Refsiengillinn Lisbeth Salander alin upp á Íslandi

Var að sjá Menn sem hata konur fyrir viku í troðfullu Imperial í Kaupmannahöfn. Eftir að lesa alla trílógíu Stieg Larssons, beið ég spennt eftir að hitta Kalla Blómkvist og ekki síst Lisbeth Salander. Og hvorki þau tvö né leikstjórinn Nils Arden Oplev, sem reyndar leikstýrði Erninum um árið, brugðust vonum, í þessari tæpra þriggja tíma mynd.
Noomi Rapace, sem hét áður Noomi Norén, kveðst reyndar vera alin upp á Íslandi og eiga íslenskan stjúpföður! Það er Noomi sem leikur refsiengilinn Lisbeth Salander, eina litríkustu andhetju sem ég hef kynnst.
Eins og segir í fyrstu bókinni: ,,Hún leit út eins og hún væri nýstigin upp úr vikulangri orgíu með suddalegustu tegund af rokkurum."
En Lisbeth Salander stendur ekkert í því að vera fórnarlamb, þótt atvik og menn hafi leikið hana grátt. Hún er full af ískaldri reiði og vílar ekki fyrir sér að hefna sín, þegar og þar sem því verður við komið.
Verst að þurfa að bíða í heilt ár eftir að sjá Noomi í Stúlkan sem lék sér að eldinum.
mbl.is Norðurlandabúar flykkjast á norræna sakamálamynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband