9.11.2009 | 23:39
Er SJS Hrói höttur?
Eða er hann fógetinn í Nottingham?
Hrói höttur er hetja sem berst gegn óréttlæti og harðstjórn.
Hann er maðurinn sem stelur frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku.
Hrói höttur gerir hvað sem er, jafnvel að brjóta lögin, til að aðstoða þá sem minna mega sín.
Í sögunum er fógetinn í Nottingham mikill harðstjóri sem misnotar stöðu sína til að bæta eigin hag,
t.d. með ólögmætum eignaupptökum á landi, ofursköttum og ofsóknum á hendur hinum fátæku.
Ég er nú ekki farin að sjá Steingrím sem skúrk ennþá, en víst er að hann var látinn taka við hlutverki myrkrahöfðingjans í íslenska þjóðarleikhúsinu.
47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við þurfum ekki hjálp frá Skattagrími til þess að endurreisa Ísland. Við gerum það sjálf og Skattagrímur er ekki búinn að færa vísitöluna aftur fyrir sig og lækka lán hjá almenningi svo fólkið getur greitt niður sín lán og það væri frekar nær að gera það áður enn menn boða frekari skattahækkanir ekki satt? Ekki gáfuleg forgangsröð. Við þurfum engu hjálp frá Skattagrími ekki frekar enn frá Davíð til þess að endurreisa Ísland og ég ef ekkert álit á þessum mönnum. Við þurfum bara nýtt fólk inn og það er ekkert flóknara enn það.
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.