31.7.2012 | 18:23
Draumaborg (!)
Draumaborg fyrir hjólreiðafólk. Með þetta hryllilega vetrarveður; allar þessar ókleifu brekkur, þessa fáránlegu umferðar"menningu" og svo þetta "hjólreiðafólk" sem sést hjóla á gangstéttunum!
Þá líklega af því það þorir ekki að hjóla á götunni!
Eru þannig til stórhættu fyrir þá fótgangandi sem eru ekki nógu snöggir að smeygja sér undan.
Strætó er aftur á klukkutíma fresti og leiðakerfi hans er óskiljanlegt, jafnvel geimvísindafólki.
En nú er semsé búið að skilgreina hvaða leiðir heyri til grunnkerfis - ef einhver skilur hvað það þýðir.
Og þetta er áreiðanlega smart fyrir þá 200 manns sem hjóla í staðinn fyrir að fara í ræktina. Um helgar.
Er til merki fyrir þumal niður?
Þá líklega af því það þorir ekki að hjóla á götunni!
Eru þannig til stórhættu fyrir þá fótgangandi sem eru ekki nógu snöggir að smeygja sér undan.
Strætó er aftur á klukkutíma fresti og leiðakerfi hans er óskiljanlegt, jafnvel geimvísindafólki.
En nú er semsé búið að skilgreina hvaða leiðir heyri til grunnkerfis - ef einhver skilur hvað það þýðir.
Og þetta er áreiðanlega smart fyrir þá 200 manns sem hjóla í staðinn fyrir að fara í ræktina. Um helgar.
Er til merki fyrir þumal niður?
Draumaborg fyrir hjólreiðafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvurslags er þetta.
Reykjavík hentar einstaklega vel til hjólreiða. Ekki síst vegna veðurs. Þeir sem hjóla daglega eru fjölmargir og fer stöðugt fjölgandi, geta vitnað um það að þeir dagar sem ekki er hægt að hjóla vegna veðurs eru sárafáir. Það er hægt að klæða sig vel, það er hægt að fá þessi fínu nagladekk á hjólin og hitastigið er oftast mátulegt.
Það er til dæmis nánast aldrei of heitt til að hjóla eins og oft er í mörgum öðrum löndum og það er mjög sjaldan of kalt.
Brekkurnar er ekkert til að tala um fyrir fólk sem er þokkalega á sig komið og ef það er það ekki þá kemst það fljótt í form með því að hjól.
Ég fagna þessu átaki og hef fulla trú á því að Reykvískir vegfarendur geti farið um í sátt og samlyndi og deilt göngustígum, hjólabrautum og götum í bróðerni.
Við þurfum aðeins að taka okkur á í tillitsemi.
Þóra Guðmundsdóttir, 31.7.2012 kl. 19:16
Þetta er draumur Dags og Besta flokksins. Þeirra draumur hefur ávalt verið að fá alla til að hjóla. Hér ekki veður til að hjóla nema nokkra daga á ári. Fólk er strax búið að gleyma síðasta vetri! Einnig hjóla íslendingar sér til hreyfingar en nota ekki hjól sem farartæki enda gengur það ekki upp hjá flestu fólki. Hjólreiðarfólki á ekkert eftir að fjölga við þessa vitleysu. Þarna er einungis verið að eyða peningum í dagdrauma Dags.
The Critic, 31.7.2012 kl. 19:23
Í París njóta gamlar konur sín. Þar eru þær sýnilegar á götum úti vegna þess að veðráttan leyfir. Engar þeirra eru þó hjólandi.
Borgarfulltrúar hér hafa greinilega gleymt einhverju!
Kolbrún Hilmars, 31.7.2012 kl. 20:05
Vonandi hefurðu stigið á bak hjóli, prófað strætókerfið og almennt séð kynnt þér hlutina áður en þú bloggar aftur. Svona færsla er dæmigerð fyrir fólk sem andskotast yfir hlutum sem það veit ekkert um.
Gísli Friðrik, 31.7.2012 kl. 20:15
Í fyrsta lagi. Hjólreiðamenning borgarinnar er afar virk og mátti sjá það þegar átakið hjólað í vinnuna fór af stað. Fólk á öllu aldri tók sig til og dustaði af fákunum sínum og fór af stað ásamt öllu því fólki sem hefur lengi hjólað staða á milli.
Í öðru lagi, strætókerfið (þó ég noti það ekki að staðaldri) er misjafnt, en að koma með svona fullyrðingar um það er vitleysa. Kíktu á www.straeto.is og skoðaðu þig um þar til að fræðast og komast að því að strætisvagnar ganga á kortér til hálftíma fresti og svo klukkutíma fresti á kvöldin.
Í þriðja lagi. Veðrið á Íslandi leyfir útiveru og hjólreiðar oftar en ,,nokkra daga á ári". Seinasti vetur var erfiður en ef maður skoðar árin á undan þá er annað mál uppi. Veðráttan hér í borginni inniheldur engar öfgar. Hvorki er brjálað rok né hitastig í hæstu hæðum/lægðum, og úrkoman (seinasti vetur undanskilinn) yfirleitt ekki til að stöðva fólk á venjulegum dekkjum.
Og í fjórða lagi. Viltu útlista þessa 200 manns sem þú hefur svo ítarlega kannað hvað varðar fjölda hjólreiðafólks?
Gísli Friðrik, 31.7.2012 kl. 20:27
Ég bý í Bergen í Noregi og hjóla í vinnuna. Talandi um brekkur, ég held að þeir sem kvarta undan brekkum í Reykjavík ættu að prófa að hjóla hér, ekkert nema brekkur. Maður þarf að vera léttklæddur því maður hitnar svo, sakna stundum vindsins sem er á Íslandi, hér er svo mikið logn :) Samt er hjólastígakerfið frekar gott myndi ég segja..
Fagna þessu átaki.
Karl Jóhann Guðnason, 31.7.2012 kl. 20:46
Ég hef notað reiðhjól til og frá vinnu síðastliðin 18 ár og það hefur aldrei komið fyrir á þeim tíma að ég hafi ekki komist til og frá vinnu vegna verðurs. Þetta snýst allt um réttan útbúnað og það að vera ákveðinn í að láta veðrið ekki stöðva sig. Ef aðeins er búið að ryðja götur en ekki göngustíga þá notar maður einfaldlega götuna.
Sigurður M Grétarsson, 1.8.2012 kl. 01:13
Æ, fyrirgefið að ég er að tala snilldina niður.
Þarf örugglega bara að fara í endurmenntun ;)
Þórdís Bachmann, 1.8.2012 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.