Að fara eða vera

Það verður mikil eftirsjá að hverjum þeim sem flýgur utan og eru - hvort sem þeir vita það eða ekki - að fara alfarnir.
Annars vegar veit ég að allt verður ennþá erfiðara fyrir okkur sem heima sitjum -
hins vegar skil ég þá vel og styð þá í sinni ákvörðun.
Lítum fyrst á kosti þess að búa á Norðurlöndum:
Það er hægt að lifa af einni vinnu, jafnvel þótt hún sé á kassa eða við skúringar.
Allar heimsóknir til heimilislækna eru ókeypis.
Skólabækur eru ókeypis, upp allan menntaskólann.
Þú veist á hvaða kjörum þú tekur fasteignalánið þitt.
Og þú býrð við stöðugan gjaldmiðil.
Þessi listi er ekki tæmandi.
Svo ókostir: Þú býrð ekki á Íslandi lengur og þar eru fjölskyldan og einhverjir vinanna.
Þú missir af erfiðu uppbyggingarferli næstu áratugina.
Þú nærð ekki að upplifa mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi verða ennþá lélegra en nú er.
Börnin þín munu ekki alast upp við veruleika þrælsins.

Leggjum nú kosti og ókosti á vogarskálarnar.
Þá virðast skúringar á Norðurlöndum og 35 tíma vinnuvikan þar allt í einu ekkert svo fráleit.
Því það er búið að veðsetja allt okkar og okkur öll til andskotans.


mbl.is Íslendingar stefna til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband