28.9.2010 | 19:27
Helvítis fokking fokk!
Mörður og Vala Bjarna voru samt góð í lið B.
Þessum sem snerist um ISG.
Bjarni Ben kostulegur í lið D: ,,Ekki meira óréttlæti (á ráðherra í Hrunstjórninni!)"
Pétur Blöndal í sama lið: ,,Óréttlæti! Ráðherra hefur ekki réttarstöðu "sakaðs" manns, en það er búið að ákæra!"
Hvenær vorum við ákærð og fyrir hvað, íslenzka þjóð?
Hvenær var okkur veitt réttarstaða "sakaðs" manns?
Ekki veit ég - en ég veit að refsingin er að falla á okkur.
Okkur almenning.
,,Það er ekki heimilt að draga fólk (þingmenn) fyrir dóm," segir Sigurður Kári.
Ókay, gott og vel, ekki þá vera að því, segi ég.
Ekki þá draga fólk (almenning) fyrir dóm! Bera það út vegna stökkbreyttra lána og forsendna.
Haldið þið virkilega (þingmenn) að við séum ekki búin að fatta hvað er í gangi?
Magnús kvikmyndagerðarmaður var með þetta í Kastljósinu.
Þór Saari var með það í greininni: Best að loka þá sjoppunni.
Ef ekki er ástæða á Íslandi - landinu okkar - til að draga ráðamenn til ábyrgðar (fyrst það þarf að DRAGA þá), þá leyfi ég mér að gera þessi orð Þórs að mínum: Það er bezt að loka sjoppunni.
Fyrir mánaðarmót. Það er ekki lengur eftir neinu að bíða.
Og Guðlaugur Þór: ,,Dimmur dagur í sögu þingsins."
Hvað er hægt að vera firrtur? Hvað er hægt að vera svívirðilegur?
Þetta er með dekkri dögum í sögu íslenzku þjóðarinnar.
Sem eru sömu lögaðilar og halda uppi þessu djammi.
Jafnvel þeir sem búið er að bera út.
Og svo Steingrímur J: Þetta er mjög erfitt (fyrir ríkisstjórnina)!
Afsakið háu herrar í turninum:
,,Þetta er nú þegar búið að rústa lífi þúsunda Íslendinga.
Farið að hysja upp um ykkur eða farið ella. Veg allrar veraldar.
Mál höfðað gegn Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.