19.12.2008 | 18:39
Um að gera!
Já, endilega senda bara DG og Ingibjörgu í aðra ímyndarherferð, til þess að ,,endurbyggja efnahagslíf sitt, ímynd og trúverðugleika Íslands í viðskiptum um Evrópu og heim allan."
Það verður þeim létt verk og löðurmannlegt - ef einhver vogar sér að vera með gagnrýnisraddir, taka þau bara Sigurð Einarsson með sér aftur, til þess að segja þeim hinum sama að hann sé asni og fífl - aftur.
Það er nefnilega gersamlega ástæðulaust að endurbyggja sömu ímynd og trúverðugleika í heimalandinu, hvað þá efnahagslífið þar, því allir vita að bankarnir og ríkið eiga okkur, börnin okkar og barnabörnin og allar okkar unaðslegu vinnustundir - og hvað sem við þrælum, sökkvum við bara dýpra í dýið.
Markaðsvirði íslensks hlutabréfamarkaðar hríðfellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.