Hræsnileikarnir

Seint verður borið á mig að ég sé höll undir Samfylkinguna. Og ég þekki ekki Þóru Arnórsdóttur, þótt ég hafi einu sinni hitt hana í tvær mínútur. Ég er heldur enginn mannþekkjari, samt ætla ég að gefa mér að Þóra sé heiðarleg manneskja. Hún hefur tærleika, sem einmitt sást þegar hún var ekki með handrit eins og í Kastljósi eða Útsvari.
Ég sá það sem kost. Að hún væri óspunnið þel sem hægt væri að búa til drauma með.
Ég heyrði hana segja að verðmætin í samfélaginu væru fjölskyldan og heilsan, ekki Lexus.
Og trúði því að hún lifði ekki Lexus eða einkaþotu-lífi.
Ég heyrði hana tala um gengisfellingu á gildum; gildum á við hófsemi og heiðarleika. Sem væru t.d. nauðsynleg gildi í allri þjóðamálaumræðunni. Og að okkur sem erum hér núna, sé falið að varðveita land, tungu og menningu – þá heilögu þrenningu.
Ég sá aldrei hrakið að hún tryði á þessi gildi og lifði eftir þeim.
Ég sá hins vegar greiningar á henni hér á moggablogginu í dag, greiningar á við: Tapsár, ímyndunarveik Þóra Arnórsdóttir, eftir Jón Val Jensson, Þóra EKKI hætt eftir Óðinn Þórisson og Þórudagurinn í viðtali eftir Pál Vilhjálmsson (ekki Baugsmiðill). Sum kommentin við þessar færslur eru algerlega ótrúleg, ekki síst þau sem bara eru skráð undir fornafni og: (IP-tala skráð).
Fólk getur leyft sér að gefa sér að Þóra sé Tapsár og ímyndunarveik og EKKI hætt.
Svo ég gef mér, að það eigi ekki við Þóru að taka þátt í svona kosningabaráttu, ekki baráttu sem snýst upp í leðjuslag.
Baráttu sem snýst um að ljúga því að allt sé í lagi, hafi alltaf verið í lagi og muni alltaf vera í lagi.
Baráttu sem snýst upp í hræsnis- og mykjudreifingarherferð svo útspekúleraða, að hún ætti skilið vera keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Vitanlega kæmu aðeins þjóðhöfðingjar með yfir áratugs-setu á stóli til greina sem keppendur.
Ef við setjum 12 ára lágmark og 24 ára hámark til að koma til greina í undanúrslit á slíkum leikum, þá koma neðstir upp á lista yfir ,,þjóðhöfðingja sem eru ekki ríkisarfar" forsetar Sýrlands, Rúanda og Rússlands. Okkar maður er nr. 21, sirka á miðjum lista mögulegra keppenda. Fyrir ofan hann eru Súdan, Chad og Erítrea, Gambía og Belarus.
Þetta eru einmitt þau átta lönd sem ég hef alltaf talið að við ættum að bera okkur saman við. (!)

12. Omar al-Bashir Sudan President 30 June 1989:
23 years, 21 days
13. Idriss Déby Chad President 2 December 1990:
21 years, 202 days
16. Isaias Afewerki Eritrea President 24 May 1993:
19 years, 28 days
17. Alexander Lukashenko Belarus President 20 July 1994:
18 years, 1 days
18. Yahya Jammeh Gambia President 22 July 1994:
18 years, 0 days
21. Ólafur Ragnar Grimsson Iceland President 1 August 1996: 15 years, 356 days
24. Hugo Chávez Venezuela President 2 February 1999:
13 years, 170 days
25. Abdelaziz Bouteflika Algeria President 27 April 1999:
13 years, 140 days
27. Vladimir Putin Russia President 9 August 1999:
12 years, 346 days
30. Paul Kagame Rwanda President 24 March 2000:
12 years, 210 days
31. Bashar al-Assad Syria President 17 July 2000: 12 years, 4 days

Er ósanngjarnt að leika sér með þessa mynd? Að stilla upp löndum sem við ,,berum okkur saman við" eins og sagt er á pólitíkusamáli og svo benda á lönd sem við erum í raun og veru á lista með?
Og er það þá ósanngjarnt af því þetta er ekkert nema ímyndarvandi hvort sem er?
Af því það ER ekkert rotið á fyrrum nýlendu Danmerkur?
Og er það þá meira ósanngjarnt en að spúa út galli og hatri á fólk sem maður hefur líkast til aldrei hitt í eigin persónu, bara af því maður hefur aðstöðu til þess á kommentakerfinu? Undir nafni eða, ef vill, sem X (IP-tala skráð).

Ég vann einu sinni fyrir Framsóknarflokkinn við einhverjar kosningar og uppskar heimsókn frá móðurbróður mínum, þar sem hann tilkynnti mér prúðmannlega að ég væri gerð arflaus og friðlaus manneskja innan fjölskyldunnar.
Þetta var engin stefnumótun hjá mér. Vinkona mín hafði beðið mig að gera þetta því mamma hennar var í flokknum. Mér var nákvæmlega sama um þennan flokk. Reyndi samt ekki að fela þetta, því mér datt aldrei í hug að neinn myndi frétta af þessu. Það var rétt byrjað að sjónvarpa fimm árum áður og Séð og heyrt var blessunarlega ekki til.
Hefði heldur aldrei dottið í hug að fólki væri ekki sama, ef það frétti af þessu!
Samkvæmt kommentunum hérna, hefði ég þó verið innsti koppur í búri F.flokksins og með Ólaf Jóhannesson á speed-dial. Gott ef hann hefði ekki verið afi minn.
Ég get ekki tekið undir með neinu ykkar nema Láka: ,,Ótrúlega margir eru tilbúnir að hrauna yfir fólk sem þeim er ekki þóknanlegt og skiptir þá engu máli hvort sagt er satt eða logið..." Láki (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 15:44

Ég þekki ekki Þóru Arnórsdóttur, en ég kaus hana. Kaus hana, af því ég sá í henni von þjóðar minnar. Við áttum þennan möguleika; hann gekk okkur úr greipum.
Það væri vel hægt að verða hrikalega tapsár yfir því, en við erum mannleg og alltaf að gera mistök, sérstaklega þegar um val er að ræða. Og við verðum bara að lifa með því, að vera breysk.
Ef okkur langaði að vera sjálfum okkur samkvæm að minnsta leyti, myndum við því leyfa breyskleika annarra. Þá er ég ekki að tala um að leyfa lögbrot á við að gera heila þjóð gjaldþrota, heldur um breyskleika á við að hafa ekki vélræn svör við öllu. Að eiga rangan afa og ættingja almennt. Og að hafa einhvern tímann tengst einhverju því fólki í landinu sem hefur byggt það undanfarin 1100 ár.
Eins og við öll.


mbl.is Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góða kvöldið ef Þóra vill verða forseti þá bíður hún sig fram til forseta næst ekki flókið ;)

Sigurður Haraldsson, 22.7.2012 kl. 20:29

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Já, Sigurður, ef ég þekkti hana myndi ég beina þessu beint til hennar. En er hún ekki nógu skýr til að átta sig á þessu sjálf?

Þórdís Bachmann, 23.7.2012 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband