13.4.2010 | 13:55
Haugalygi Sigurjóns digra
Ég tók húsnæðislán í Landsbankanum vorið 2007.
Var eindregið ráðlagt af þjónustufulltrúa bankans að taka þessar rúmu 13 milljónir í erlendri mynt, til þess að losna við háa innlenda vexti og hvað þá við verðtrygginguna.
Þegar ég var að senda inn skattskýrslu í síðustu viku, sá ég að NBI (gamli bankinn með nýrri kennitölu), skráir upphaflega lánsfjárhæð sem kr. 27.4 milljónir. Og heildarskuld sem 31 milljón.
Bankinn hefur semsé einhliða breytt (ó)láninu í íslenskt lán og sett það á gömlu verðtryggingarskilmálana. Ég var ekki spurð og ekki beðin um að kvitta undir þessa sögufölsun.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna, voru um 28 þúsund heimili í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði.
Nú er ég að vona að bara helmingur þessara heimila taki höndum saman og krefjist skilyrðislausrar leiðréttingar á þessum stökkbreyttu lánum okkar. Við verðum að standa saman og mótmæla því óréttlæti sem að við erum beitt, því lþað er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn geri það ekki.
![]() |
Húsnæðislánin voru „tómt rugl" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér.Gét ég kallað mig heppna að neita erlent lán og tók það í Islenskum krónum en lánið sem var í águst 2005 upp á 9,100.000 og eftir öll þessi ár sem ég er búinn að borga er lánið mitt uppreiknuð, upp á 13.378.162 krónur Hallo er búinn að borga lánið í 5 ár og það hefur hækkað frá 9 miljónum upp í 13 miljónir.Hvernig getur svona lagað gerst??Lesandi skírsluna renna á mann tvær grímur.Þeir eru að stela af okkur.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.4.2010 kl. 14:59
Takk Sigurbjörg, við tvær og þúsundir annarra vita í dag að þeir eru að stela af okkur.
Eina spurningin er: hvað ætlum við að gera við þá vitneskju?
Ég segi sameinast gegn ræningjunum hvað varð um þessar hópmálsóknir sem til stóðu - eða er samstaða borgaranna ennþá bönnuð með lögum á Íslandi?
Þórdís Bachmann, 13.4.2010 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.