8.6.2010 | 18:45
Fréttaskot, frú Jóhanna!
Sæl, Jóhanna.
Þú segir að stjórnvöldin þín hafi gert 50 mismunandi úrræði skuldugra heimila að veruleika fyrir fólkið sem greiðir launin
þín og fleiri á Alþingi, til 30 ára.
Ég heiti Þórdís og ég er (því miður) þegn í ríkinu þínu.
Einn þeirra þegna sem fæ ekki skuldaleiðréttingu af því ég á ekki nógan pening til þess að borga hærri upphæðina, sem er tæplega þreföld sú upphæð sem ég tók að láni 2007. (!)
Ég er búin að þrauka þetta í tæp tvö ár, alveg eins og 90% af öllum hinum þegnunum.
Og ekkert sérstaklega mikið þrauk eftir hjá mér þegar hér er komið sögu.
Því þú hefur svo sannarlega ekki komið til móts við skuldavanda "minn".
Þvert á móti hefurðu leyft the ususal suspects að halda áfram að ræna mig.
Blygðunarlaust, á hverjum einasta degi síðan þú tókst við.
Það eru eitthvað um 500 dagar.
Nú er ég viss um að þú dæsir, hallar þér svo á hina hliðina og hugsar:
Það er ekki hægt að bjarga öllum.
Því á einhvern hátt býrðu í fílabeinsturni.
Það heyrir maður á flestu sem þú segir og gerir.
Þegar þú segir eitthvað og gerir.
Svo er haft eftir þér, sem tekur algerlega kökuna:
,,Útgjöld ríkisins vegna lækkun dráttarvaxta og greiðslu séreignasparnaðar (auk hækkun vaxtabóta) nemi allt að 50 milljörðum króna úr ríkiskassanum.
Hérna er fréttaskot, frú Jóhanna:
Greiðsla séreignasparnaðar var LÁNUÐ til ríkisins. Þetta er EKKI gjöf frá ríkinu.
Og lækkun dráttarvaxta er sjálfsögð leiðrétting, heldur ekki gjöf frá ríkinu.
Því ríkið það erum við. Við sem drögum vagninn.
Mig langar að sjá, að þeir sem ráða örlögum mínum hafi grundvallaratriði á hreinu.
Að þeir sýni mér þá sjálfsögðu kurteisi að tala ekki til mín eins og fæðingarhálfvita.
Þeir ætlast jú til þess að ég borgi launin þeirra og skuldirnar þeirra gott ef ég á ekki bara að taka syndir þeirra á mig.
Og ef ég á að nenna því áfram, þá vil ég t.d. ekki að þeir vogi sér að telja mér né öðrum trú um að þeir séu að gefa 50 milljarða úr ríkiskassanum. Því svo er ekki.
Því svo er ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.