Góðgerðastarfsemi?

Hvenær hefur einhver einræðisherra (eða frú) sagst beita sínu valdi, vegna þess að hann hafi þörf fyrir að ráða? Allir; Heródes konungur, Hitler, Stalín og Saddam, dýfðu valdinu í hunang. Réðu ríkjum í nafni þess að það væri þjóðum þeirra fyrir beztu. Nú væri frábært, ef maður gæti látið sér nægja að tileinka einungis stórum einræðisherrum (og frúm) slíkan valdaásetning - það væri bara ekki sannleikanum samkvæmt. Stefnuskrár allra flokka eru jú settar fram í góðum tilgangi. Og það finnst hvergi lýðræðislega kjörinn stjórnmálamaður (eða kona) með virðingu fyrir sjálfum sér - og kjósendum - sem ekki fullyrðir að pólitík viðkomandi gangi út á það, að bæta hag sem flestra. Hvaða valdhafi sem er, frá forstjóra fjölþjóðafyrirtækisins, til ráðherra landsins (sama hvernig þeir eru á litinn), vill allra helzt láta kalla sig velgjörðarmann (eða konu) þeirra sem hann ræður yfir. Það er svo fallegt að vera velgjörðarmaður (eða kona). En það er hætta fólgin í því, burtséð frá örgustu hræsni, ef formaðurinn (eða konan) viðurkennir ekki að í beitingu valdsins sé einnig að finna þykkt lag af sjálfshyggju og sjálfumgleði og það er villandi skoðanastjórnun, að leyfa sér að kalla valdbeitingu sína góðgerðarstarfsemi. Hvað er þá til ráða fyrir einn arman formann? Ein uppástunga væri, að endurskoða hugmyndir sínar um hvaða forréttindi tilheyra valdhafanum. Og hætta að kalla það góðgerðarstarfsemi, að gera eitthvað af því sem maður (eða kona) þiggur laun fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband