2.6.2010 | 20:15
"Úrræði" einungis fyrir auðuga.
,,Stjórnvöld í samstarfi við fjármálafyrirtæki hafa kynnt ýmis úrræði til að lækka greiðslubyrði heimila, t.d. greiðslujöfnun og höfuðstólslækkun lána.
,,Nauðsynleg aðlögun og endurskipulagning skulda á sér nú stað eftir tímabil skuldasöfnunar heimila við aðstæður útlánaþenslu, eignaverðsbólu og ofgnóttar lausafjár á árunum fyrir bankahrunið.
Hver vogar sér að koma öðru eins kjaftæði á framfæri?
Hemilin voru ekkert að safna skuldum, allavega ekki mitt; það var búin til skuld með árás á gjaldmiðilinn. Síðan eru tvö ár og nú er komið að skuldadögum okkar sem höfðum ekkert um þetta að segja.
Í gær fékk ég höfnun á umsókn um "úrræði" sem heitir 25% höfuðstólslækkun, vegna þess að ég er ekki nógu vel stæð fjárhagslega til þess að skuldin verði lagfærð. (!)
Þetta er annað "úrræðið" sem ég sæki um bara á þessu ári.
Hið fyrra var 110% "úrræðið".
Lánið var tekið 2007, upp á 13,6 mil.
Stendur núna í 32 milljónum.
En ég er sem sé of illa stödd fjárhagslega til þess að fá að vera með í "úrræðapakkanum".
Nú myndi ég hlæja, ef ég væri ekki dauð!
Ég þarf að greiða 32 millur til baka af láni upp á 13,6 millur.
Nú, eða verða tölfræði, sem eitt ,,fjölda heimila sem fari í þrot og tilheyrandi hörmungar.
Því ég sver, það er búið að velja okkur úr nú þegar, sem eigum að fara í þrot.
Hér er svarið frá bankanum:
Sæl Þórdís!
Svarið núna er mjög svipað og svarið var í janúar s.l. að ef tekjur nægja ekki til greiðslu á láninu eftir breytingu þá verður breytingin ekki samþykkt.
Það sem kæmi betur út fyrir þig væri að fara í 110% aðlögun fasteignalána en þá verður þú einnig að hafa greiðslugetu.
Ég sendi þér í janúar s.l. útreikninga um það og þá voru launin þín það lág að það gekk ekki upp.
Hafa tekjumöguleikar þínir eitthvað vænkast síðan þá?
Kær kveðja,
Á maður að hlæja, gráta eða skjóta sig?
Staða heimilanna afar slæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þannig er þetta mál. Steingrímur skrifaði upp á risaskuldabréf í nafni Ríkissjóðs til að bjarga bönkunum. það voru engir peningar notaðir. Bankarnir verða að ná inn sem mestu af lánum og þá eignum til að bókhaldið gangi upp þannig að ekki komi til þess að Ríkissjóður þurfi að standa við ábyrgðinna. Þess vegna halda Steingrímur og Jóhanna að sér höndum, því þau vita sem er að bankinn verður að taka þessar eignir fyrir "gerfilánið" frá Ríkissjóði...
Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 21:21
...3 aðilar eða stærri hópur stofnar 3 hlutafélög. Allir þessir 3 gefa út víxil (kúlulán) og lánar hann næsta fyrirtæki upp á t.d. 35 milljónir. Hvert og eitt fyrirtæki gjaldfærir "lánið" sem eign í bókhaldi. Þá eiga 3 félög "eign" upp á 35 millj. hver eða samtals 105 millj. Fjölskyldur sem á svona fyrirtæki eru þau sem mesta fyrirgreiðslunna fá í bönkunum...allt löglegt, bara siðlaust...og Steingrímur hefur skrifað undir stærsta platvíxil í Íslandssögunni...
Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 21:29
Konan í bankanum veit ekki að hún er að vinna fyrir glæpamenn. Þetta er þrælskipulagt innan bankans og þeir sem ekki uppfylla þessa þrælasamninga verða rændir...hringir maður ekki lögreglunna á og kærir málið? Það stoppar allt meðan rannsókn fer fram...
Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 21:35
Takk fyrir þetta, Óskar. Það er rétt hjá þér, konan í bankanum er sómakona og hefur verið að reyna að hjálpa mér.
Ég hef bara ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar.
Þetta ástand hérna lamar mann algerlega, svo ég segi nú ekki meir.
Þórdís Bachmann, 3.6.2010 kl. 08:43
Ég skil það. Lenti í að missa íbúð og allt 1988 og núna aftur á Íslandi eftir að hafa verið þar í 4 ár. Eftir að hafa verið utanlands í næstum tuttugu ár og allt gengið vel. Alveg ótrúlegt að maður skildi vera búin að gleyma hvernig allt virkar á Íslandi...maður verður stundum alveg uppgefin á að hugsa um þetta. Þetta er alveg hryllilegt ástand...
Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.