ekki eins og við höfum verið búnir að reikna þetta inn í flugferðaáætlunina.
Hinn almenni Dani er okkur reiður vegna þess að askan er að eyðileggja afmælið fyrir drottningunni!
Það þýðir ekkert að benda fólki á að við ráðum ekki beinlínis veðrum og vindum, hvað þá eldfjöllum og hvenær þau gjósi!
![]() |
Flugumferð bönnuð um Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 23:05
Kastljósi hæjakkað
Í Kastljós áðan var ömurlegt að sjá þættinum væri hæjakkað yfir í að vera framboðsræða eins aðilans þarna. Þarf ekki líka að setja reglur um það? Þetta er í þriðja sinn sem ég sé þetta síðan á mánudag; Jónas Fr. gat lifað með því að tala um sinn "árangur"; Ólafur Ragnar í útvarpinu taldi árangur að vera hvergi í fyrstu 7 bindunum og fátt annað komst að og svo Bjarni núna, að hæjakka þátt þar sem er verið að reyna að tala um vandamál landsins í alvöru.
Það á strax að byrja að afneita skýrslunni og þeim áfellsidómi sem þar kemur fram.
Ég er ekki að meika svona Ísland. Það var ekki bara haft af mér heimilið mitt.
Það var haft af mér móðurlandið.
13.4.2010 | 13:55
Haugalygi Sigurjóns digra
Ég tók húsnæðislán í Landsbankanum vorið 2007.
Var eindregið ráðlagt af þjónustufulltrúa bankans að taka þessar rúmu 13 milljónir í erlendri mynt, til þess að losna við háa innlenda vexti og hvað þá við verðtrygginguna.
Þegar ég var að senda inn skattskýrslu í síðustu viku, sá ég að NBI (gamli bankinn með nýrri kennitölu), skráir upphaflega lánsfjárhæð sem kr. 27.4 milljónir. Og heildarskuld sem 31 milljón.
Bankinn hefur semsé einhliða breytt (ó)láninu í íslenskt lán og sett það á gömlu verðtryggingarskilmálana. Ég var ekki spurð og ekki beðin um að kvitta undir þessa sögufölsun.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna, voru um 28 þúsund heimili í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði.
Nú er ég að vona að bara helmingur þessara heimila taki höndum saman og krefjist skilyrðislausrar leiðréttingar á þessum stökkbreyttu lánum okkar. Við verðum að standa saman og mótmæla því óréttlæti sem að við erum beitt, því lþað er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn geri það ekki.
![]() |
Húsnæðislánin voru tómt rugl" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2010 | 14:22
Refsigyðjan Lisbeth Salander
Þeir sem ekki geta fengið nóg af Lisbeth Salander, ættu endilega að fara inn á vef sænska sjónvarpsins. Þar má líta allan fyrsta þáttinn af sjónvarpsútgáfunni, sem fór í loftið í gær.
http://svtplay.se/t/128376/millennium_-_hela_historien
Þetta er lengri útgáfa en myndin, en endilega ekki fara að telja saman: þetta var með í myndinni og þetta var ekki með - það skiptir engu máli.
Það sem skiptir máli er að njóta þess, sérstaklega fyrstu tveggja þáttanna eftir Menn sem hata konur, því það verður að viðurkennast að Nils Arden Oplev hafði töluvert betri tök á málum en sá leikstjóri sem gerði myndirnar eftir seinni bókunum.
Njótið!
19.3.2010 | 11:16
Dorrit og Streisand-áhrifin
Dorrit virðist ekki óttast Streisand-áhrifin sem þessi krafa um afsökunarbeiðni og að fréttin verði dregin til baka mun óhjákvæmilega valda:
The Streisand effect is a primarily online phenomenon in which an attempt to censor or remove a piece of information has the unintended consequence of causing the information to be publicized widely and to a greater extent than would have occurred if no censorship had been attempted.
Ef ég væri ráðgjafi hennar eða bara vinkona sem vildi henni vel, hefði ég sagt henni að láta þessa neðanmálsgrein Jonathans Russel algerlega eiga sig - ekki að byrja að blása í glæðurnar!
![]() |
Dorrit krefur breskt blað um afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |