Allir starfsmenn stjórnsýslu lúti sömu reglum

Andrúmsloftið á Íslandi er fullt af sársauka og reiði.
Allir tortryggja alla og stærstur hluti þjóðarinnar finnur sárin vegna svika stjórnsýslunnar svíða.
Við vorum blekkt, en verst er að meðvitað eða ómeðvitað tókum við þátt í
að vefa blekkingarvefinn, með þöggun og frösum á við: Oft má satt kyrrt liggja.
Kirkjan verður skilyrðislaust að vera skjól okkar allra - annars er hún verri en engin.
Þær siðareglur sem samþykktar voru á kirkjuþingi 2009 og taka til presta, 
djákna og alls starfsfólks kirkjunnar eru góðar og gildar - en hvað mælir á móti því
að allt starfsfólk stjórnsýslunnar lúti slíkum reglum?
Því nú er nauðsynlegt að efla með okkur trú á að við getum byggt
sómasamlegt samfélag einstaklinga þar sem mannréttindi allra eru í heiðri höfð.
mbl.is Starfsmenn kirkjunnar skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband