Þessar "skuldir" voru aldrei til...

... ekki frekar en góðærið.

Og það er svívirðilegt að meintir verndarar almennings á launum láti svona út úr sér.
Fyrirlitleg og desperate tilraun til þess að viðhalda status quo.

Þessi orð eiga líka við um þingmann SjálfstæðisFLokksins sem geystist fram á ritvöllinn – að því er virtist i þeim eina tilgangi að reka fleyg á milli fólks.
Hvað gengur þeim manni til? Á sá maður banka? Er sá maður bílasali í aukavinnu?
Er ekki nærri því jafn gaman að vera á þingi, ef þrælarnir fá nú að halda einhverju af ævistarfinu?
Allir sem tala á þeim nótum sem þessir þingmenn gera, ættu að vita eitt:
Við, sem fjórða hvert ár heitum „kjósendur“ en heitum nú niðrandi samheitinu „skuldarar“ –
við litla fólkið sem dregur hlassið og ófreskjuna Ísland í dag –
við vitum vel að þessir peningar voru aldrei til.
Þær 20 milljónir sem var smurt ofan á lánið mitt voru aldrei til –
nema hugsanlega inni í skapandi bókhaldi Landsbankans, eftir að eigendur hans voru búnir –
fyrst að lokka fólk til þess að taka þessi lán og síðan að fokka krónunni.
Við kjósendur, neytendur og landsmenn allir vita auðvitað líka, að núna verður spriklað.
Allt gert til þess að hafa af okkur lágmarks mannréttindi.
Og hættan er vissulega sú að við látum okkur hafa það – einn ganginn enn.
Og ætli það sé ekki einmitt það sem þeir sem tala svona reikna með?


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ótrúleg ummæli frá þingmanni!

Sædís Ósk Harðardóttir, 22.6.2010 kl. 10:01

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Hvað áttu við með að skuldirnar hafi ekki verið til?

Var lúxusvarningurinn, dýru bílarnir og húsin sem keypt voru fyrir lánsféð kanski ekki raunveruleg heldur?

Það er raunar svo að raunverulegar eignir voru keyptar fyrir raunverulegt fé. Þó bílalánin hafi nú verið dæmd ólögleg þá vissu lántakendur að hverju þeir gengu þegar þeir kvittuðu undir pappírana.

Þú þarft að endurskoða þinn þankagang.

Þorgeir Ragnarsson, 22.6.2010 kl. 10:06

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þorgeir stökkbreyting á lánum það er ekki eðlilegt nei, réttlát leiðrétting er sanngjörn þá geta flestir borgað en þeir sem ekki geta það mega missa sitt það er sanngirni!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 10:23

4 Smámynd: Þórdís Bachmann

Þorgeir - það er þetta með þankaganginn...

Ég persónulega keypti engan lúxusvarning, heldur íbúð.

Lagði inn töluvert eigið fé og tók lán sem var 13 milljónir árið 2007.

Lánið stökkbreyttist við massíva gengisfellingu, sem við vitum nú að var framkölluð - af lánveitendum!

20 milljónum var smurt ofan á lánið.

Íbúðin er með fasteignamat upp á 18 milljónir.

"Skuldin" á henni er sögð (á forprentaðri skattskýrslu) vera 32 milljónir.

Ég tók ekki 32 milljónir að láni fyrir 3 árum.

Ergo, þessi "skuld" er jafn tilbúin og góðærið.

Það sem ég hef þó veika von um núna, er að við landsmenn stöndum saman um lágmarks mannréttindi okkur öllum til handa.

Undir lágmarks mannréttindi fellur þak yfir höfuðið og mannsæmandi skilyrði til þess að draga fram lífið.

Hvað sem við erum þreytt, döpur og kvíðin – eigum við ekki að moka síðustu orkunni í að standa nú saman um að Íslandi verði breytt í réttarríki; breytt í alvöru lýðræði?

Eigum við ekki að biðja Marinó eða Guðmund Andra að birta staðlað bréf – sem allir geta sótt og sent fjármálafyrirtækjunum sem þeir skipta við – til þess að fólk sé dekkað inn fyrir ásmurðum innheimtukostnaði og aðförum?

Eigum við ekki að sækja okkar rétt núna – ekki bíða þar til einhverjir sem ganga bara erinda andskotans hrifsa hann af okkur – einu sinni enn.

Gerum það – ég bið ykkur.

Þórdís Bachmann, 22.6.2010 kl. 10:34

5 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þórdís, þú hlýtur að skilja það að 13 miljónir árið 2007 er ekki það sama og 13 miljónir í dag. Að sama skapi geti ég ekki krafist þess að borga 5 miljónir fyrir góða þriggja herbegja íbúð vegna þess að það var verðið fyrir 10-12 árum. Að sama skapi getur þú ekki ætlast til þess að lánið þitt standi í stað.

Sigurður, nú loksins er hægt að tala um svokallaða leiðréttingu á lánum þegar í ljós hefur komið að lánin voru ólögleg.

Ólafur Guðmundsson, 22.6.2010 kl. 10:53

6 Smámynd: Þórdís Bachmann

Sædís: Maður spyr sig - er fyrirlitningin á lýðnum algjör?

Ólafur:

Hver er að tala um að lán á Íslandi "standi í stað"?

Ekki ég.

Ég tel hins vegar að tæp þreföldun upphæðar á þremur árum sé einum of gróft - jafnvel þótt Íslendingur eigi í hlut!

Þórdís Bachmann, 22.6.2010 kl. 11:03

7 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þú sagðir:

"20 milljónum var smurt ofan á lánið.

Íbúðin er með fasteignamat upp á 18 milljónir.

"Skuldin" á henni er sögð (á forprentaðri skattskýrslu) vera 32 milljónir.

Ég tók ekki 32 milljónir að láni fyrir 3 árum.

Ergo, þessi "skuld" er jafn tilbúin og góðærið."

Þú sættir þig ekki við að skuldinn hækki (s.br. "Ergo, þessi "skuld" er jafn tilbúin og góðærið").

Ólafur Guðmundsson, 22.6.2010 kl. 11:12

8 Smámynd: Billi bilaði

Hún er dáldið döpur ályktunarhæfni þín Ólafur.

Þorgeir: Dýru bílarnir voru keyptir inn á hvað? 30% af útsöluverði. Afgangurinn fer til ríkisins og bílasalanna. Var verið að borga öllum þessum aðilum í gjaldeyri? (Það kom a.m.k. ekki fram í öflugri gjaldeyrissjóði Seðlabankans, mér vitandi.)

Billi bilaði, 22.6.2010 kl. 11:18

9 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvað varð um verðtrygginguna á mínum peningum????????

Ég og íbúðalánasjóður keyptum samann íbúð nú eiga þeir íbúðina og plús sjö miljónir, en mínir aurar hurfu bara ,ég bara spyr hvað varð um þá????????

þannig að tapað fé plús sjömiljónir í mínus, 14 miljónir á fimm árum ja hérna hér einhver ætlar að verða ríkur á kostað líksins,

finnst sanngjarnt að ég fái út úr íbúðinni það prósentu hlutfall sem ég lagði inn og sjóðurinn líka

Sigurður Helgason, 22.6.2010 kl. 11:36

10 Smámynd: Þórdís Bachmann

Sigurður, við erum algerlega sammála um það að þetta náriðilsástand hérna er úti úr kortinu!

En kannski ósammála um lausnina - sem ég tel vera þá að landsmenn standi nú saman um að hrinda af sér öllum ólögum og álögum sem hvergi fá staðist.

Við erum nauðsynleg hvert og eitt og þurfum að gera okkur grein fyrir því að sameinuð stöndum við - sundruð... æ, það þekkja allir framhaldið.

Þórdís Bachmann, 22.6.2010 kl. 12:00

11 Smámynd: Sigurður Helgason

ÓLAFUR 13 miljónir í dag verða 13 miljónir eftir 100 ár, það breytir því engin, nema að þú ætlir að fara að kenna okkur að telja upp á nítt

 góða þriggja herbergja íbúð fór á 6 miljónir fyrir um tuttugu árum síðan,

svo ef 10 verða að 20 þá skil ég þig

hvað er nákvæmni milli vina,  

Sigurður Helgason, 22.6.2010 kl. 12:07

12 Smámynd: Sigurður Helgason

Íslendingar eru heimsk þjóð og ég er einn af þeim

ef samstaða á að nást verður að skipta henni í fjóra Parta sem gætu kallast A B D V,

annars næst enginn samstaða

Lausnin er einföld borga meðan maður getur, þegar þú getur ekki meir þá er það hvíta boxið og kjósa rétt

Sigurður Helgason, 22.6.2010 kl. 12:16

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kjósa rétt það er ekki hægt það sem kosið er stenst ekki um leið og komin er ný stjórn þá geymast loforðin!

Hvað samstöðu varðar til réttlætis Þórdís þá mun ég ekki láta mig vanta.                  byltingin lifi!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 15:55

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ósammála því að þetta hafi allt verið feik.

þegar tekin eru erlend lán - þá er það sem gerðist einmitt stóra hættan.

Verðrýrnun ísl. krónunnar. 

Ef tekið er 100 dollara lán þarf að borga 100 dollara til baka + vexti.

Það að það þurfi fleiri ísl. krónur til að dekka 100 dollara er vandamál sem fylgt hefur ísl. krónunni frá upphafi.  Óstöðugleiki og sífelld rýrnun.

Þessvegna á aldrei að taka erlent lán - nema að hafa tekjur í erlendum gjaldeyri.  Annað er huge áhætta.

That said, þá býst eg við að dæmi séu um einstaklinga sem hafa tekið erlend lán og þau eru skráð þannig á pappírnum formlega o.þ.a.l. ,,lögleg"

Sem sagt náknæmlega eins lán í eðli sínu og þau sem ,,ólögleg" eru nema að í seinna tilfellinu hefur baknkinn breytt gjaldeyrinum í krónur fyrst.

Eða eg get ekki ýmindað mér annað.  Eða hvað.  Var öllum erlendum lánum breytt í krónur fyrst og sett þannig fram í lánasamningum?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2010 kl. 16:49

15 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er ekki Mörður þingmaður Samfylingar í stað Steinunnar Valdísar sem varð að hætta vegna styrkja sem að hún hlaut frá fjármálafyrirrtækjum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.6.2010 kl. 00:10

16 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Spyr bara vegna þess að þú talar um þingmann Sjálfstæðisfloks Þórdís ekki að ég sé að gera að því skóna að það sé tenging þarna á milli.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.6.2010 kl. 00:11

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir færslu síðuhöfundar. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að leysa vandann með verðtryggðu lánin, eiga lántakendur með gengistryggð lán rétt á að lánin verði gerð upp með tilgreindum vöxtum án verðtryggingar í hvaða formi sem er.

Alveg eins og samningarnir segja til um.

Þeir sem eru með verðtryggð lán losna ekkert undan sínu óréttlæti með því að ræna aðra rétti sínum.

Ef verðtryggði hópurinn er tilbúinn að leggja jafn mikið á sig og Óskar Sindri Atlason og ætlar ekki að bíða eftir að einhverjir aðrir vinni hlutina fyrir sig, getur hann alveg náð fram góðum réttarbótum.

Theódór Norðkvist, 23.6.2010 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband