10.5.2009 | 18:57
Furðulegt hátterni Dana
Er að fylgjast með dönsku fréttunum - þar sem kemur fram að nýi forsætis, Lars Lökke, sætir nú ákúrum fyrir eyðslu sína á stól heilbrigðisráðherra.
Það er verið að tala um ráðherraábyrgð - hugtak sem ég hef aldrei heyrt fyrr.
Og að ráðherra beri (líka í þátíð) að haga verkum þannig að þau kosti sem minnst fyrir skattborgarana! Hafa þeir ekki heyrt um íslenska módelið, þessir menn?
Að æðsta skylda ráðherra sé að moka undir sjálfan sig og devil take the hindmost!
Má ég þá biðja um alvöru menn, sem sitja fastir í stólunum, langt langt framyfir síðasta söludag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já þetta er dálítið svoleiðis
Nýja Lýðveldið Ísland, 11.5.2009 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.