1.8.2009 | 02:52
Ærulausir þjófar
,,Vér íslenskir erum sannarlega ekki ofgóðir að deyja. Og lífið er oss löngu einskisvert. Aðeins eitt getum vér ekki misst meðan einn maður, hvort heldur ríkur eða fátækur stendur uppi af þessu fólki og jafnvel dauðir getum vér ekki verið þess án; og þetta er það sem um er talað í því gamla kvæði, það sem vér köllum orðstír: að minn faðir og mín móðir séu ekki í þeirra dufti kölluð ærulausir þjófar."
HKL, Íslandsklukkan 1946
Orðstír er það sem Bjöggabófarnir rændu okkur - jafnvel foreldra okkar, afa og ömmur.
Hvernig líður honum og fjölskyldu hans, vegna þeirra tugþúsunda saklausra sem dragast
niður í kjölsoginu?
Sofa þau vel núna, þegar "gjaldþrotið" er komið í höfn? Eða telja þau sig laus allra mála?
Er allt í fína þeirra vegna að foreldrar mínir séu "í þeirra dufti kölluð ærulausir þjófar?"
Svo maður minnist nú ekki á okkur og börnin okkar og barnabörn. Og þeirra börn.
Björgólfur er orðinn skuldlaus en ekki eignalaus - við hin erum orðin eignalaus en hlaðin hans skuldum.
Björgólfur gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.