Hvern er verið að "vernda"?

Er verið að "vernda" hundruð kvenna með leka púða, fyrir því að fá tilboð um skönnun og aðgerð?
Eða kannski lækna, sem voru á einkastofum með einkabókhald?
Spyr sá sem ekki veit - en mér finnst þetta óskiljanleg ákvörðun Persónu"verndar".
Leyfi mér að vitna í Vilhjálm Ara Arason, heimilislækni:
"Hundruð kvenna með varanlegt heilsutjón og jafnvel örkumlun vegna brjóstaíhlutana á vitlausum forsendum. Púðarnir áttu jafnvel að endast út lífið, en byrjuðu að leka í tugprósenta tilfella á innan við áratug. Sem síðan eitra út frá sér í umhverfið með bólgum og stífla kirtla og sogæðakerfið. Með allskonar óljósum einkennum og verkjum, enda virðist bæði skel og innihald tærast upp að stórum hluta og safnast upp annars staðar. Eitt er víst, að vandinn gufar ekki bara upp og hverfur."


mbl.is Landlæknir fær ekki upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband