30.3.2008 | 00:19
Follow the money!
Þegar glæpur er framinn, er oft gott að hefja rannsókn á því að athuga hver hafði af honum hagnað. Hverjir græddu á falli krónunnar? Jú, ,,óprúttnir spákaupmenn" og svo fullyrðir breska Times að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða íslenskra króna á gengisfalli íslenskru krónunnar á undanförnum vikum.
Times segir að stóru íslensku bankarnir gert ráð fyrir því í tvö ár að gengi krónunnar myndi lækka og þeir hafi því tekið stöðu gegn krónunni. Þá hafi bankarnir einnig átt mikil viðskipti við evrópska fjárfesta, sem hafi keypt íslenskar krónur til að hagnast á háum vöxtum á Íslandi. Þetta hafi skilað bönkunum 155 milljarða króna tekjum frá ársbyrjun. Í öllum bænum, ekki fara að fresta öllum nauðsynlegum aðgerðum til þess að egna gildru fyrir ,,kónana".
Maður, líttu þér nær!
Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.