Meðvirkni með einelti

Meðvirkni þeirra sem eru vitni að einelti gagnvart öðrum, er stór hluti af því að viðhalda einelti.
Svo eru fordómarnir skilgetið systkini meðvirkninnar.
Komu t.d mjög berlega í ljós v. barsmíðar öryggisvarðar á Hlemmi um daginn. Þvílíkt sem fólk afsakaði öryggisvörðinn, þetta væri jú svo ömurlegt starf, alls konar aumingjar að bögga mann.
Hér er meira um fordómana, klausan er eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing og er frá 21. maí 2010:

Fordóma gætir enn í garð þeirra sem segjast vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans.
Þolandinn endurspeglar fordómana með því að upplifa skömm og sektarkennd.
Fordómar í garð þolandans geta skýrt af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því skerðist möguleikar á seinni tíma ráðningu. Ef ástandið er viðvarandi og ekki útlit fyrir að taka eigi á málunum er líklegt að þolandinn verði auðsæranlegur og gefi frekar á sér höggstað eða geri mistök í starfi.

Afleiðingar eineltis eru kunnar. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn, lengist bataferillinn.
Auk þess sem hann hefur misst atvinnu sína er þolandi fullur efasemdar um sjálfan sig. Í raun velta örlög hans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að honum sé ekki alls varnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband