Martha og Ernest Hemingway

Martha Gellhorn er líklega mesti kvenkyns stríðsfréttamaður sem um getur. Hún hitti Ernest Hemingway á knæpu (hvar annars?) á Key West og fór síðan með honum og John Dos Passos til Spánar, beint í borgarastyrjöldina.
Nú hefur HBO gert mynd um tíma skötuhjúanna saman, með Nicole Kidman sem Mörthu Gellhorn og Clive Owen sem Hemingway.
Myndin fær misjafna dóma, en ég sé margt til að hrífast af, fyrir utan leik Nicole, sem er framúrskarandi.
Til dæmis er gaman að sjá Robert Capa ljósmyndarann fræga, líkamnast á skjánum og segja við Mörthu, þegar hún dáist að myndum hans:
Það er ekki nóg að hafa hæfileika, maður þarf líka að vera Ungverji. (!)
Þetta er mynd um Mörthu, miklu frekar en um Ernest, þótt við sjáum ýmsar hliðar hans og flestar miður geðfelldar.
Ernest ætlar í rússneska rúllettu við Rússa sem býður Mörthu upp. Þeir eru báðir jafn klikkaðir og hætta ekki við þetta fyrr en þeim er boðinn vodki - sem síðasta staupið.
Ernest ræðst á (bókstaflega) gagnrýnanda, sem hafði opinberlega dregið karlmennsku Hemingways í efa, en honum var greinilega afskaplega mikið í mun að sanna karlmennsku sína - svo mjög að eflaust vekur það grunsemdir fræðimanna á karlmennskusviðinu.
Myndin er löng, 2 og 1/2 tími og stuðst er við fréttir og tökur þeirra tíma.
Ég mæli með henni, sérstaklega til að horfa á heima, því maður þarf aðeins að geta staðið upp án þess að trufla heila sætaröð af poppkornshöfum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Þórdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 19:28

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Oh, Ásthildur, gleymdi alveg að tala um senuna í Kína, þegar Martha kjaftfora móðgar keisaraynjuna með því að tala um að níu ára stelpa á ópíumbúllu sé félagslegt vandamál og því greinilega ekki allt í svona fínu lagi eins og frúin segir.

Keisaraynjan segir þá auðvitað:

Já, ert þú mikið á ópíumbúllum?

Þórdís Bachmann, 21.7.2012 kl. 21:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband