Frost á Flatlandi

Kaos ríkir nú í Kaupmannahöfn, Sjálandi öllu og Jótlandi, eftir stórhríð, frost og allt að 25 sm ofankomu í gær og nótt. Falck hefur þegar þurft að aðstoða 6.300 bíla og 20 fæðandi konur. Ein þeirra hringdi eftir Falck í gærkvöldi, eftir að vatnið fór kl níu. Falck sótti hana og lagði upp í 50 km ferð - sem tók sex klukkutíma, vegna þess að á fimm mínútna fresti þurfti að moka frá sjúkrabílnum. Allt fór þó vel og ungur maður sá dagsins ljós um fimmleytið í morgun. Á 18 manna vinnustöðum eru alla jafna tveir til þrír mættir til vinnu og samgönguörðugleikar eru þvílíkir, að fólk situr fast í bílum sínum um alla Danmörku. 
SAS hefur aflýst 34 flugum af þeim 330 sem eiga að fara til og frá Kaupmannahöfn í dag og þurft að sjá fleiri en þúsund flugfarþegum fyrir gistingu vegna veðursins, auk þess sem flugfarþegar mega búast við seinkunum á öllum flugum í dag. Strætósamgöngur í höfuðborginni hafa einnig raskast og hefur 150 strætóferðum verið frestað á meðan ófærð stendur.
Nokkrum hraðbrautum í Danmörku hefur verið lokað vegna fannfergis. Lestarsamgöngum hefur einnig verið frestað víða um Danmörku þar sem of mikill snjór er á teinunum. Í kvöld er svo von á annarri ofankomu, sem síst mun bæta stöðuna. Spurningin er: Hefur innrás Íslendinga í Kaupmannahöfn heppnast svo vel, að Danir megi nú eiga von á séríslensku veðri um ókominn tíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband