Efins um þetta útspil...

...hjá þeim sem gengu út.
Hrædd um að það skili þeim ekki miklu sem forsetaframbjóðendum.
En jú, það komst til skila að þeim væri misboðið.
Og skapaði vissulega rafmagnað andrúmsloft.
Og þau sýndu hvert öðru samstöðu - en hvað með mig, sem er kjósandi og þekki þau ekkert?
Hvernig á ég að kynnast þeim?
Lesa það sem þau skrifa um sig á síðuna sína?
Því eins og Herdís og Þóra sögðu:
Það er mikilvægt fyrir frambjóðanda að leyfa kjósendum að sjá framan í sig, heyra í sér og tjá sínar skoðanir á embættinu.

Og því tækifæri höfnuðu þessir frambjóðendur.


mbl.is Yfirgáfu kappræður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Það er nægur tími til stefnu, þau munu öll fá tækifæri til að tjá sig á vonandi mun betri vettvang heldur en stöð 2 bauð upp á.

Gunnsteinn Þórisson, 4.6.2012 kl. 09:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að þau fái annað tækifæri.  Ég skil þau mæta vel.  Þetta var óþolandi framkoma, fyrir utan að þátturinn var gjörsamlega misheppnaður ómögulegir stjórnandi og spyrill.  Þetta var einhvernveginn svo aumkvunarvert frá mér séð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband