12.3.2010 | 21:38
Kúkur í dollu
Fyrir viku var verið að deila um í Danmörku hvort menningarráðherrann mætti hafa skoðanir.
Margir kollegar hans sögðu nei takk, ómögulega, ekki ráðherra með skoðanir hér.
Sem ráðherra á maður að viðhafa "armslængde".
Er það nú ekki mögnuð stefna, svona út af fyrir sig?
Á okkar landi viðhafa ráðherrar 10 foot pole-lengdina - eins og í: I wouldn´t touch it with a 10 foot pole.
Það væri anzi langur armur, rúmlega 3 metrar.
Þeir hafa allir alltaf verið að æfa lögreglukórinn það árið.
Per Stig Möller, fv. utanríkisráðherra, núv. menningarráðherra Danmerkur,
leyfði sér að lýsa opinberlega þeirri skoðun sinni, að kúkur í dollu
(listaverkið: Merde d´artiste, eftir Piero Manzoni frá 1961) væri ekki list.
Og síst af öllu list sem hann myndi vilji styðja fjárhagslega.
Samkvæmt dönskum miðlum setti þessi tjáningarútrás ráðherrans ,,sindene i kog.
Menn sjá við hvers lags vanda verið er að glíma, þegar ráðherrar hafa tíma í svona.
Hvort kúkur í dollu sé list eða ekki?
Fyrir viku var verið að deila um á Íslandi hvort þjóðin, (sem heldur uppi gillinu),
mætti kjósa um hag sinn.
Þann rétt var reynt að hafa af fólki með öllum brögðum og engum vönduðum.
Rembst við að svíkja það loforð.
Eins og öll hin, án þess að blikna.
Hressandi tilbreyting samt, að nú er þetta daylight robbery og búið að vera í hálft annað ár.
Ræningjarnir eru ekki einu sinni með grímur.
Við vitum hverjir þeir eru og við vitum að þeir sitja ekki dag af sér, enginn þeirra.
Svo vandi okkar gengur eiginlega út á:
3. Þorum við að hanga með þessa framkvæmdastjórn öllu lengur?
Sem styður skjaldborg um auðrónana? Er ekki fullreynt?
2. Hvað tekur við ef við látum þau fara?
Þorum við að skrifa nýja stjórnarskrá - eftir fólkið og fyrir fólkið?
1. Þorum við að segja: Hingað og ekki lengra?
Því ef við þorum því ekki, er þetta tilgangslaust.
Ísland læknast ekki af sjálfu sér.
Það er enginn til þess að koma því til bjargar nema við.
Hvernig líf viljum við?
Nægir okkur kannski bara kúkur í dollu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.