16.5.2009 | 14:19
Hættum að borga?
Hvað segið þið? Er greiðsluviljinn jafn einbeittur?
Þeir sem "stjórna" segja að við eigum að borga, en ég heyri fleiri og fleiri raddir um að flýja frá þessu gjörspillta skuldum hlaðna landi.
Og verð að viðurkenna að ég skil - ef ekki styð - alla sem þannig hugsa núna.
Fólk er búið að missa tiltrú. Á kerfið. Á "stjórnvöld". Á yfirlýsingar.
Eða hafið þið tiltrú á að réttlætinu verði fullnægt á Íslandi?
Að einhver verði settur í handjárn?
Að einhver fái fangelsisdóm?
Að eitthvað komi út úr málum hjá opinberum rannsóknaraðilum?
Þetta er úr grein Michael Hudson, The Financial War Against Iceland:
Iceland is facing a bold con job. Should it feel obliged to pay countries that have no intention of ever paying their own debts? To get paid, creditors must convince their prey to accept the falsehood that debts can and indeed should be paid.
The lie is that they can be paid without dismantling social democracy, selling off the public domain and polarizing society between creditors and debtors.
Creditors everywhere else in the world are writing down their claims for payment to reflect plunging property values. Iceland has an opportunity to make itself a model test case for economic justice. What better time to post the basic principle of what is to be saved an unsupportable debt burden that must collapse in the end, or a societys survival? Will the government defend its citizens from financial predators, or turn the economy over to them? That is the question.
Málið er: Við erum ekki bara fórnarlömb vondra kalla í útlöndum. Við erum fórnarlömb okkar eigin fólks, sem semur af sér (af mér!), sem stelur og svíkur og ullar svo framan í okkur og segir að okkur komi það ekki við - eða hafið þið heyrt frasann "bankaleynd"?!
Við erum fórnarlömb fólks sem svífst einskis og sem fyrirlítur okkur - þótt við séum nógu góð til að borga undir það líf í lystisemdum.
Okkar eigið fólk hefur engan áhuga á því að þjóðfélagið - millistéttin - lifi af. Sem má sjá af því, að hér á að gera tilraun til að reka hagkerfi án millistéttar. Nú myndi ég hlæja ef ég væri ekki dauð!
Þessu verður að breyta - núna - annars verður hér ekkert hagkerfi til að rústa - engin líf til að skerða.
Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú jú þeim fjölgar sem fara úr landi. Það er reglulega stolið af ellilaunum mínum frá útlöndum og mér bara sagt að halda kjafti. En það kemur að skuldadögum hjá þessum þjófalíð líka og það fyrr en nokkurn anar.
Wolfang
Eyjólfur Jónsson, 16.5.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.