Bíó eftir bókinni

Hef verið að horfa á sex glænýjar myndir eftir bókum Lizu Marklund:
Arfur Nóbels, Stúdíó Sex, Villibirta (Prime Time), Lífstíð, Úlfurinn rauði og Þar sem sólin skín
Annika Bengtzon er leikin af Malin Crépin.
Erik Johanson leikur Patrik og er nákvæmlega jafn óþolandi og í bókunum.
Ellen Jelinek leikur Ninu Hoffmann í Lífstíð, mjög í Noomi Rapace-anda. Mögnuð lokasenan þar sem hinar löggurnar ganga út af kaffistofunni eftir að hún, sem kjaftaði frá, kemur aftur í vinnuna.
Í sömu mynd leikur Jonas Malmsjö Christer Bure, top cop með lík í lestinni (bókstaflega talað). Jonas minnir á mjög myndarlegan nazista í útliti og öllu sínu æði.
Ég er hrifnust af Lífstíð og Þar sem sólin skín. Arfur Nóbels og Villibirta (Prime Time) fá jöfn stig. Stúdíó Sex og Úlfurinn rauði reka lestina.
Var hrædd um að geta enga fílað nema Helenu Bergström sem Anniku, en Malin er algerlega með þetta.
Og mikið ofboðslega er fallegt í Svíþjóð annars, hvort sem er í borg eða sveit.
Framleiðendur eru sömu og að Millennium-seríunni og Daninn Peter Flinth leikstýrir bæði Þar sem sólin skín og Arfi Nóbels. Klippingin í Þar sem sólin skín er meiriháttar - aðallega eru þetta þó frábærar myndir fyrir þá sem fíla krimma-, löggu- og lausnamyndir - og svo vitanlega alla sem hafa lesið bækurnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband