Hvað kosta 30 þúsund "flóttamenn"?

Útreikningar sýna, að Icesave-klafinn og bankaránin þrjú eru mesta eignatilfærsla frá einstaklingum til fyrirtækja, sem farið hefur fram nokkurs staðar á byggðu bóli. Margur mun bara þurfa í bíta í þetta - það eru engir aðrir kostir. Þeir sem ekki þurfa þess, eru þegar komnir fram með ferðatöskurnar og farnir að losa sig við gamalt jólaskraut og annað smálegt.
Þetta er gjarnan unga og vel menntaða fólkið, fólkið sem eitt sinn var kallað framtíðin. Þeir sem eru svo heppnir að eiga ekki óseljanlegt húsnæði, þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um og eru þegar búnir að kaupa farmiða - aðra leiðina. Nú langar mig til þess að sjá útreikninga, sem segja mér hvað hverjir 10 þúsund flóttamenn kosta. Inni í þeim "útreikningum" þarf að vera öll neysla, allar skattgreiðslur og öll gjöld sem hverfa út úr þjóðarbúinu með hverjum og einum.
Án réttlætis verður engin sátt hérna. Þetta vita þeir sem ráða hérna.
Halda þeir virkilega að fólk sé svo háð því að vera hérna, að það láti ítrekaðar nauðganir yfir sig ganga án þess að grípa til sinna ráða?
Að skattpíning, samdráttur og stórfelld lífsgæðarýrnun, auk lélegustu menntakjara Vestur-Evrópu sé svo spennandi, að fólk gangist glatt undir slíkt af einskærri ættjarðarást?
Það eina "góða" við þessa frétt, er að nú er það opinbert. Það stendur ekki til að gera neitt fyrir heimilin, vegna þess að tvöföldun húsnæðisskulda eru einu "öruggu" lánin sem svikamyllurnar segjast eiga. Gjörið þið svo vel. Atgervisflótti - í boði Baugs, Björgólfsfeðga og, ekki síst, stjórnvalda.
mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband