14.7.2008 | 11:27
Ekki er ráð, nema...
Mæltu manna heilastur, Björn. En heldurðu að þú getir látið reyna á evruleiðina núna? Eða þurfum við að bíða eftir því að Flokkurinn samþykki nauðugur viljugur að gera þetta eftir næsta landsfund að ári; eftir að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja eru farin á hliðina? Dýfurnar á gengi krónunnar og okurvextirnir gera atvinnulífinu ómögulegt að halda áfram og einstaklingar ráða ekki við verðlagshækkanir á allri neysluvöru, ofurvexti og verðtryggingu lána.
Ef hratt er unnið, má fá faglega niðurstöðu um það hvort evruleiðin þín er fær og niðurstaða gæti jafnvel legið fyrir áður en skólarnir hefjast! Þá er vitanlega verið að ganga út frá því, að vilji og áhugi sé til að kanna þetta í alvöru.
Ef hratt er unnið, má fá faglega niðurstöðu um það hvort evruleiðin þín er fær og niðurstaða gæti jafnvel legið fyrir áður en skólarnir hefjast! Þá er vitanlega verið að ganga út frá því, að vilji og áhugi sé til að kanna þetta í alvöru.
Evruleið fremur en aðildarleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.