27.6.2012 | 19:01
Nora og Watergate
Nora var gift Carl Bernstein, blaðamanni hjá Washington Post, sem ásamt Bob Woodward fletti ofan af Watergate-hneykslinu með "All the President's Men".
Bókin Heartburn eftir Noru, sem varð að mynd með Jack Nicholson og Meryl Streep, fjallar um líf þeirra saman. Hefst á því að Nora er komin 8 og 1/2 mánuð á leið með annað barn þeirra þegar hún kemst að því að Bernstein heldur framhjá.
Bernstein hótaði vitanlega að fara í mál, eins og alltaf gerist þegar maður gefur út bók um strandað samband við menn sem hafa tengsl við fjórða valdið. Ekki varð þó úr málaferlum - enda er víst í Ameríku allt í lagi að segja eitthvað misjafnt um fólk - á við að það haldi framhjá - ef það er sannleikanum samkvæmt.
Væri ekki sniðugt að búa í þannig veröld?
Bókin Heartburn eftir Noru, sem varð að mynd með Jack Nicholson og Meryl Streep, fjallar um líf þeirra saman. Hefst á því að Nora er komin 8 og 1/2 mánuð á leið með annað barn þeirra þegar hún kemst að því að Bernstein heldur framhjá.
Bernstein hótaði vitanlega að fara í mál, eins og alltaf gerist þegar maður gefur út bók um strandað samband við menn sem hafa tengsl við fjórða valdið. Ekki varð þó úr málaferlum - enda er víst í Ameríku allt í lagi að segja eitthvað misjafnt um fólk - á við að það haldi framhjá - ef það er sannleikanum samkvæmt.
Væri ekki sniðugt að búa í þannig veröld?
Nora Ephron látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nora hefur verið ansi skellegg kona og góður rithöfundur og leikstjóri. Er sammála því að sannleikurinn á alltaf að geta komið upp á borðið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.