Boston og Breiðavík

Þetta er endurtekið efni frá Boston fyrir nokkrum árum. Nú, eða Breiðavík, nema í tilviki kaþólsku kirkjunnar hafa hingað til verið greiddar fúlgur fjár í skaðabætur fyrir glötuð líf.

John Kelly var á írsku upptökuheimili í 3 ár, en þangað var hann sendur fyrir að stela súkkulaðistykki. Flest þau börn sem urðu fyrir þessu voru "tekin" fyrir að skrópa í skóla, stela úr búðum - eða fyrir að vera börn einstæðra mæðra. John starfar nú fyrir samtökin SOCA, sem eru fulltrúar fórnarlamba barnaofbeldis. Rúmlega 2000 aðilar hafa nú sagt frá ofbeldi sem þeir urðu fyrir af kirkjunnar mönnum - sem "refsað" var með því að flytja þá til í starfi.

Í Kaliforníu árið 2007, þurfti kaþólska kirkjan að greiða rúmlega 500 manns skaðabætur upp á 660 milljónir dollara, vegna kynferðisofbeldis kaþólskra presta.

Þegar upp komst um misferlið í Boston fyrir sjö árum, kom í ljós að erkibiskupsdæmið í Boston hafði verið að borga fórnarlömbum presta stórar fjárfúlgur á undanförnum árum. Eitt þekktasta málið var mál séra Porters sem kom upp árið 1992; 65 fórnarlömb höfðu stofnað samtök sem hétu einfaldlega Fórnarlömb séra Porters, áður en kirkjan gaf sig og borgaði þeim skaðabætur.
Þegar mál séra Porters varð opinbert hafði Bernard Law kardínáli fullvissað sóknarbörn sín um að kirkjan hefði ómögulega getað vitað um eða stöðvað þennan eina spillta mann innan kirkjunnar
og að and-kaþólsk öfl hefðu gert miklu meira úr málinu en efni stóðu til.
Sátt hafði tekist um flest hinna málanna, án þess að nokkuð þeirra kæmi fyrir dómara.
Þetta var þægilegt fyrirkomulag: Kirkjan fékk að halda sínum ljótu leyndarmálum fyrir sig;
fórnarlömbin, full af skömm og grunlaus um fjölda hinna fórnarlambanna, gátu varið einkalíf sitt.
Þótt málin færu ekki fyrir dóm, þóttu þau innan kirkjunnar nægilega trúverðug til þess
að fórnarlömbin voru að fá leynilegar skaðabætur í málum í það minnsta 70 presta.

Það sem fór þó verst í fólk var að Law kardínáli og menn hans höfðu tekið þátt í að þagga málin niður; að í stað þess að gæta sinna minnstu bræðra, höfðu æðstu menn kirkjunnar í raun ýtt þeim út á hraðbrautina. Hneykslin voru þögguð niður, gerendur voru fluttir í nýjar sóknir, þar sem þeir gátu fundið sér ný fórnarlömb og haldið áfram sinni leiðu iðju.

Ef einhverjar hetjur er að finna í þessum sorglegu sögum, þá eru það fórnarlömbin sem loksins fengu málið og fundu hjá sér hugrekki til þess að stíga fram í dagsljósið eftir að bera harm sinn í hljóði árum saman, stíga fram og segja: ,,Þetta er það sem henti mig og þetta er rangt.”


mbl.is Írska kirkjan hylmdi yfir kynferðisglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband