14.5.2009 | 09:38
Hvaða "kynslóð"?
Var það nú allt í einu "kynslóð" sem ber ábyrgð á hruninu?
Er þetta enn eitt spinnið?
Það voru 30 menn og 3 konur, engin "kynslóð".
Og með réttu á enginn að borga nema sá sem olli.
Hér er nógu harðbýlt án þess að þurfa að halda uppi ítrekuðum ránum -
fyrst bankaránum - svo jöklabréfaránum.
Almenningur - sem mennn halda að muni borga þessar skuldir - tók þær ekki og skrifaði hvergi undir þær.
Almenningur tók ekki stöðu gegn krónunni.
Almenningur gaf ekki út jöklabréf.
Almenningur heldur ekki úti okurvöxtum - og stendur raunar ekki undir þeim heldur.
Viljið þið ekki hætta að tala niður til okkar - það er hætt að hafa tilætluð áhrif. Við erum ekki til í að bíða hrædd og hnípin lengur.
Nú er bara að segja satt og rétt frá og tala við okkur sem jafningja - því sá sem er að borga fyrir þig, er jafningi þinn.
Er þetta enn eitt spinnið?
Það voru 30 menn og 3 konur, engin "kynslóð".
Og með réttu á enginn að borga nema sá sem olli.
Hér er nógu harðbýlt án þess að þurfa að halda uppi ítrekuðum ránum -
fyrst bankaránum - svo jöklabréfaránum.
Almenningur - sem mennn halda að muni borga þessar skuldir - tók þær ekki og skrifaði hvergi undir þær.
Almenningur tók ekki stöðu gegn krónunni.
Almenningur gaf ekki út jöklabréf.
Almenningur heldur ekki úti okurvöxtum - og stendur raunar ekki undir þeim heldur.
Viljið þið ekki hætta að tala niður til okkar - það er hætt að hafa tilætluð áhrif. Við erum ekki til í að bíða hrædd og hnípin lengur.
Nú er bara að segja satt og rétt frá og tala við okkur sem jafningja - því sá sem er að borga fyrir þig, er jafningi þinn.
Hrunið eins og Eyjagosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þvílíkir leiðtogar. Guð blessi Ísland.
Magnús Sigurðsson, 14.5.2009 kl. 10:03
vel mælt, ekki kynslóð heldur nokkrir menn.
Hermann Jens Ingjaldsson, 14.5.2009 kl. 10:43
Í raun hlýtur stjórnsýslan að vera ábyrgð sem viðkomandi kynslóð kaus yfir sig í 18 ár. Það að 30 einstaklingar settu okkur á hausinn voru á ábyrgð gömlu stjórnarflokkanna. Þeir settu okkur í ábyrgð fyrir icesave, þeir leifðu veðsettningu kvótans, þeir skipuðu í fjármálaeftirlitið. Þeir mærðu útrásina. Og hverjir eru "þeir" Framsókn, Sjáfstæðisflokkur og Samfylking. Og einhverjir kusu þá.
Það sem hér er verið að fara er að okkar kynslóð getur ekki sett börnin og börn þeirra í skuldafjötra. Hver er ósammála því.
Andrés Kristjánsson, 14.5.2009 kl. 12:25
Þetta orðalag sem hann er að notar, " Sú kynslóð, sem bar ábyrgð á ósköpunum á að taka á sig byrðarnar en ekki leggja þær á komandi kynslóðir“, er mjög merkilegt og nauðsynlegt að halda því til haga.
Hér er stjórnmálamaðurinn Steingrímur J. Sigfússon að reyna að gera dauðadæmda tilraun til að koma bankahruninu yfir á almenning. Það er rétt sem kemur fram í færslunni hverjir það eru sem eru grunaðir. Það mun svo koma í ljós þegar Alþingisnefndin og sérstakur saksóknari hafa lokið störfum, hvort ákært verður.
En það liggur alveg klárt fyrir að almenningur stóð ekki fyrir þessu bankahruni og ber þar af leiðandi ekki ábyrgð á því.
Ég held að Steingrímur hafi tekið mjög svo vitlaust til orða og er ekki viss um að hann átti sig á þessum ummælum. Hann er kannski orðin þreyttur og þá er betra að þegja en segja einhverja vitleysu.
Nema að hann sé einbeittur í því að fá þjóðina til að trúa þessu, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 17:41
En fólk vissi ekkert hvað var að gerast í þeirra nafni.
Það var gjörsamlega falið að búið væri að skrifa skattgreiðendur sem ábyrga fyrir 18 trilljón króna láni bankanna (eða hver sem þessi tala var). Flestir vissu ekkert að þeir væru ábyrgir fyrir því. Þetta var samningur þar sem skattgreiðendur borga ef illa fer en banka og stjórnmálamenn hirða hagnaðinn ef vel fer.
Samningur sem felur í sér ekkert nema árás á einn aðilann við samningsborðið getur ekki komið til nema með ofbeldi og/eða lygum. Þetta fyrirkomulag stenst ekki einu sinni lagaskilgreinguna á orðinu samningur, að ég held. Minnir helst á Versala"samningana".
Það er ekki kynslóð sem er ábyrgðina heldur nokkrir menn. Lang lang flestir í þessu samfélagi höfðu nákvæmlega ekkert um þetta að segja.
Vissu ekki einu sinni að ábyrgðin væri þarna.
nokkuð góður þessi:
http://larahanna.blog.is/users/3b/larahanna/img/moggi_090408_john_perkins.jpg
Hermann Jens Ingjaldsson, 14.5.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.