21.3.2010 | 14:22
Refsigyðjan Lisbeth Salander
Þeir sem ekki geta fengið nóg af Lisbeth Salander, ættu endilega að fara inn á vef sænska sjónvarpsins. Þar má líta allan fyrsta þáttinn af sjónvarpsútgáfunni, sem fór í loftið í gær.
http://svtplay.se/t/128376/millennium_-_hela_historien
Þetta er lengri útgáfa en myndin, en endilega ekki fara að telja saman: þetta var með í myndinni og þetta var ekki með - það skiptir engu máli.
Það sem skiptir máli er að njóta þess, sérstaklega fyrstu tveggja þáttanna eftir Menn sem hata konur, því það verður að viðurkennast að Nils Arden Oplev hafði töluvert betri tök á málum en sá leikstjóri sem gerði myndirnar eftir seinni bókunum.
Njótið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.